ALAVIS
February 15, 2019

Jógúrt klattar

Um daginn gerði ég jógúrt klatta úr grískri jógúrt sem þægilegt er að grípa í þegar mig langar í eitthvað sætt. Þetta er hálfgert nammi en þó í hollari kanntinum. Uppskriftin hér að neðan er eins einföld og hugsast getur.

➺ 6 dl grísk jógúrt

➺ 1 dl hunang

➺ Fersk jarðarber

➺ Fersk bláber

➺ Þurrkuð gojiber

➺ Granóla eða múslí eftir smekk

➺ 80% súkkulaði eftir smekk (súkkulaðið sem ég notaði og er á myndinni fæst í Nettó).

´gegÉgAdvertisement

Aðferð:

➺ Blandið saman grískri jógúrt og hunangi.

➺ Setjið bökunarpappír í eldfast mót og hellið blöndunni jafnt yfir (passið að hafa allt slétt).

➺ Skerið niður jarðarber og dreifið yfir.

➺ Setjið næst bláber, gojiber og granóla ásamt súkkulaði yfir blönduna.

➺ Setjið formið í frysti í 1 klst og skerið þá passlega stóra bita.

➺ Setjið formið aftur inn í 3 klst til viðbótar.

Mér finnst þægilegt að taka út einn og einn bita til þess að gæða mér á:)

Ég vona að þetta smakkist vel!

Öll hráefnin í þessa uppskrift færðu í Nettó ásamt brettinu, hnífnum og rifjárninu.

Eigið góða helgi.

February 14, 2019

Hugmynd að Valentínusar dinner

Gleðilegan Valentínusardag! 

Í dag er tilvalið að elda eitthvað gott fyrir þá sem maður elskar og langaði mig að deila með ykkur hugmynd að Valentínusar kvöldverði. Þessi Striploin steik frá Skare bragðast einstaklega vel og fæst í verslunum Nettó. Steikin er á 40% afslætti frá og með deginum í dag og út sunnudaginn 17. febrúar.

Hér að neðan er mín eldunaraðferð:

Hráefni:

Skare Striploin frá Nettó

50 g íslenskt smjör til steikingar

Krydd:

Sjávarsalt

Svartur pipar

Best á nautið

Ferskt Rósmarín

Hugmyndir að meðlæti: Piparsósa, bakaðar kartöflur og ofnbakað rótargrænmeti.

Aðferð:

Kryddið kjötið með svörtum pipar, sjávarsalti og best á nautið. Bræðið íslenskt smjör á pönnu og brúnið kjötið í stutta stund. Setjið ferskt rósmarín með á pönnuna.

Færið kjötið yfir í eldfast mót og hellið vökvanum af pönnunni yfir.

Eldið kjötið þar til kjarnhitamælir sýnir 55 - 60°C. Þeir sem vilja meira eldað geta fylgt þessum leiðbeiningum:

Nautakjöt rare = 55-60°C.

Nautakjöt medium = 60-65°C.

Nautakjöt well done = 65-68°C.

Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en þið berið það fram.

Ég vona að steikin smakkist vel.

@ALAVIS.IS
February 13, 2019

Valentínusardagur í Dúka

Í tilefni Valentínusardagsins á morgun verða allar uppáhalds vörurnar mínar á 15% afslætti út morgundaginn í Dúka Smáralind. Á Valentínusarborðinu má meðal annars finna design letters bollana, lukkutröllið Miss Kiss sem er ballerínan á borðinu og Onyx flame með svarta og hvíta hárið. Súkkulaði með rómantískum setningum, Kay Bojesen apann, sebrahestinn, söngfulinn og ástarfuglana svo eitthvað sé nefnt.

Á borðinu má einnig finna vörur frá Iittala og Kartell.

Poppið með kaffibragðinu er ótrúlega gott! Það er hægt að smakka allar tegundirnar á afgreiðsluborðinu.

Vörurnar sem ég valdi eru fallegar gjafir bæði á Valentínusardaginn og Konudaginn þann 24. febrúar.

Þessi lampi er svo ótrúlega fallegur!

Súkkulaði og blóm er alltaf klassísk gjöf á Valentínusardaginn!

Ég mæli með að kíkja í Dúka Smáralind og nýta afsláttinn :)

Load more posts
January 27, 2019

Snjór í lofti & nýir skór!

Ég verð að viðurkenna að það eru svolítið mikil viðbrigði að vera komin heim í þennan snjó og kulda. Það eru auðvitað kostir og gallar við allt en ég er bara ánægð með þennan mikla snjó. Núna er allavega hægt að fara á skíði.

Ég fór í Steinar Waage í Kringlunni fyrr í vikunni og fann mér nýja skó frá merkinu Vagabond. Skórnir eru úr ekta leðri með grófum botni og henta vel dagsdaglega. Þó svo að skórnir séu með nokkuð háum hæl þá eru þeir virkilega þægilegir. Þeir komu eiginlega skemmtilega á óvart en ég valdi þá einungis vegna þess að mér fannst þeir svo fallegir en ég vissi reyndar líka að Vagabond framleiðir hágæða vörur. Þegar ég fór að ganga í skónum fann ég hversu mjúkir þeir voru og ekki skemmir fyrir hvað botninn á þeim er grófur. Þetta er svona eins og að vera á vetrardekkjum! :)

Ef þið eruð að leita að góðum og fallegum skóm þá er mikið úrval í Steinari Waage Kringlunni og Smáralind.

January 20, 2019

Í garðinum

Ég elska að taka myndir í útlöndum þó svo ég hafi gert óvenju lítið af því í þessari ferð. Þar sem ég hef aðallega legið í afslöppun við sundlaugarbakkann og leikið við Ísabellu í barnaklúbbnum. Já og ekki má gleyma barnadiskótekunum á kvöldin. Hótelið sem við erum á er algjört æði. Ég get ekki dásamað það nógu mikið. Það er svo flott dagskrá hérna dag eftir dag og mikið lagt upp úr því að skemmta börnunum!

Það er svo fallegt að taka myndir í hótelgarðinum.

Ég borða vanalega ekki ís heima á Íslandi en þegar ég er á sólarströnd þá finnst mér ís óvenju góður!

Það er bara einfaldlega betri ís hérna heldur en heima. Þessi ísbúð er beint fyrir utan hótelið..

Það er ekki annað hægt en að brosa á svona góðviðris dögum!

Hasta luego! :)

January 19, 2019

Göngutúr meðfram strandlengjunni

Ég fór í góðan göngutúr meðfram strandlengjunni um daginn og tók nokkrar myndir af umhverfinu í leiðinni. Staðurinn á efstu myndinni heitir Papagayo Beach Club og er á amerísku ströndinni. Það er sérstaklega kósý að horfa á sólsetrið þarna á kvöldin.

Fallegasta svæðið hérna á Tenerife að mínu mati er svæðið í kringum Playa del Duque. Þar eru einnig góðir veitingastaðir og gaman að horfa á mannlífið á daginn og kvöldin.

Playa del Duque.

Veitingastaðurinn hægra megin við mig á myndinni heitir La Hacienda. Hann er mexíkóskur og ég get alveg mælt með honum. Hann er við hliðina á El Duque kastalanum.

Það styttist í heimför en ég frétti að það væri búið að snjóa töluvert mikið. Ég hlakka til að komast á skíði. Vonandi eruð þið að njóta helgarinnar. Þangað til næst..

January 12, 2019

Costa Adeje

Í dag er fjórði dagurinn okkar að byrja hérna á Tenerife. Ég er búin að koma svo oft hingað að ég man ekki einu sinni lengur í hvaða skipti þetta er. Ég elska Tenerife. Hér er allt til alls þegar fólk er með litla prakkara. Að vera hér er góð tilbreyting frá kuldanum þó svo að Ísland sé alltaf langbest! Við erum sem sagt á hóteli sem heitir Iberostar Anthelia og er staðsett við ströndina á Costa Adeje. Þetta hótel er yndislegt í alla staði og sérstakleg barnvænt. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum frá fyrstu dögunum okkar hérna í sólinni.

Fallega Ísabella mín að njóta sín í sólinni..

Fimleika stelpa..

Alltaf stuð hjá henni!

Í dag er nóg um að vera. Fyrst er það auðvitað góði morgunmaturinn hérna á hótelinu, næst ætlum við að kíkja á markað sem er á laugardögum hérna í Adeje. Á óskalistanum eftir það er sólbað við sundlaugarbakkann, taka myndir fyrir bloggið og borða góðan kvöldmat. Ég er svo að vonast eftir einhverju góðu show-i hérna á hótelinu í kvöld. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Ég vona að þið eigið góða helgi!

January 1, 2019

Gleðilegt nýtt ár

Í dag langaði mig að deila með ykkur nokkrum myndum frá gamlársdeginum okkar. Hann var ótrúlega skemmtilegur í alla staði og maturinn svo góður! Ég er mjög spennt fyrir 2019 og komandi ævintýrum.

Litli gleðigjafinn minn sem verður 5. ára eftir rúmlega 3 mánuði <3

Fallega gullið mitt á síðasta degi ársins.

Ég og mamma..

Ísabella var svona spennt fyrir flugeldunum!

Áramótaborðið..

Sæta mín..

Áramótahárið..

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á því gamla! <3

December 21, 2018

Lagt á borð með Bast

Í dag langaði mig að sýna ykkur nokkrar vörur úr versluninni Bast í Kringlunni. Verslunin býður upp á fallegar vörur fyrir heimilið frá heimsþekktum framleiðendum. Í Bast er mikið úrval af glæsilegum borðbúnaði frá Bitz en ég valdi mér þessa ljósgráu diska og skálar í stíl. Bitz er hannað af hinum danska Christian Bitz.

Borðbúnaðurinn frá Bitz er sérstaklega vinsæll þessa dagana en mér finnst fallegt að blanda saman grófu matarstelli á móti fínlegum hlutum. Borðbúnaðurinn má fara í uppþvottavél sem og bakara- og örbylgjuofn en þó ekki hærra en 220°C.

Kristalsglösin eru einnig úr versluninni Bast og eru alveg gullfalleg!

Þessi fallega vatnskanna frá Nuance er úr ryðfríu stáli og heldur vatninu ísköldu. Hún er með sigti fyrir klaka sem er sérstaklega þægilegt. Roots kertastjakinn frá Morsö er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér enda einstaklega jólalegur!

Könnuna og stjakann má einnig finna í Bast í Kringlunni.

Ég vona að þið eigið góðan dag..

December 20, 2018

Jólagjafaleikur nr. 2

Fyrir stuttu síðan sagði ég ykkur frá krullujárni sem ég er svo hrifin af & heitir CREATIVE CURL WAND. Krullujárnið er frá merkinu GHD & er með þeim bestu á markaðnum í dag. Járnið gefur hárinu fallega, mjúka liði en mér finnst fallegast að greiða létt í gegnum krullurnar í lokin til þess að hafa þær náttúrulegri. Helsti kosturinn við krullujárnið er sá að það þarf aðeins að halda hverjum lokk í 8. sekúndur. Járnið fer upp í ákveðið hitastig & skemmir ekki hárið eins & mörg járn gera. Tækið slekkur sjálfkrafa á sér eftir 30 mínútur ef það hefur ekki verið hreyft.

Í dag ætla ég að gefa uppáhalds krullujárnið mitt frá GHD og frábærar hárvörur frá Sebastian. Í pakkanum er meðal annars sjampó, næring og mótunarvörur. Einnig leynist Dark Oil með í pakkanum sem gerir hárið silkimjúkt og glansandi. Olían endurnýjar hárið að utan með silkimjúkri áferð og fyllingu. Svo er lyktin af henni unaðsleg!

Gjafaleikurinn fer fram á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.

➺ https://www.facebook.com/alavis.is/

➺ https://www.instagram.com/alavis.is/

Ég vona að þið eigið góða helgi.

December 13, 2018

Jólagjafaleikur

Í dag er ég mjög spennt að gefa fyrstu jólagjöfina í samstarfi við Inglot Iceland. En ég ætla að gefa þessa gullfallegu Makeuptösku sem inniheldur allskonar glæsilegar snyrtivörur fyrir jólin. Í töskunni leynast einnig vörur sem Jennifer Lopez hannaði með Inglot.

Pigmentin frá Inglot eru ótrúlega falleg og fullkomin yfir hátíðirnar.

Jólagjafaleikurinn fer fram á Facebooksíðu Alavis.is. Hægt er að taka þátt með því að smella HÉR. Ég dreg svo út vinningshafa á sunnudaginn.

Eigið góða helgi.

December 11, 2018

Stelpuboð

Á laugardaginn hélt ég smá stelpuboð hérna heima sem var ótrúlega skemmtilegt og góð tilbreyting. Ég er að hugsa um að gera þetta oftar enda finnst mér fátt skemmtilegra en að halda veislur. Ég var með súpu, tapasrétti og kökur frá Sætum Syndum í eftirrétt handa stelpunum.

Allar stelpurnar fengu ilmvatnið ARI frá Ariana Grande en ilmurinn er sérstaklega góður og pínu sætur. Ilmvatnsglasið er mjög fallegt og kvenlegt.

Kökurnar frá Sætum syndum eru syndsamlega góðar og algjör listaverk! Kakan til vinstri er Sörukaka sem er súkkulaðikaka með sörukremi og muldum sörum á milli. Þessi kaka verður fáanleg fram að jólum. Kakan vinstra megin er Candy Cane kaka og er með fersku og léttu bragði.

Sörurnar á myndinni eru einnig fáanlegar í Sætum syndum. Þær koma 15 saman í fallegri gjafaöskju á 2.990kr. Hægt er að velja um þrjár sörutegundir í búðinni þeirra en það eru klassískar sörur, Bailey’s og svo saltkaramellu.

Ég fékk myndakassa frá selfie.is fyrir partyið sem vakti mikla lukku. Þetta er virkilega sniðugt í allar veislur og gaman að festa minningarnar á filmu. Ég valdi Klassíska Boxið sem er fallegur myndakassi smíðaður úr við. Boxið er með 16″ snertiskjá, 24mp Canon DSLR myndavél og studíó ljósi sem gerir myndirnar fullkomnar. Það er hægt að tengja Boxið við prentara sem prentar út á staðnum. Eftir leiguna fær leigutaki aðgang að öllum myndum. Þar er hægt að skoða, vista og áframsenda allar þær myndir sem teknar voru. Selfie.is vista einnig allar myndirnar í allt að tvö ár. Það sem er sérstaklega þægilegt er að strákarnir hjá Selfie stilla öllu upp fyrir mann og taka niður eftir partyið.

Það er hægt að velja um allskonar flott props inni á selfie.is síðunni sem gerir myndirnar töluvert mikið skemmtilegri. Ég mæli mikið með.

December 10, 2018

Elska - lifa - njóta

Þar sem ég er mikið fyrir skartgripi þá langaði mig að sýna ykkur fallegu nýjungarnar frá Óskaböndum. Möntruarmböndin hér að ofan eru fínleg og nýtískuleg með fallegum boðskap en einnig er hægt að fá Möntruhálsmen í stíl. Ég hef oft talað um Óskabönd hér á blogginu en mér finnst margt einstaklega fallegt frá merkinu.

Hálsfestarnar tvær sem ég er með á myndinni eru Möntrumen í stíl við armböndin og svo önnur týpa sem kallast Happy og er með orkusteinum og sterling silfri.

Hægt er að velja um Ást – viska – styrkur – vernd – lifa og njóta í Möntrumenunum. Það er skemmtilegt að safna fallegum orðum og bera um hálsinn.

Hérna sést Happy hálsfestin betur.

November 23, 2018

GLOW LIKE JLO

Um daginn var ég svo heppin að fá að prófa snyrtivörurnar sem Jennifer Lopez gerði í sam­starfi við Inglot Cos­metics. JLo hannar allt sjálf sem er sérstaklega skemmtilegt en hún hefur veitt konum innblástur í áratugi. Vörurnar eru parabenlausar og ekki prófaðar á dýrum.

Ég fékk þennan fallega kassa frá Inglot sem inniheldur fullt af fallegu make-up-i.

Í gær var ég förðuð hjá Inlgot þar sem eingöngu voru notaðar vörur frá Jennifer Lopez. Ég var virkilega ánægð með útkomuna og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Það er sko nóg til af fallegu make-up-i fyrir jólin hjá Inglot!

Í dag byrjaði Black Friday hjá Inglot og núna er 30% afsláttur af öllu inná www.inglot.is og í búðinni frá föstudegi til sunnudags.

Ég vona að þið eigið góðan dag!

November 19, 2018

Jólaundirbúningur hafinn

Þá er jólaundirbúningurinn formlega hafinn. Enda bara 11 dagar þangað til desember gengur í garð. Ég hef verið að dunda mér við að gera jólalegt inni hjá Ísabellu síðustu daga og langaði að sýna ykkur myndir af útkomunni.

Jólatréð hennar Ísabellu skreyttum við saman með öllum uppáhalds litunum hennar. Í ár bað hún um stórt jólatré og auðvitað reddaði ég því. Jólatréð sem verður frammi í stofu og allir pakkarnir fara undir fer alltaf upp 1. desember þó svo að ég sé alin upp við að setja jólatréð upp á Þorláksmessu. Ég held að tímarnir hafi bara breyst og flestir sem ég þekki eru farnir að njóta jólatrésins mun lengur. Það eru bara jólafýlupúkar sem eru ósammála því :D

Ísabella fékk nýtt rúm fyrir stuttu síðan og mig langði svo í himnasæng yfir rúmið. Ég fór að skoða það sem var í boði og fann þessa fallegu himnasæng og stjörnupúða í versluninni Dimm sem staðsett er í Ármúla 44. Himnasængin er úr mjúkum bambus viscose sem er laus við öll aukaefni.

Stjörnupúðarnir eru svo yndislega fallegir. Þeir eru einnig úr versluninni Dimm. Ég valdi glitrandi silfurlitaðan stjörnupúða og einn mattan, fölbleikan á móti. Þessir litir smellpassa við litaþemað í herberginu hennar og líka við jólatréð.

Himnasængin sem er 240cm á hæð kemur í fjórum fallegum litum og á þeim öllum hanga svona krúttleg pompomps.

November 16, 2018

Good hair day

Góðan dag! Í dag langaði mig að sýna ykkur nýtt tæki sem ég var að eignast og mun koma sér einstaklega vel fyrir desembermánuð. Keilan sem um ræðir er frá merkinu GHD og stendur fyrir good hair day! Öll járnin frá GHD eru fyrsta flokks og eru með þeim bestu á markaðnum í dag! Keilan sem ég fékk mér heitir creative wave wand og gefur allt frá fallegum krullum í náttúrulega og afslappaða liði.

Ég byrjaði á því að krulla allt hárið og tók svo efstu lokkana sem liggja ofan á og krullaði þá enn meira. Þegar allt hárið var orðið vel krullað greiddi ég létt í gegnum krullurnar til þess að fá soft liði.

Þetta er góð tilbreyting þar sem hárið mitt er alltaf svo rennislétt!

Það er nóg að halda hverjum lokk í 8 sekúndur.

Fyrir þær sem vilja eignast þessa keilu fyrir jólamánuðinn þá fæst hún á eftirtöldum stöðum:

harland.is

Sjoppan

Crinis

Korner

Topphár

Ég vona að þið eigið góða helgi.

November 11, 2018

Jóladagatal

Ég er algjört jólabarn og allt sem tengist jólunum að einhverju leyti finnst mér ótrúlega skemmtilegt. Núna styttist heldur betur í desembermánuð og ég get varla beðið. Ég fékk þetta fallega jóladagatal frá Krónunni um daginn sem inniheldur allskonar snyrtivörur. Augnskugga, varaliti, gloss og naglalökk svo eitthvað sé nefnt. Það eru allskonar snyrtivörudagatöl í boði en mesta úrvalið er þó í stærri verslunum Krónunnar. Mér fannst þetta silfurlitaða fallegast og þess vegna valdi ég það. Dagatölin eru falleg og skemmtileg gjöf fyrir dömur á öllum aldri sem nota snyrtivörur.

Ég var aðeins að breyta hérna heima fyrir jólin, enda finnst mér fátt skemmtilegra en að stílisera heimilið. Ég gerði herbergið "stelpulegra" en ég fæ mjög fljótt leið á hlutum og langar oft bara að skipta öllu út. Ég er aðeins byrjuð að jólaskreyta (reyndar svolítið síðan) og reyni að gera það svona smám saman. Ég finn að það styttist í að ég fari "all in" ef þið skiljið hvað ég meina :D

Jóladagatalið er fallegt skraut líka..

Herbergið er alveg að verða klárt. Mig langar í svona kúluljós hringinn í kringum spegilinn fyrir ofan snyrtiborðið. Þarf að athuga hvort ég finni ekki svoleiðis. Hvernig líst ykkur annars á?

November 2, 2018

Halloween

Ég veit hreinlega ekki hvor hefur meira gaman að Halloween ég eða Ísabella. Gullið mitt er búið að vera í skýjunum alla vikuna og fer beint í búning eftir leikskóla. Hún myndi helst vilja sofa í honum. Í dag er búningadagur í Plié og mín er búin að bíða ótrúlega spennt eftir því alla vikuna. Kennararnir/þjálfararnir í Plié eru líka í búningum og mér finnst svo mikil snilld hjá þeim hvað þær taka alltaf mikin þátt með börnunum. Þetta hlýtur bara að vera skemmtilegasta starf í heimi. Eftir áramót byrjar Ísabella í 1. stig ballett. Kennararnir töldu hana tilbúna í það og sögðu að hún væri svo einbeitt og dugleg. Ég er svo yfir mig stolt af henni.

Tvær fljúgandi bestu vinkonur!

Ísabella vildi endilega að ég færi í búning líka þannig að leðurblaka var tiltölulega einföld lausn!

Ég vona að þið eigið góða helgi.

October 23, 2018

Kjúklingur í villisveppasósu með stökkum beikonbitum og blaðlauk

Fyrir stuttu síðan prófaði ég að gera nýjan kjúklingarétt í sveppasósu með stökkum beikonbitum og blaðlauk. Hann smakkaðist mjög vel og þess vegna langaði mig að deila uppskriftinni með ykkur. Ég er mjög mikið fyrir smjörsteikta sveppi og beikonbragð og þess vegna datt mér í hug að það gæti verið gott að blanda þessu tvennu saman og bæta við rjóma og rjómaosti. Villisveppaosturinn gerir réttinn svo enn bragðmeiri.

Þessi réttur er fljótlegur og þægilegur. Mér finnst mjög gott að hafa ristað brauð með.

Hérna kemur uppskriftin:

➺ 1 bakki kjúklingalundir

➺ 1/2 bréf beikon

➺ 1 bakki sveppir

➺ 1/2 askja rjómaostur frá Gott í matinn

➺ 1 rjómi frá Gott í matinn

➺ 1 Villisveppaostur

➺ Íslenskt smjör til steikingar

➺ Steinselja

➺ Blaðlaukur

Krydd: 

Salt, pipar, best á kjúklinginn, sveppakraftur (1 teningur).

Aðferð:

1. Takið fram tvær pönnur (eina litla og aðra stóra).

2. Steikið kjúklinginn upp úr íslensku smjöri þar til hann er orðinn gylltur á litinn.

3. Steikið beikonið á minni pönnunni þar til það er orðið stökkt og hellið yfir kjúklinginn.

4. Hellið rjómanum yfir kjúklinginn og beikonið.

5. Setjið Villisveppaostinn og rjómaostinn út í rjómann og látið bráðna.

6. Smjörsteikið sveppina á litlu pönnunni þar til þeir eru farnir að brúnast og hellið út á stærri pönnuna.

7. Steikið blaðlaukinn á vægum hita á litlu pönnunni og bætið við smá íslensku smjöri (óþarfi að þrífa pönnuna á milli). Þegar blaðlaukurinn er orðinn mjúkur er honum bætt út á stærri pönnuna með öllum hinum hráefnunum.

8. Setjið steinselju yfir réttinn í lokin áður en þið berið hann fram. Mér finnst það gera réttinn girnilegri og svo passar hún fínt með.

Ég vona að þetta smakkist vel:)

October 18, 2018

GET IT ON. GLOW. REPEAT.

Í dag langaði mig að sýna ykkur snyrtivörurnar sem ég hef verið að nota síðustu mánuði. Ég nota alltaf All hours farðann frá YSL en hann hentar minni húð vel þar sem ég er með olíukennda húð. Ég hef alltaf svekkt mig mikið á því að vera með olíukennda húð þangað til ég spjallaði við læknir og doktor í lýðheilsuvísindum sem sagði við mig að ég kæmi til með að þakka fyrir þessa húðtegund seinna meir. Því hún vildi meina að þeir sem væru með olíukennda húð fengju miklu síður hrukkur heldur en þeir sem eru með þurra húð. Svona eftir á að hyggja meikar þetta auðvitað mikin sens og ég þarf ekki að pirra mig á þessu lengur:)

Farðinn helst vel á allan daginn þrátt fyrir olíukenndu húðina mína. Ég set stundum laust púður yfir en það er í rauninni óþarfi fyrir þær sem eru með þurra húð.

Ég hef verið að nota glow pallettuna frá Urban Decay yfir farðann sem ég er sérstaklega hrifin af. Litirnir eru þéttir og það þarf lítið í hvert skipti sem er merki um að varan sé góð.

Kinnaliturinn sem ég nota mest heitir Kiss off og er lengst uppi til vinstri. Liturinn neðst til hægri er svo mjög fallegur á kinnbeinin.

Síðasta varan sem mér finnst gera mikið fyrir makeupið er YSL Touche Éclat gullpenninn. Ég nota hann undir augun og mér finnst hann birta þau upp.

Ég vona að þið eigið góðan fimmtudag!

October 17, 2018

Auðveldari þrif með Gtech

Mér var boðið að prófa Gtech Power Floor K9 ryksugu sem er þráðlaus og vegur aðeins 2,3kg. Hún er öflugri en gamla, þunga ryksugan mín sem ég hef ávallt þurft að draga á eftir mér út um allt heimilið. Þessi gamla er barn síns tíma og verður ekki notuð héðan í frá. Nýja ryksugan er sérstaklega meðfærileg og hönnunin gerir manni kleyft að ná auðveldlega undir stóla, rúm og önnur húsgögn. Hún er knúin áfram með öflugri 22v Lithium-ion rafhlöðu sem gefur 20 mínútna vinnu á hverja hleðslu (tekur um 4 klst að fullhlaða). Ég næ að ryksuga allt heimilið á undir 20 mínútum þannig þetta hentar mér vel. Ryksugan er pokalaus og ílátið sem safnar rykinu er mjög auðvelt að taka úr vélinni og tæma. Síuna í vélinni má taka úr og skola með vatni. Það fylgir einnig auka sía með.

Eitt það besta sem ég veit er þegar allt er orðið hreint og ég get kveikt á kertum og haft það kósý.

Í samstarfi við Gtech.is og Heimkaup ætla ég að gefa 2 lesendum þráðlausa ryksugu og uppáhalds VOLUSPA kertið mitt (eins og á myndinni hér að ofan) að verðmæti 100.940kr. Ég dreg út tvo lesendur á fimmtudaginn eftir viku eða þann 25. október.

Til þess að taka þátt í leiknum þarf að fara inn á Facebooksíðu Alavis.is hér.

Ég vona að þið eigið góðan dag.

September 27, 2018

VLOG frá Ítalíuferðinni minni

Í dag langaði mig að sýna ykkur videobloggið sem ég tók úti á Ítalíu. Í ferðinni heimsótti ég Lignano, Bibione og Venice. Á næstunni mun Heimsferðir opna fyrir sölu á þennan fallega og fjölskylduvæna áfangastað sem ég heimsótti í september.

September 20, 2018

Mátun - video blogg

Í dag sýni ég ykkur 8 dress úr mismunandi verslunum í Smáralind. Í myndbrotinu klæðist ég fötum úr Vero Moda, Comma, Cortefiel og Karakter. Takk fyrir að horfa! Góða helgi..
September 13, 2018

Lignano á Ítalíu

Í sumar byrjuðu Heimsferðir að bjóða íslendingum upp á nýjan áfangastað á Ítalíu sem heitir Lignano Sabbiadoro. Ég hef komið til Mílanó og Rómar en aldrei á þessar slóðir áður. Þess vegna var ég mjög spennt að skoða og upplifa þennan nýja áfangastað Heimsferða á Ítalíu. Ég var á hóteli sem heitir Florida og er alveg við ströndina sem var mikill kostur. Lignano er sérstaklega fjölskylduvænn staður og hef ég til dæmis aldrei séð jafn mikið af leiktækjum fyrir börn á ströndinni eins og í Lignano. Það er örstutt að fara í fjölbreytta og skemmtilega afþreyingu s.s. glæsilegan vatnsrennibrautagarð, tívolí og dýragarð svo eitthvað sé nefnt. Ég er svo sannarlega búin að ákveða að fara aftur þangað út sem allra fyrst. Enda var þetta ógleymanleg ferð. Það var mikill kostur að flugið var stutt og þægilegt eða u.þ.b. 4 klst. Veitingastaðirnir í Lignano eru mjög fjölbreyttir, fínir og snyrtilegir. Ég hef alltaf verið mikið fyrir ítalskan mat og hann stóð vel fyrir sínu. Verslunargatan í Lignano er risastór með mikið af fallegum verslunum með fjölbreyttu úrvali.
STUTT FRÁ LIGNANO ER BIBIONE. ÞAR ERU ENNÞÁ FLEIRI VERSLANIR OG VEITINGASTAÐIR ÁSAMT SKEMMTILEGRI STRÖND.
Þessi fallegi staður í Lignano heitir Sabbiadoro Beach Bar & Restaurant. Hann er nánast á ströndinni og þarna er mikið líf og fjör yfir daginn.
Á verslunargötunni í Lignano er stór og flott hringekja. Sú allra flottasta sem ég hef séð. éG SKELLTI MÉR Í HANA MEÐ ÖLLUM BÖRNUNUM!! :D
Ströndin í Lignano er mjög fjölskylduvæn. Það er aðgrunnt við ströndina sem hentar vel fyrir litla fætur. Það er mikil gæsla á ströndinni og allt tandurhreint og fínt.
Eins og sést á þessari mynd er ströndin ansi löng og breið.
Ef einhver er að hugsa um að skella sér í frí til Lignano næsta sumar þá get ég svo sannarlega mælt með bæði Lignano og Bibione. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

ef einhverjar spurningar vakna þá er alltaf velkomið að senda mér línu á netfangið mitt: alavis@alavis.is

hér er hægt að lesa meira um LIGNANO OG BIBIONE og bóka ferð hjá heimsferðum.

Ég vona að þið eigið góðan dag:)
Load more posts
August 26, 2018

Italy

Á föstudaginn er ég að fara í ótrúlega skemmtilegt ævintýri. Ég er að fara til strandbæjarins Lignano á Ítalíu en þar má finna ekta ítalska stemningu og gylltar strendur. Lignano er í um 40 mínútna akstri frá Trieste með beinu flugi Heimsferða frá Íslandi. Lignano er fullominn áfangastaður fyrir pör, fjölskyldur og alla þá sem vilja njóta alls þess besta sem Ítalía hefur uppá að bjóða. Það sem einkennir Lignano er fágað andrúmsloft, slökun og falleg náttúra. Þar má að sjálfsögðu finna ekta ítalska veitingastaði, verslunargötu og kaffihús. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Í Lignano teygir breið ströndin sig marga kílómetra. Hvert hótel er með sitt strandsvæði þar sem gestir hótelsins fá sólbekki og sólhlífar úthlutað meðan á dvöl þeirra stendur. Þjónusta við gesti í Lignano er framúrskarandi þar sem heilu fjölskyldurnar vinna við að þjónusta gesti með fjölbreyttum hætti.

Fyrir yngri kynslóðina er nóg um að vera en á svæðinu og þar í kring er að finna yfir 5 ólíka skemmtigarða. Aquasplash vatnsrennibrautagarðurinn er fyrsti sinnar tegundar á ítalíu og þar við hliðina á er sædýrasafnið Gulliverlandia

Dýragarðurinn Parco Zoo Punta Verde er líka ómissandi með yfir 1.000 dýrum af 150 ólíkum uppruna frá öllum heimshornum. Í hjarta Lignano eru svo leikvæðin Parco Junior og skemmtigarðurinn Strabilia.

Í þessari ferð ætla ég að taka video blog (vlog). Ég fór og keypti M50 myndavél í Reykjavík Foto sem er sérstaklega góð til þess að taka upp video. Vélin er lítil og nett auk þess sem hún tekur upp í 4K sem er mjög mikill kostur. Ég hlakka mikið til að prófa hana úti og sýna ykkur myndir og video úr ferðinni.

Staðirnir sem ég ætla að skoða í ferðinni auk Lignano eru Bibione, Feneyjar og Gardavatnið. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með ferðinni geta skoðað Instastoryið mitt en ég ætla reyna setja inn efni á hverjum degi á meðan ég er úti.

Eins og gefur að skilja er ég orðin ótrúlega spennt að fara í þessa ferð með vinkonu minni í 10 daga. Ég hef heyrt og séð svo marga góða hluti um þetta svæði á Ítalíu þannig það verður yndislegt að upplifa þetta og sjá með eigin augum.

Mig hefur alltaf dreymt um Feneyjar og Gardavatnið. Það vill svo skemmtilega til að þetta er allt stutt frá Lignano! :) Ég hlakka til að sýna ykkur myndir úr ferðinni. Eigið góðan dag!

August 16, 2018

Mátun - Video blogg

Í dag ætla ég að sýna ykkur nokkur dress úr mismunandi verslunum Smáralindar. Í þetta skiptið klæðist ég fötum úr Vila, Zöru, H&M og Gallerí sautján. Takk fyrir að horfa!:)
August 8, 2018

Bíltúr í dýragarðinn

Á mánudaginn hringdi Camilla vinkona í mig og spurði hvort ég og Ísabella vildum kíkja með í Slakka. Ég hafði aldrei heyrt um þennan stað áður en eftir að hún lýsti staðnum fyrir mér ákvað ég að slá til. Ég sé sko aldeilis ekki eftir því. Ísabella var alveg í skýjunum eftir daginn og vildi ekki fara heim. Fór að hágráta þegar við fórum í bílinn. Hún er ennþá að tala um Slakka og öll dýrin! Enda ætlar hún að verða dýralæknir þegar hún verður stór segir hún ;)
Þessar bestu vinkonur skemmta sér alltaf vel saman nema þegar þær rífast um sama dótið.. sem vex nú fljótlega af þeim sem betur fer! :)
Barnið er dýrasjúk! Hún er aldrei hamingjusamari en þegar hún heldur á dýrum eða fær nammi! :D
Virkilega góður dagur í alla staði og Slakki kom svona skemmtilega á óvart!
August 5, 2018

Mallorca part 2

Í dag er síðasti dagurinn okkar mömmu hérna á Mallorca. Við erum búnar að hafa það virkilega notalegt hérna úti en erum alveg tilbúnar að fara heim. ég Hlakka svo mikið til að hitta fallega gullið mitt! Mikið verður það nú gott. Búin að sakna hennar ótrúlega mikið. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ég tók í ferðinni. það er sérstaklega myndvænt hérna á eyjunni enda þvílík náttúrufegurð og strendurnar gullfallegar!
Ef ég ætlaði að senda einhverjum bréf þá væri þetta póstkortið frá Mallorca!
Mamma sæta <3
Við kíktum til Palma í einn dag. Það var mjög líflegt og skemmtilegt. Fínt að versla þar líka! ÞAÐ SEM MÉR FANNST ÁHUGAVERT AÐ SKOÐA Í PALMA VAR KIRKJAN OG GÖNGUGATAN PASSEIG DEL BORN.
Þarna sátum við mamma stundum á kvöldin og spjölluðum um daginn og veginn! Virkilega kósý og nauðsynlegt að eiga quality time með mömmu sinni. Mæli með því:)

Ég kveð að sinni..
vonandi eigið þið góðan sunnudag!
July 31, 2018

Mallorca

Á sunnudaginn flugum við mamma til Mallorca og ætlum að vera hérna í sólinni í eina viku í tilefni þess að við eigum báðar afmæli í vikunni. Mamma átti afmæli í gær 30. júlí og ég í dag 31. júlí. Síðan við lentum er búið að vera svakalega heitt. Ég er algjört hitabeltisdýr þannig þetta hentar mér vel en mömmu finnst þetta næstum því of heitt!:) Við erum búnar að skoða heilan helling á tveimur dögum. Það er einstaklega fallegt hérna á Mallorca og ég er að hugsa um að koma hingað aftur á næsta ári.
Ég er búin að fá svo margar spurningar á Instagram út í nafnið á hótelinu sem við erum á. Það heitir Senses Palmanova.
ÉG GET ALVEG MÆLT MEÐ þessu hóteli. Það er bæði FALLEGT, STUTT FRÁ STRÖNDINNI, SNYRTILEGT OG MEÐ SKEMMTILEGU STARFSFÓLKI.
Ég tók þessa mynd af mömmu í gær á afmælisdaginn hennar. Hún er orðin 58 ára takk fyrir en mér finnst hún líta út fyrir að vera 48. Hún er best allra <3
Þessi strönd er beint fyrir neðan hótelið okkar og það er ekkert leiðinlegt að horfa út á sjó þegar ég vakna á morgnana.
Það er alltaf mikil stemmning á ströndinni. Mikið mannlíf og fallegir bátar út um allt. Já og ég tala nú ekki um fallegu snekkjurnar!
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Núna er ég farin að njóta afmælisdagsins! 
Þeir sem vilja fylgjast með ferðinni geta skoðað Instastoryið mitt. 
Hafið það gott.. þangað til næst!:)
July 18, 2018

Stelpuboð

Í gær hélt ég smá afmælisveislu hérna heima þar sem ég verð á Mallorca á sjálfan afmælisdaginn minn 31. júlí. Það eru kostir og gallar við að eiga afmæli í júlí. Einn aðal kosturinn er auðvitað sá að það er oftast gott veður. Gallinn er sá að það eru svo fáir heima á þessum árstíma. Margir í sumarfríi erlendis eða úti á landi. Ég var allavega ánægð með daginn og alltaf gaman að gera sér dagamun. Ég bauð stelpunum upp á mexíkóska kjúklingasúpu með nachos, mozzarella osti og sýrðum rjóma. Í eftirrétt voru kökur frá Sætum syndum sem smökkuðust einstaklega vel eins og alltaf. Ég er rosalega hrifin af smjörkremi og þessi kaka hér að ofan var með sérstaklega góðu smjörkremi og karamellufyllingu!! Sætar Syndir er stærsta fyrirtækið á landinu í sérskreyttum kökum og eru einnig með kökubúð í Hlíðasmára 19 sem er ávallt full af kræsingum.
Diskarnir, servíetturnar, blöðrurnar og rörin eru frá vefversluninni Pippu sem býður upp á skemmtilegar og vandaðar veisluvörur fyrir selskap af hverju tagi. Pippa býður einnig upp á skreytingaþjónustu sem getur komið sér afar vel fyrir t.d. brúðkaup & fermingarveislur.
Mér finnst þessi rör mega sæt!!
Fötin mín eru frá Júník en ég féll alveg fyrir þessari samfellu og tók hana bæði í ferskjulit og eldrauðu. Buxurnar eru mjög þægilegar úr svona glansandi satín efni.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. 

Vonandi eigið þið góðan miðvikudag!:)
July 3, 2018

Gjafaleikur

Það er virkilega gaman að segja frá því að Dúka er að opna nýja og stórglæsilega gjafavöru- og lífsstílsverslun í Smáralind þann 5 júlí næstkomandi. Það verður stórskemmtilegt opnunarpartýi á fimmtudaginn frá kl. 16:30 - 21:00 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, tónlist og gleði. Einnig verður 20% afsláttur af öllum vörum í opnunarpartýinu + veglegir afslættir af völdum vörum út sunnudaginn (6-9 júlí). 

Fyrstu 200 viðskiptavinir Dúka (Smáralind) fá Omaggio glervasa að auki.
Mig var lengi vel búið að langa í chrome lampann frá Kartell og var búin að vera með augastað á honum í töluverðan tíma. Ég var með samskonar lampa í svörtum lit en var alltaf aðeins hrifnari af chrome litnum. Þessi skín klárlega skærar. Í dúka verður nú hægt að finna Kartell búð í búð (shop in shop) & stóraukið vöruúrval á barnagjöfum.
Í gær fékk ég að kíkja við í nýju Dúka versluninni í Smáralind og ég held það sé alveg óhætt að segja að þessi verslun verður sú allra flottasta fyrir heimilið.
Ég er svo heilluð af þessum lömpum!!
Ég er dolfallin yfir þessum stólum.. mig langar svo ótrúlega mikið í þá!! Mér finnst mottan líka koma mjög vel út með þessu setti.
Hversu fallegir!!
Væri líka alveg til í þessa náttlampa!!

Í tilefni þess að Dúka er að opna nýja stórglæsilega verslun ætla ég í samstarfi við þau að gefa heppnum lesanda chrome lampa frá Kartell að verðmæti 52.900 kr

Til þess að taka þátt í leiknum þarf að gera eftirfarandi:

➺ Líka við alavis.is á instagram ➺ HÉR

➺ LÍKA VIÐ Dúka á Facebook ➺ Hér

➺ Merkja einn vin sem hefur áhuga á fallegri hönnun ➺ Hér

Ég dreg út vinningshafa á sunnudaginn eða þann 8. júlí næstkomandi.

July 1, 2018

Ljúffeng skúffukaka

Í dag langaði mig að deila uppskriftinni af uppáhalds Skúffukökunni minni eins og ég geri hana ávallt. Ég er meira fyrir krem á kökur heldur en glassúr og þess vegna er þessi Skúffukaka með ljósu súkkulaðikremi.

Allt sem þarf:

300 g íslenskt smjör

8 dl spelt hveiti

4 msk kakó

4 tsk lyftiduft

4 egg

4 dl sykur

2 dl nýmjólk

5 tsk vanilludropar

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°C - blástur.

2. Hrærið eggin og sykurinn saman í nokkrar mínútur.

3. Bræðið smjörið á miðlungs hita og setjið til hliðar.

4. Næst er hveiti, kakói og lyftidufti bætt saman við eggjablönduna.

5. Hrærið allt vel saman og bætið svo smjörinu, mjólkinni og vanilludropunum út í.

6. Smyrjið ofnskúffu með smjöri og hellið deiginu jafnt yfir.

7. Bakið í 20 mínútur.

Krem:

400 gr mjúkt, íslenskt smjör

400 gr. flórsykur

3 plötur suðusúkkulaði 

3 egg, 

4 tsk vanilludropar

Aðferð:

Smjör, flórsykur og egg þeytt saman. Súkkulaði brætt yfir gufu og hellt út í, eftir að það hefur kólnað aðeins.

Smyrjið kreminu á kökuna og stráið kókosmjöli yfir.

Það er ekkert verra að bera Skúffukökuna fram með þeyttum rjóma:)

Ég vona að kakan bragðist ljómandi vel.
June 30, 2018

Óskabönd

Ég verð nú að segja að ég er ekki alveg nógu ánægð með þessa rigningu dag eftir dag á þessu annars ágæta landi. Ég var að fara í gegnum myndirnar frá Tenerife síðan í maí og það liggur við að ég panti aðra sólarlandaferð ef þessi rigning heldur áfram. Ef júní, júlí og ágúst eru ekki góðir á þessu ÍS-landi þá fer ég að huga að flutningum! Vandamálið er bara að ég vil alltaf koma heim aftur þegar ég hef dvalið erlendis í "of" langan tíma og ég hreinlega skil ekki af hverju þegar það rignir bara og rignir! Ég ætla samt ekki að röfla meira um veðrið! þurfti bara að fá smá útrás!:)
Í dag langaði mig að sýna ykkur sumarlega nýjung frá Óskaböndum sem ég fékk áður en ég fór í sumarfríið til Tenerife. Ég á orðið nokkrar hálsfestar frá Ósk og nota þær mjög mikið bæði hversdags og við fínni tilefni. Skartið frá Óskaböndum er handgert og mér finnst það allt ótrúlega fallegt.
ÉG VONA SVO INNILEGA AÐ SÓLIN FARI NÚ AÐ LÁTA SJÁ SIG HJÁ OKKUR Á KLAKANUM!
Ég vona að þið eigið góðan dag!
June 13, 2018

Gulrótarkaka með rjómaostakremi

Í gær gerði ég þessa Gulrótarköku með rjómaostakremi og sítrónukeim. Ég hef alltaf verið hrifin af Gulrótarkökum og þessi uppskrift klikkar seint!

Hér er allt sem þarf:

300 g hveiti

2 tsk matarsódi

3 tsk kanill

1/2 tsk salt

3 egg

350 g sykur

150 ml nýmjólk

2 tsk vanilludropar

2 bollar rifnar gulrætur

1 dós ananaskurl (lítil dós)

150 g kókosmjöl

100 g brytjað suðusúkkulaði

Aðferð:

1. Þeytið egg og sykur vel saman.

2. Bætið mjólk og vanilludropum saman við.

3. Hveiti, matarsódi, kanill og salt kemur næst út í skálina.

4. Kókosmjöl, gulrætur og ananas kemur síðast ásamt súkkulaðinu.

5. Smyrjið form og bakið við 180°C í 45 mínútur. Látið botninn kólna. Skerið hann í tvennt (einnig hægt að nota tvö minni mót) og smyrjið kremi á milli (best að láta botninn kólna alveg, annars lekur kremið af stað). Setjið því næst krem yfir alla kökuna.

Krem:

500 g rjómaostur frá Gott í matinn

500 g flórsykur

2 msk mjúkt íslenskt smjör

1 msk rjómi

1 tsk sítrónusafi

2-3 tsk vanilludropar

Allt hrært vel saman og smurt á kökuna þegar hún hefur kólnað. Ef kremið er of lint er hægt að bæta við smá flórsykri.

Kökuna skreytti ég með: heslihnetum, valhnetum og kókosflögum.

Ég vona að kakan smakkist vel! Eigið góðan miðvikudag..

June 1, 2018

Myndir frá Tene

Ég tók alveg slatta af myndum úti á Tenerife og þar á meðal af Ísabellu minni. Ég hef ekki ennþá haft tíma til þess að fara í gegnum allar myndirnar en vonandi næ ég að klára það um helgina. Annars er nóg um að vera á morgun og á sunnudaginn. Ballettæfing, ferð í Húsdýragarðinn og 1. árs afmæli hjá einum litlum krúttprins.
Þessi kerra var mikið notuð í ferðinni en hún hentar sérstaklega vel fyrir eldri börn eða alveg upp í 25 kg. Kerran sem Ísabella átti síðast var orðin allt of lítil fyrir hana þannig ég fór að hugsa hvort hún væri orðin of stór fyrir kerru. Það var ekki tilfellið heldur þurfti hún bara öðruvísi kerru. Ég gæti ekki verið ánægðari með nýju kerruna sem er einstaklega lipur. Eftir að hafa prófað hana verður erfitt að finna einhverja betri, ef það er þá hægt! Kerran er aðeins 9.9kg og það er hægt að læsa framhjólinu sem getur komið sér einstaklega vel. Einn stór plús við kerruna er bremsan á handfanginu. Mér finnst þvílíkur munur að hafa handbremsu þegar ég fer niður brekku svo ég þurfi ekki að halda við kerruna með öllu afli. Ég skil ekki hvers vegna allar kerrur eru ekki með handbremsu. Annar stór plús við kerruna er skyggnið sem leggst nánast alveg niður og veitir góða vörn fyrir sólinni. Það er eitthvað sem ætti líka að vera hægt á öllum kerrum en ekki hálfa leið. Enda ekkert sérstaklega þægilegt fyrir börn að vera sofandi með sterka sól í augun.

Kerran fæst í Ólavíu og Oliver og heitir Book cross.
ÍSABELLA SKEMMTI SÉR MJÖG VEL Í FERÐINNI OG EIGNAÐIST NÝJA VINKONU FRÁ HOLLANDI. ÞÆR REDDUÐU SÉR ALVEG Á ENSKU SEM VAR VIRKILEGA KRÚTTLEGT AÐ FYLGJAST MEÐ.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Vonandi verður helgin ykkar góð!
May 21, 2018

Sumarið á Tenerife - Gjafaleikur

Núna er þessi tveggja vikna sólarlandaferð á enda og við komin aftur heim til Íslands. Í dag langaði mig að deila nokkrum myndum frá því um helgina en við tókum þær við hliðina á kastalanum á Playa del Duque ströndinni.
My beauty!! <3
Áður en ég fór út til Tenerife fékk ég þessar fallegu perlur frá Majorica að gjöf en þær fást í versluninni Úr & Gull í Hafnarfirði og verslunum Meba (Kringlunni og Smáralind). Mér finnst perlur alltaf gera mann svo fínan en Majorica perlur eru eins og nafnið gefur til kynna spænskar og framleiddar á eyjunni Mallorca. Þær hafa verið leiðandi vara á spænska perlu- og skartgripamarkaðnum um árabil. Majorica perlur eru einstaklega sparilegar og tilvalið brúðarskart.
Ég fékk einnig nýja sumarilminn frá BonBon að gjöf fyrir ferðina en ég notaði hann daglega á meðan ég var úti. Ég er rosalega picky þegar kemur að ilmvötnum og hef í mörg ár einungis notað tvö ilmvötn til skiptanna. Ég get með sanni sagt að þessi ilmur frá BonBon er ótrúlega góður og eflaust margir sem eru sammála mér þar.
Besti félagsskapurinn!! <3
Majorica hálsfestin var mikið notuð í ferðinni!
Í samstarfi við Meba og Terma ætla ég að gleðja tvo lesendur og gefa sitthvort settið af Majorica skarti eins og ég er með á myndunum hér að ofan (hálsfesti, armband & eyrnalokkar). í báðum pökkunum leynist einnig dásamlegur sumarilmur frá Bonbon. Vinningshafar verða dregnir út næstu helgi og tilkynni ég nöfn þeirra hér á blogginu.

Leikurinn fer fram á Facebooksíðu Alavis.is

Uppfært: Ég er búin að draga út vinningshafa í leiknum og þær heppnu að þessu sinni eru Ester Ýr Jónsdóttir og Margrét Jónsdóttir. Innilega til hamingju. Þið fáið send skilaboð frá mér.
May 17, 2018

Við erum á Tenerife

Ég ákvað að skella í eina stutta bloggfærslu héðan frá Tenerife. Þetta er þriðja árið í röð sem ég fer til Tenerife í maí og mér finnst frábært að fara á þessum tíma árs til þess að lengja sumarið heima á Íslandi. Það jafnast samt ekkert á við gott íslenskt sumar!! Við erum búin að vera heppin með veður og þá sérstaklega þessa vikuna.
Ísabella er að skemmta sér mjög vel hérna úti og vil helst vera í sundlauginni allan sólarhringinn. Hótelið sem við erum á heitir Iberostar Anthelia og er staðsett á Adeje. Þetta er klárlega besta hótelið sem ég hef prófað á eyjunni og einstaklega vel staðsett. Á hverjum degi er skemmtileg dagskrá fyrir börnin og á kvöldin er diskó fyrir þau. Eftir barnaskemmtunina byrjar svo mismunandi show fyrir fullorðna fólkið!
Hótelgarðurinn er ótrúlega fallegur og er alveg upp við Playa del Duque ströndina.
Þessi barnasundlaug er inni í garðinum þar sem barnaklúbburinn er.
Gullið mitt!
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Geri aðra bloggfærslu þegar ég hef meiri tíma:) Ég vona að þið eigið góðan fimmtudag!
April 24, 2018

Sætar kartöflur með kjúkling, sveppum, lauk og stökku beikoni

Hér er allt sem þarf - Fyrir fjóra

2 sætar kartöflur

Kjúklingabringur (smátt skornar)

1 pakki sveppir

2 laukar

1 bréf beikon

1 dl rjómi

1 poki Pizzaostur frá Gott í matinn

Fetakubbur ókryddaður frá Gott í matinn

Íslenskt smjör til steikingar

Sjávarsalt + pipar

1. Byrjið á því að stilla ofninn á 200°C – blástur.

2. Skerið sætu kartöflurnar í tvennt þannig þær séu ílangar.

3. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og leggið kartöflurnar niður (hýðið upp).

4. Penslið sætu kartöflurnar með olífuolíu og stráið sjávarsalti yfir.

5. Setjið þær inn í ofn í 50. mínútur á meðan fyllingin er útbúin.

6. Skerið kjúklinginn í passlega stóra bita og steikið þar til hann hefur brúnast.

7. Skerið beikonið smátt og bætið saman við kjúklinginn.

8. Setjið saxaða sveppi og lauk út á pönnuna í lokin.

9. Kryddið til með salti + pipar.

10. Hellið 1 dl af rjóma út á fyllinguna.

11. Takið sætu kartöflurnar út úr ofninum og snúið þeim við.

12. Skafið innan úr sætu kartöflunum og setjið út í fyllinguna á pönnunni. Passið að skilja smá eftir í köntunum til þess að kartaflan rifni ekki og fyllingin leki ekki út fyrir.

13. Setjið núna fyllinguna ofan í hýðið og stráið muldum fetakubbi og pizzaosti yfir allt saman.

14. Bakið þetta áfram í ofninum þar til osturinn er orðinn fallega gylltur.

Fyrir matinn gerði ég beikonvafðar döðlur með rjómaosti. Það klikkar aldrei og seðjar mesta hungrið á meðan beðið er eftir matnum.
Ég mæli mikið með því að prófa! Eina sem þarf að gera er að vefja döðlunum inn í beikon og setja smá rjómaost á milli. Þetta er svo sett inn í ofn þar til beikonið er orðið stökkt. Tilvalið í matarboð og allskonar veislur!
Svörtu diskarnir eru dásamlega fallegir en ég fékk þá að gjöf frá Iittala. Glösin, hnífapörin og blómavasinn eru einnig frá sama merki.

Ég vona að þetta smakkist vel:)
April 10, 2018

4 ára afmælisveisla - part 2

Í framhaldi af fyrri bloggfærslunni koma hérna nokkrar fleiri myndir úr afmælisveislunni..
Elska hjartað mitt..
Bestu vinkonur..
Afmæliskakan var frá Sætum Syndum enda fallegustu kökur á landinu! Ég er alltaf jafn ánægð með allt sem kemur frá þeim. Kökurnar eru fallegar að innan sem utan! Ég bað um að efri hlutinn á kökunni yrði með svona marmaraáferð og fékk akkurat það sem ég vildi. Mig langaði einnig í einhver öðruvísi blóm og það hefur örugglega ekkert verið neitt auðvelt að framkvæma þessar óskir mínar. En þeim tókst það svona snilldarlega! Enda algjörir snillingar á ferð.

Hér er hægt að skoða allar kökurnar sem eru í boði hjá Sætum Syndum.
Skreytingin á barnaborðinu..
Ein ánægð að bíða eftir gestunum..
Kátir krakkar..
Bollakökurnar voru einnig frá Sætum syndum! Þær voru með Vanillubotnum og smjörkremi.. ég er alveg sjúk í þessa samsetningu!
Þemað í afmælinu var Elena of Avalor. Við vorum með Elenu köku og Isabel systir hennar. Einnig var fánalengjan, boðskortið og kökutopparnir með myndum af Elenu. Ásamt límmiðunum á flöskunum. Litlaprent prentuðu allt út fyrir mig.
Vinkonuknús..
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Ég vona að þið hafið fengið einhverjar hugmyndir að skreytingum og veitingum! 

Eigið ljómandi góðan dag ;*
April 9, 2018

4 ára afmælisveisla - part 1

Í gær héldum við upp á 4. ára afmælið hennar Ísabellu. Veislan var hérna heima og það var ótrúlega mikið fjör! Ísabella sagði að þetta hefði verið besta afmælisveisla í öllum heiminum og þá er ég sátt! Það var bjart og fallegt veður á sunnudaginn og dagurinn var frábær í alla staði.
Í afmælisveislunni voru pizzur, mini hamborgarar og auðvitað sætar kökur:)
Pizzurnar frá Italiano pizzeria klikka aldrei! Ég fer reglulega þangað með Ísabellu og það er svo þægilegt andrúmsloft á staðnum. þar er einnig barnahorn sem mér finnst algjör nauðsyn á veitingastöðum! Ég panta mér oftast Parma pizzu og mæli mikið með henni! Þær eru samt allar bragðgóðar.
Á boðstólnum voru einnig mini hamborgarar frÁ AMERICAN STYLE. Það er hægt að velja um mismunandi bakka sem mér finnst tilvalið í veislur. Þeir voru einstaklega ljúffengir! HÉR ER HÆGT AÐ FINNA ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VERÐ, MAGN OG FLEIRA.
Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin og þar sem Ísabella elskar andlitsmálningu þá fann ég Andlitsmálun Ingunnar á Facebook. Vá hvað ég er ánægð að hafa fengið hana en þetta vakti mikla lukku hjá börnunum og þeim fannst þetta mikið sport!
Eins og sést á myndunum er Ingunn sérstaklega listræn og hún skapaði hvert listaverkið á fætur öðru! Ég ætla klárlega að hafa þetta fastan lið á hverju ári héðan í frá vegna þess að Þetta var mikil upplifun fyrir börnin.

Andlitsmálun Ingunnar sér um andlitsmálun við öll tækifæri. Afmæli, hátíðir, veislur, partý, götugrill, gæsanir/steggjanir og hinar ýmsu uppákomur.

Það er mjög auðvelt að ná málningunni af með kókosolíu og bómull. Það þarf ekkert að nudda heldur rennur hún af um leið:)
Einn sáttur Spiderman!!
Fallega afmælisstelpan mín <3
þykir svolítið mikið vænt um þessar vinkonur!

Það voru svo margar myndir úr afmælinu að ég ætla að gera smá framhald hér að ofan..
April 5, 2018

4 ára afmælismyndataka

Fyrir páska tók ég nokkrar 4. ára myndir af Ísabellu minni þar sem hún á afmæli þann 13. apríl næstkomandi. Við ætlum að halda afmælisveislu á sunnudaginn og mín er nú aldeilis spennt fyrir því:)
Gullið mitt.. ORÐIN SVO STÓR <3
ELSKA ÞIG ENDALAUST <3
ÞAÐ ER ORÐINN FASTUR LIÐUR AÐ GERA MYNDATÖKU Á HVERJU ÁRI FYRIR AFMÆLISDAGINN EN MÉR FINNST SVO GAMAN AÐ BERA MYNDIRNAR SAMAN OG SJÁ HVAÐ ÍSABELLA HEFUR STÆKKAÐ MIKIÐ Á EINU ÁRI.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Þeir sem vilja fylgjast með undirbúningnum fyrir afmælið geta skoðað Instastory um helgina!:)
April 4, 2018

Páskafrí

Í gær komum við heim eftir frábært páskafrí á Eskifirði. Ég var búin að þrá að komast út á land í heimsókn til ömmu og afa og óskaði þess að fá gott veður til þess að komast á skíði. Ferðin byrjaði á Akureyri í Hlíðarfjalli en þar var glampandi sól og algjör skíðaparadís! Næst lá leiðin til Eskifjarðar og þá hélt góða veðrið áfram sem var þvílík heppni.
Þessar myndir voru teknar í Oddskarði á Páskadag í yndislegu veðri. Þetta var svo endurnærandi og skemmtilegt!
Ísabella mín í svaka stuði!
Ísabella og mamma í góðum gír..
Ég fékk margar fyrirspurnir á Instagram út í þessa húfu sem Ísabella var með nánast alla páskana. En húfuna fékk Ísabella að gjöf frá Camillu vinkonu minni en hún hannar dásamlega fallegar húfur og lambhúshettur fyrir börn á öllum aldri undir merkinu Krílaprjál. Húfan er ull að utan og flísfóðruð að innan. Ullin er þæfð þannig hún stingur ekki húðina eins og venjuleg ull. Húfurnar eru ótrúlega hlýjar og góðar auk þess að vera gullfallegar.
Skíðagleraugun sem ég er með á myndunum fékk ég að gjöf frá versluninni Eyesland.

Á skíðum skiptir miklu máli að umgjörðin á skíðagleraugunum loki vel og hlífi augunum fyrir birtu og mismunandi veðri. Hún þarf að sitja þétt, vera með góða loftun og best ef linsan er með móðuvörn. Teygjan þarf að vera stillanleg og gott er að hún sé með silikon að innan svo skíðagleraugun haldist vel á sínum stað. Redbull Racing skíðagleraugun hafa alla þessa eiginleika auk þess að vera með hágæða Zeiss linsu sem er snilld.!

Liturinn á linsunni hentar vel íslenskum aðstæðum og eykur skerpu á litum og útlínum í umhverfinu. Það er óhætt að segja að Redbull Racing skíðagleraugun sameini í senn töff útlit með framúrskarandi hönunnun og eiginleikum fyrir íslenskar aðstæður.
Ég sakna strax Eskifjarðar og stefni á að fara aftur þangað í sumar! :)

Ég vona að þið eigið góðan dag.
March 20, 2018

Páskaleikur

Ég ætla að gefa heppnum lesanda glæsilegt gjafabréf núna í aðdraganda páskanna á Hótel Húsafell. Það er yndislegt að vera á Húsafelli með fjölskyldu og vinum enda nóg um að vera. Hvort sem þig langar að fara í göngu- eða hjólatúr, hraun- eða íshelli, sund, golf eða bara njóta náttúrunnar þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Góður matur, drykkur, þjónusta og fallegt umhverfi skapa ógleymanlega kvöldstund á veitingastað Hótel Húsafells.

Gjafabréfið inniheldur:

➺ Deluxe herbergi í eina nótt fyrir 2

➺ Fimm rétta veislu á veitingastað hótelsins

➺ "Welcome" drykk á nýju barsvæði hótelsins

➺ Aðgang að sundlauginni

➺ Morgunverðarhlaðborð

Eina sem þarf að gera til þess að eiga möguleika á þessari glæsilegu gjöf er að: 

Fylgja Alavis.is á Instagram

Fylgja Hótel Húsafelli á Instagram.

Merkja þann sem þú vilt bjóða með þér á Instagramsíðu Alavis.is

Hægt er að auka vinningslíkur með því að merkja fleiri en einn. Því fleiri merkingar þeim mun meiri vinningslíkur.

Húsafell er nýbúið að gefa út glæsilegt gönguleiðakort með 10 merktum leiðum um náttúru Húsafells. Á kortinu má sjá lengd og erfiðleikastig gönguleiðanna sem gagnlegt er að skoða við val á gönguleið.

Í nágrenninu eru fallegustu fossar landsins. Hraunfossar!

Það er notalegt að sitja á veröndinni fyrir utan hótelið og njóta útsýnisins og hreina loftsins.

Það er alltaf gaman að fara í sund og sérstaklega slakandi að skreppa í pottinn rétt fyrir svefninn.

Væri ekki notalegt að skella sér rétt fyrir utan Reykjavík í smá frí og slökun?

Glæsilegur veitingastaður með stórkostlegu útsýni yfir fjallahringinn á Húsafelli.

Hótel Húsafell var valið einn af gististöðum „National Geographic Unique Lodges of the World“. Hótelið er það fyrsta á Norðurlöndum sem hlotnast þessi heiður en hótelin á lista National Geographic eru sögð eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á sjálfbærni, góða þjónustu við gesti og að vera umvafin stórbrotinni náttúru. Þá eiga þau það jafnframt sammerkt að vera á „einstökum stöðum í heiminum þar sem gestir geta átt ógleymanlega upplifun í faðmi náttúru og sögu staðarins.

March 14, 2018

London

Í dag langaði mig að sýna ykkur nokkrar myndir frá London. Það er sko nóg um að vera í þessari líflegu borg og iðandi mannlíf alla daga. Það er sérstaklega gaman að versla í London og veitingastaðirnir eru hver öðrum betri.
Það eru mörg skemmtileg kaffihús í London. Eitt það vinsælasta er Peggy Porschen cakes sem er svona stelpulegt kaffihús í pastel litum. Kökurnar eru ljúffengar og umhverfið notalegt. Þetta er sérstaklega sniðugt concept hjá þeim þar sem 90% af fólkinu sem heimsækir staðinn tekur mynd af sér og deilir á samfélagsmiðlum.
Framsetningin hjá Peggy Porschen er mjög flott! Allt fallega skreytt og skemmtileg stemmning. Ég væri alveg til í að hafa svona kaffihús á íslandi..
Mér fannst þessi kaka eiginlega best. Hún er fersk og góð með sítrónubragði..
Ég fékk nokkrar fyrirspurnir út í kápuna þegar ég sýndi hana á Instastory en ég keypti hana í Ted Baker í London. Ég mæli með þessari verslun fyrir þá sem eru í búðarrápi og langar í eitthvað sparilegt og kvenlegt..
Ég er búin að versla alveg slatta í ferðinni og sem betur fer er ég að fara heim í dag. Annars þyrfti ég að kaupa auka tösku nr. 2! Ég verslaði meðal annars þennan jakka, töskuna, beltið og skóna..
Ég held að ég verði að heimsækja London sem allra fyrst aftur..
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni.. núna þarf ég að drífa mig út á flugvöll og fara heim!:) Ég hlakka svo til að komast heim og knúsa gullið mitt. Það verður svo gott <3
February 12, 2018

Vatnsdeigsbollur með Nutella og hindberjarjóma

Gleðilegan bolludag!:) Ég og Ísabella bökuðum Vatnsdeigsbollur um helgina og fylltum þær með Nutella, hindberjarjóma og hindberjasultu. Ofan á var brætt súkkulaði hrært saman við Hlynsýróp og rjóma. Þær smökkuðust ótrúlega vel!:) Ég elska alla svona öðruvísi daga, hvort sem það er bolludagur, Sprengidagur eða Öskudagur.

Hér er allt sem þarf fyrir 9 meðalstórar bollur:

2 dl vatn

100 g íslenskt smjör

2 dl hveiti

2 egg

1/2 tsk salt

Aðferð:

➺ Stillið ofninn á 180°C - blástur.

➺ Sjóðið vatn og smjör saman í potti uns smjörið hefur bráðnað.

➺ Takið pottinn af hellunni og bætið hveiti og salti saman við.

➺ Hrærið deigið vel saman með sleif þar til það er orðið að kúlu.

➺ Setjið deigið í hrærivélina á lítinn hraða í stutta stund þannig það kólni aðeins og það er hætt að rjúka úr því.

➺ Setjið eggin í litla skál og pískið þau saman með gafli áður en þið hellið þeim saman við deigið (lítið í einu).

➺ Setjið smjörpappír á plötu og mótið bollur. Það er annað hvort hægt að sprauta þeim á, búa til kúlur eða nota skeiðar. Ég og Ísabella gerðum kúlur af því það er mesta stuðið!:)

➺ Bakið bollurnar í 25. mínútur, takið þær úr ofninum og látið kólna vel áður en þær eru skornar í tvennt og fylltar.

Fyllingin sem við notuðum var:

Nutella, hindberjarjómi og hindberjasulta.

Hindberjarjómi:

➺ 1 peli rjómi

➺ Fersk hindber

➺ 4 msk flórsykur

Aðferð:

Kremjið hindberin vel með gafli og setjið saman við þeyttan rjóman ásamt flórsykrinum.

Ofan á var: 

➺ 200 g súkkulaði

➺ 3 msk rjómi

➺ 2 msk hlynsýróp

Bræðið allt saman í potti á miðlungs hita og hellið yfir lokin á bollunum.

Bakið bollurnar í 25. mínútur á 180°C - blæstri.

Ég vona að þið eigið ánægjulegan Bolludag og að bollurnar smakkist vel!:)

February 4, 2018

Humarsúpa

Ég gerði þessa humarsúpu á gamlársdag og steingleymdi að setja hana hingað inn.. en betra seint en aldrei:) Hún var mjög bragðgóð og ég mæli mikið með.

1 kg Humar

Íslenskt smjör

3 laukar

Hvítlaukur

Blaðlaukur

Gulrætur

½ Steinseljubúnt (smátt saxað)

½ Kóríanderbúnt (smátt saxað)

Tómatpúrra

1-2 dl hvítvín

Rjómi

Fiskikraftur

Salt & Cayennepipar

Karrý

Skolið humarinn vel, takið hann úr skelinni og setjið til hliðar. Steikið skeljarnar upp úr íslensku smjöri og hvítlauk í u.þ.b. 10 mínútur. Bætið þá lauknum, blaðlauknum og gulrótunum út í pottinn. Næst er karrý, steinselja og kóríander sett saman við ásamt salti og cayenne-pipar. Steikið áfram í 10 mínútur. Hrærið tómatpúrrunni saman við. Hellið hvítvíninu út í pottinn. Leysið 2 teninga af fiskikrafti upp í litlum potti með 1 lítra af vatni og hellið út í stærri pottinn. Látið sjóða í 5. mínútur og hellið þá 1 lítra af rjóma út í súpuna. Látið súpuna malla á vægum hita í 1 klst. Sigtið skeljarnar og grænmetið frá í lokin og setjið humarinn út í súpuna í stutta stund. Setjið 1 msk af þeyttum rjóma ofan á miðja súpuna áður en hún er borin fram. Saltið til eftir smekk.

Ég vona að súpan smakkist vel!:)
January 18, 2018

Swarovski

Þessi vika er búin að fljúga áfram enda líður tíminn ansi hratt þegar maður er að fást við eitthvað skemmtilegt. Þessa dagana er ég að vinna að ótrúlega spennandi verkefni sem ég er yfir mig spennt fyrir og hefur verið minn draumur í nokkur ár. Það kemur svo að því að þið fáið að sjá og heyra hvað ég er að bardúsa!:)
Í dag langaði mig að sýna ykkur nýja skartið mitt sem ég var að eignast frá Swarovski. Það er ótrúlega fallegt og kvenlegt en ég hlakka til að nota það við hin ýmsu tilefni.
Á myndunum af mér er ég með armbandið lengst til vinstri. Mér finnst það henta meira dagsdaglega en hitt er svona við fínni tilefni. Hringurinn er sérstaklega fallegur en hann er einmitt í stíl við armbandið hægra megin.
Swarovski er tilvalin tækifærisgjöf við öll tilefni en það styttist t.d. óðum í Valentínusar- og Konudaginn;)
Í samstarfi við Jón & Óskar (Kringlunni, Smáralind, Laugavegi) fá lesendur mínir 15% afslátt af öllum Swarovski vörunum út 25. janúar með afsláttarkóðanum "Alavis.is". Kóðinn gildir á netinu og í öllum verslunum Jóns & Óskars.
Ég vona að þið eigið góða helgi!:)
January 1, 2018

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár!! Eru ekki allir spenntir fyrir 2018?:) Í gær gamlársdag kom fjölskyldan hingað heim í humarsúpu í hádeginu og það voru allir ótrúlega ánægðir með matinn sem betur fer. Þó ég segi sjálf frá þá var þessi humarsúpa sú allra besta sem ég hef smakkað! Ég ætla að setja uppskriftina hingað inn á næstu dögum. hér að neðan eru nokkrar myndir sem ég tók í gær..
Elsku gullið mitt var svo spennt fyrir flugeldunum og hefur aldrei vakað jafn lengi og í gær!
Eins og allir vita sem lesa bloggið þá finnst mér sérstaklega gaman að skreyta:D Ég fékk fullt af fallegu partýdóti hjá Pippu og þar á meðal voru þessar fallegu háglans blöðrur ásamt stjörnuljósinu hér að neðan og partýborðanum!
Ég fékk áramótadressið mitt í júník og kögureyrnalokkarnir eru frá black and basic.
Áramótaborðið í ár var að mestu silfur, gull, svart og hvítt.
Ég elska svona matarstúss með fjölskyldunni!
Það fengu allir áramótagrímur!!
Ég vona að 2018 eigi eftir að leika við ykkur <3 Takk fyrir samfylgdina á árinu 2017.
December 26, 2017

Jólin 2017

Desember er búinn að vera sérstaklega kósý og skemmtilegur í alla staði. ég veit fátt betra en jólamat og samverustundir með fjölskyldunni. ísabella var yfir sig spennt á aðfangadag þegar ég sagði henni að tveir jólasveinar ætluðu að kíkja í heimsókn. þeir sungu nokkur jólalög með okkur og gáfu henni pakka sem var virkilega ánægjulegt. um kvöldið borðuðum við rjúpur hérna heima sem er uppáhalds maturinn minn og í eftirrétt var ananasfrómas.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ég hef tekið í desember.
Besta jólabarnið mitt..
Jólaborðið..
Ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda hana!
Fallegust..
Svörtu matardiskarnir, hömruðu glösin og dessert skálarnar eru frá Iittala og fást meðal annars í casa.
Ég á aðfangadag..
ÉG VONA AÐ JÓLIN YKKAR HAFI VERIÐ GÓÐ OG NÚ STYTTIST Í NÝTT ÁR OG NÝJA TÍMA! <3