ALAVIS
October 12, 2019

Sagði einhver pasta!

Stökka beikonið, smjörsteiktu sveppirnir og hvítlaukurinn gerir þetta kjúklingapasta bara svo delicious!

Hérna kemur uppskriftin..

Hráefni:

1 bakki kjúklingalundir

1 bréf beikon

500g ferskt pasta ravioli m/osti og spínati frá Pastella

1 bakki sveppir

2 laukar

4 kramin hvítlauksrif

2 lúkur spínat

½ Óðals Tindur frá MS

500 ml rjómi (frá Gott í matinn)

½ Parmesanostur

Íslenskt smjör til steikingar

Aðferð:

1. Byrjið á því að steikja beikonið þar til það verður fallega brúnt á litinn. Sigtið þá beikonið frá og setjið í skál til hliðar.

2. Steikið kjúklingalundirnar upp úr 50 g af íslensku smjöri þar til eldaðar í gegn. Látið þær kólna og skerið svo í litla bita.

3. Þá er komið að því að steikja sveppina upp úr 50 g af íslensku smjöri, síðan laukinn og að lokum hvítlaukinn.

4. Blandið öllu hér að ofan vel saman.

5. Saxið spínatið mjög smátt og hellið út á pönnuna.

6. Takið fram pott og sjóðið pastað í 3 mínútur. Hellið öllu vatninu af.

7. Bræðið Tind og parmesanostinn í rjómanum í öðrum potti.

8. Setjið pastað út í sósuna og blandið öllu vel saman áður en þið berið réttinn fram.

Í október, eða Ostóber eins og MS kýs að kalla mánuðinn, er gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta fagnað. Mjólkursamsalan framleiðir úrval osta sem landsmenn þekkja vel en sumir ostanna eru minna þekktir og færri hafa smakkað. Í Ostóber hvetur MS alla til að borða sína uppáhalds osta, smakka nýja og prófa spennandi uppskriftir þar sem íslenskir ostar koma við sögu. Í uppskriftinni hér að ofan notaði ég Óðals Tind sem er einn uppáhalds osturinn minn. Hann er með mjög sérstöku bragði og er einnig æðislegur ofan á ristað brauð.

´gegÉgAdvertisement

Ég vona að þetta smakkist vel :)

Öll fersku hráefnin í þessa uppskrift fást í Nettó.

Það er gaman að segja frá því að Nettó á afmæli og er 30 ára. Þess vegna verða Afmælistilboð í Nettó alla helgina. Hér er hægt að sjá hluta af tilboðunum þeirra.

Eigið ljómandi góða helgi!

Fallega afmæliskakan mín var frá Sætum syndum. Ég valdi vanillubotna með saltkaramellu og smjörkremi. Ég er einstaklega hrifin af þessari samsetningu! Mig langaði í marmaraköku með makkarónum og var ekkert lítið glöð þegar ég sá þessa í kassanum. Hún var alveg eins og ég hafði óskað mér. Algjört listaverk hjá þeim og svo bragðgóð eins og alltaf.

October 10, 2019

Líkamsmeðferðir sem virka

Áður en ég fór til Tenerife í júlí fór ég í 4 tíma í Lipomassage Silklight meðferðina hjá The House of Beauty og 4 tíma í VelaShape. Ég hafði aldrei prófað þessar meðferðir áður en var búin að heyra vel af þeim látið. Eftir þessi 8 skipti fann ég mikin mun á húðinni. Hún varð töluvert mýkri viðkomu, stinnari og sléttari.

VelaShape er ekki meðferð sem losar þig við aukakílóin heldur samanstendur meðferðin af tækni sem stinnir húðina og vinnur vel á appelsínuhúð ásamt uppsafnaðri fitu sem neitar að fara með hefðbundnu mataræði og líkamsrækt.

Lipomassage Silklight meðferðin dregur úr bjúg, minnkar ummál og vinnur gríðarlega vel á appelsínuhúð. Lipomassage er fyrsta meðferðin til að vera samþykkt af FDA (Food and Drug Administration í USA) sem meðferð sem raunverulega vinnur á appelsínuhúð. Að auki sléttir Lipo Massage húðina og býr til svokallaða sokkabuxna áferð.

Ef þessar tvær meðferðir eru teknar samtímis sést árangur mun hraðar. Þegar þú ert svo sátt við útkomuna er nóg að viðhalda árangrinum 1 x í mánuði.

Aðrar meðferðir sem mig langar einnig að prófa hjá The House of Beauty eru:

➺ Totally Laser Lipo

Meðferðin hjálpar fitufrumunni að losa út fitu með laser. Hver tími er 20 mínútur. Ólíkt hefðbundnu fitusogi þá tekur Laser Lipo ekki fitufrumuna heldur leysir upp fituna í þeim og þar af leiðandi minnka þær. Fitan sem er leyst upp í meðferðinni losnar svo út með eðlilegum hætti í gegnum sogæðakerfi líkamans.

➺ Fitform Professional

Fitform Professional er með djúpa rafleiðni sem vinnur því sérstaklega í vöðvastyrkingu og á dýpri fitulögum. Meðferðin hjálpar til við að tóna og styrkja vöðva, örvar blóðflæði, minnkar bólgur og bjúg. Einnig eykur hún brennslu og minnkar ummál.

➺ Mystic Tan

Mystic Tan er brúnkumeðferð sem fram fer í sjálfvirkum brúnkuklefa og gefur einstaklega fallegan og jafnan lit. Hægt er að velja um mismunandi liti og að auki fylgir einn booster hverri meðferð. Boosterinn bústar upp litinn og gerir það að verkum að þú sérð litinn strax. Síðan heldur liturinn áfram að dökkna næstu 12 tímana en endanlegur litur er ekki kominn fyrr en eftir 12 tíma og eina sturtu. Liturinn endist í 3-7 daga.

Mig langar að gleðja fjóra lesendur í samstarfi við The House of Beauty og gefa:

Tvö gjafabréf sem innihalda:

➺ 2 tímar í VelaShape

➺ 2 tímar í Lipomassage Silkligth

➺ 3 tímar í Totally laser lipo

➺ 1 tími í Fitform

➺ 1 tími í Mystic tan brúnkuklefa

Tvö auka gjafabréf sem innihalda:

➺ 1 tími í Velashape

➺ 1 tími í Totally laser lipo

➺ 1 x tími í Mystic tan brúnkuklefa

Hægt er að taka þátt inni á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.

Heildarverðmæti vinninga er 148.400 kr.

Vinningshafar verða tilkynntir hér á blogginu þann 15. október næstkomandi.

Hér er hægt að kynna sér allar þær meðferðir sem í boði eru hjá The House of Beauty.

@ALAVIS.IS
October 7, 2019

Ný uppskriftabók

Ég er mjög svo spennt að segja ykkur frá því að á morgun kemur út þessi glænýja uppskriftabók sem er samstarfsverkefni sex matarbloggara. Í bókinni eru 120 fjölbreyttir og frábærir réttir og var hugmyndin að leiða saman áhugafólk um mat. Við matarbloggararnir fengum það verkefni að tilnefna vinsælustu réttina okkar og taka saman í þétta og spennandi matreiðslubók.

Bókin verður til sölu í öllum helstu verslunum landsins frá og með morgundeginum.

Þeir sem vilja fylgjast með á samfélagsmiðlum..

Í tilefni af því að bókin er að koma út á morgun langar mig að gleðja 10 lesendur í hverjum mánuði fram að jólum.

Hægt er að taka þátt inni á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.

Ég vona að vikan ykkar verði góð <3

Load more posts
October 4, 2019

Mango salsa

Það er fátt betra en safaríkt mango að mínu mati. Það minnir mig á sól og sumar en Mango salsa er eitt það besta sem ég veit. Það passar sérstaklega vel með kjúklingi og er einnig frábært eitt og sér.

Hráefni:

1 stk mjúkt mango

1 rauð paprika

1 gul paprika

1 rauðlaukur

1 mjúkt avocado

1 lúka ferskt kóríander

smá gróft salt

Safi úr ½ app­el­sínu

Safi úr 1 mango

Aðferð:

Allt skorið smátt niður, blandað vel saman og sett í skál. Eins einfalt og hugsast getur og svo ótrúlega ferskt og gott.

Öll fersku hráefnin í þessa uppskrift fást í Nettó.

Það er gaman að segja frá því að Nettó á afmæli og er 30 ára. Þess vegna verða Afmælistilboð í Nettó alla helgina. Hér er hægt að sjá hluta af tilboðunum þeirra.

Eigið ljómandi góða helgi!

September 27, 2019

Play time

Þegar við Ísabella mín förum út þá vil hún undantekningarlaust taka með sér allt sitt hafurtask. Svona eins og hún sé að flytja! Þess vegna var hún alveg hoppandi kát með að fá þennan fallega, vatnshelda bakpoka að gjöf. Bakpokinn er frá versluninni Hrafnagull sem selur umhverfisvæn barnaleikföng, laus við öll skaðleg efni. Hann á pottþétt eftir að koma að góðum notum næstkomandi mánuði í öllum veðrum! :)

Bakpokarnir koma í tveimur stærðum og mismunandi litum. Hægt er að skoða úrvalið HÉR.

Hægt er að nota afsláttarkóðann alavis.is til þess að fá 20% afslátt af öllum bakpokum, böngsum og hringlum inni á hrafnagull.is út miðvikudaginn 2. október.

Ég vona að þið eigið góða helgi!

September 20, 2019

Avocado súkkulaðimús

Í dag langaði mig að deila með ykkur uppskriftinni af þessari silkimjúku Avocado súkkulaðimús. Hún er bráðholl og einstaklega góð.

Hráefni:

2 stór, vel þroskuð avocado

2 þroskaðir bananar

350 gr grísk jógúrt frá Gott í matinn

5 msk hreint kakó

1 tsk vanilludropar

1/4 tsk sjávarsalt

3 - 5 msk hlynsíróp (fer eftir því hvað þú vilt hafa hana sæta).

65% súkkulaði til þess að rífa yfir (ég notaði lífræna appelsínusúkkulaðið frá Chocolate and Love sem fæst í Nettó).

Aðferð:

Allt sett í matvinnsluvél þar til músin er orðin silkimjúk.

Sprautið súkkulaðimúsinni í glös eða skálar og setjið inn í kæli í 2 klst áður en hún er borin fram.

Skreytið með rifnu, dökku súkkulaði eða ferskum berjum.

Ég vona að avocado súkkulaðimúsin smakkist vel. Eigið ljómandi góða helgi!

September 19, 2019

Crème brûlée skyrkaka

Í gær gerði ég þessa Crème brûlée skyrköku og langaði mig að deila uppskritinni með ykkur. Ég er mjög hrifin af bæði skyr- og ostakökum og finnst það góð tilbreyting frá súkkulaðikökum. Þó svo að súkkulaði verði alltaf ofarlega hjá mér.

Allt sem þarf:

2 pakkar LU kex

200 gr. íslenskt smjör

500 ml rjómi frá Gott í matinn

500 g Crème brûlée Ísey skyr

Ofan á:

Bláber

Jarðarber

Daim kurl

Flórsykur

Aðferð:

1. LU kexið er sett í matvinnsluvél og því næst hellt í kringlótt form.

2. Næst er íslenskt smjör brætt og hellt yfir kexið.

3. Þessu er blandað saman þangað til allt kexið er orðið blautt og byrjað að klístrast saman.

4. Næst er kexblöndunni þrýst ofan í formið með skeið og botninn gerður alveg sléttur.

5. Þá er komið að því að léttþeyta rjóma og hræra skyrinu rólega saman við með sleif.

6. Skyrblöndunni er síðan hellt jafnt yfir botninn og sett í frysti í 3 klst áður en kakan er skreytt.

Skraut ofan á:

7. Ég skreytti með léttþeyttum rjóma sem ég sprautaði fyrst yfir alla kökuna og strauk svo rétt yfir toppana.

8. Næst hellti ég bláberjum í miðjuna á kökunni og skar nokkur jarðarber til þess að hafa með.

9. Síðan setti ég daim kurlið yfir kökuna. Bæði brætt og óbrætt.

10. Í lokin stráði ég smá flórsykri yfir berin.

Ég vona að kakan smakkist vel. Eigið góða helgi :)