ALAVIS
April 16, 2019

5 ára afmæli - part 2

Hérna koma nokkrar fleiri myndir úr afmælinu :)

Fallega stafakakan var frá Sætum syndum. Hægt er að fá stakan staf eða tvo stafi saman. Stafurinn er búinn til úr vanillu kexi og skreyttur með mascarpone rjómaostakremi, makkarónum, konfekti og marengstopppum. Hægt er að velja um mismundi fyllingar inn í stafinn en ég var með saltkaramellu sem var svakalega ljúffengt. Fæ vatn í munninn við tilhugsunina! :p

´gegÉgAdvertisement

Elsku hjartað mitt!

Eftirréttir! :p

Við vinkonurnar að nota myndaboxið frá Selfie.is. Myndabox eru svo þægileg í allar veislur. Þau skapa skemmtilega stemmningu og góðar minningar. Þau eru einföld í notkun. Þú þarft einungis að ýta á einn takka til þess að taka mynd og hún birtist á skjánum. Hægt er að senda myndir beint með SMS eða tölvupósti úr myndaboxinu. Boxið sem ég hef verið með tvisvar sinnum heitir Klassíska boxið. Ástæðan fyrir því að ég vel það er sú að það er með 14″ snertiskjá, 24mp Canon DSLR myndavél og studíó ljósi.

Mamma mia!

Diskóþema!

Eins og ég sagði hér að neðan þá var þetta frábær dagur í alla staði. Vildi að ég gæti haldið afmæli oftar á ári!

April 15, 2019

5 ára afmæli - part 1

Á laugardaginn varð elsku Ísabella mín 5. ára og við héldum diskó afmæli sem var ótrúlega skemmtilegt. Veislan heppnaðist vel og gullið mitt var mjög ánægð með daginn. Ég tók nokkrar 5 ára myndir af henni sem verður nú gaman fyrir hana að skoða eftir 10 ár.

Ísabella hélt upp á afmælið sitt á leikskólanum á föstudaginn og hérna heima daginn eftir. Hún var búin að bíða eftir þessu í ansi langan tíma. Þegar veislan var búin spurði hún strax hvenær hún ætti næst afmæli! ;D

Börnin sátu öll saman og fengu pizzu og minihamborgara. Ég held að það sé alltaf jafn vinsælt í afmælum.

Allir sem hafa smakkað pizzurnar frá Blackbox vita hversu góðar þær eru. Ég var með "best of" pizzur frá þeim og sé ekki eftir því.

Diskó dúllan mín! <3

Síðustu ár hef ég verið með mini hamborgara frá American style. Mér finnst þeir sjúklega góðir og passlegir fyrir litla munna. Ég valdi beikonborgara, ostborgara og bernaise borgara.

Eftirréttirnir voru frá Sætum syndum. Þau gera einfaldlega flottustu og ljúffengustu kökur sem ég hef smakkað! Afmæliskakan var diskókaka sem Ísabella valdi sjálf. Við vorum einnig með kleinuhringi, stafaköku sem myndaði tölustafinn 5 og svo ávexti.

Mæðgur á afmælisdaginn sem var virkilega skemmtilegur í alla staði!

@ALAVIS.IS
April 9, 2019

Nýtt í herbergið

Á laugardaginn verður Ísabella mín 5. ára og mig langaði að gera fínt í herberginu hennar fyrir afmælið. Á morgun kemur málari að mála einn vegg í herberginu hennar í stíl við húsgögnin og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna. Ég fann svo krúttlegan lampa hjá Tulipop sem gefur notalegt ljós á kvöldin og kemur sérstaklega vel út í herberginu hennar.

Ísabella hefur alltaf heillast mikið af Miss Maddy úr Tulipop vörulínunni og þess vegna fannst mér tilvalið að setja þennan lampa í herbergið hennar.

Miss Ísabella er mjög hrifin af hinni hæfileikaríku Miss Maddy sem trúir á mátt ástarinnar og lifir fyrir listina. Ekkert líkar henni betur en þegar henni er hælt í hástert (nema kannski jarðaberjarjómaís með heitri súkkulaðisósu og þeyttum vanillurjóma). Miss Maddy dreymir stóra drauma, hún er sannfærð um að hennar bíði eitthvað annað og meira og stærra – heimurinn bara verður að fá að njóta þessara stórbrotnu hæfileika! Að maður tali nú ekki um volduga söngröddina sem getur ekki einungis brotið gler þegar hún beitir henni, hún getur (ef henni sýnist svo) stöðvað flóðbylgjur og fengið stjörnur til að hrapa. En það borgar sig að fara vel að henni, hún hefur nefnilega ekki síður mikilfenglegt skap. Sem er ekki alltaf jafn ánægjulegt og allt hitt…

Load more posts
April 3, 2019

Morgunrútínan mín

Í dag langaði mig að segja ykkur frá snyrtivörunum Anglamark sem fást í verslunum Nettó og eru bæði umhverfisvænar og án ofnæmisvaldandi efna. Ég get ekki notað hvaða snyrtivörur sem er þar sem ég er með afar viðkvæma húð og get til dæmis bara notað lyktarlaus þvottaefni og alls ekki mýkingarefni. Ég er mjög spennt að prófa þessar vörur sérstaklega vegna þess að þær eru þær allra ódýrustu sem ég hef prófað auk þess að vera lífrænar.

Anglamark vörurnar eru svansvottaðar og þegar ég hugsa nánar út í það þá ætti enginn að nota neitt annað á húðina en svansvottaðar vörur. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alltaf gert það og t.d. látið blekkjast af kremum með miklum ilm sem eru oftar en ekki slæm fyrir húðina þó svo þau ilmi vel í smá stund.

Þegar kemur að húðinni og morgunrútínunni minni þá byrja ég alltaf á heitri sturtu á hverjum einasta morgni. Mér finnst best að þrífa andlitið með mildri sápu í sturtunni og setja svo gott rakakrem eftir á. Ég er alfarið á móti því að nudda húðina mikið með bómull og þá sérstaklega ekki í kringum augun. Auðvitað er ekki nóg að hugsa bara vel um húðina heldur þarf maður líka að borða hollan mat og lifa heilbrigðu líferni. Ætli góður svefn sé ekki það allra besta fyrir húðina!

Ég hlakka til að prófa Anglamark vörurnar og segja ykkur hvað mér finnst :)

Vonandi eigið þið ljómandi góðan dag!

March 16, 2019

GJAFALEIKUR

Í dag ætla ég og Steinar Waage að gleðja vinkonur og gefa sitthvort skóparið að eigin vali (að verðmæti 20.000kr hvort skópar). Það er mikið úrval af flottum og sumarlegum skóm frá Calvin Klein og fleiri merkjum í Steinari Waage þessa stundina, þannig allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég valdi mér skóna á myndunum en þeir eru bæði til hvítir með silfri og svartir með gulllitaðri skífu.

Skórnir verða líka flottir við gallabuxur og sumarlegt outfit í sumar!

Leikurinn fer fram á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.

Facebook

Instagram

Ég dreg út tvo vinningshafa eftir viku eða þann 23. mars næstkomandi.

Eigið góða helgi!

February 18, 2019

Styttist í konudaginn

Á sunnudaginn er Konudagurinn og þá er hefð fyrir því að menn gefi konum blóm í tilefni dagsins. Þessir allra rómantískustu kaupa jafnvel súkkulaði líka nú eða köku.

Einföld hugmynd til þess að lífga upp á daginn er hin árlega Konudagsostakaka sem fæst aðeins í takmörkuðu magni í verslunum Nettó. Þessi ljúffenga kaka sem einfalt er að bera fram er með jarðarberjabragði.

Ostakaka með kaffinu er fullkomið á Konudaginn!

Þessi verður að minnsta kosti á boðstólnum hjá mér á Konudaginn!

Konudagsostakakan og fallegir blómvendir í miklu úrvali fást í verslunum Nettó.

February 15, 2019

Jógúrt klattar

Um daginn gerði ég jógúrt klatta úr grískri jógúrt sem þægilegt er að grípa í þegar mig langar í eitthvað sætt. Þetta er hálfgert nammi en þó í hollari kanntinum. Uppskriftin hér að neðan er eins einföld og hugsast getur.

➺ 6 dl grísk jógúrt

➺ 1 dl hunang

➺ Fersk jarðarber

➺ Fersk bláber

➺ Þurrkuð gojiber

➺ Granóla eða múslí eftir smekk

➺ 80% súkkulaði eftir smekk (súkkulaðið sem ég notaði og er á myndinni fæst í Nettó).

Aðferð:

➺ Blandið saman grískri jógúrt og hunangi.

➺ Setjið bökunarpappír í eldfast mót og hellið blöndunni jafnt yfir (passið að hafa allt slétt).

➺ Skerið niður jarðarber og dreifið yfir.

➺ Setjið næst bláber, gojiber og granóla ásamt súkkulaði yfir blönduna.

➺ Setjið formið í frysti í 1 klst og skerið þá passlega stóra bita.

➺ Setjið formið aftur inn í 3 klst til viðbótar.

Mér finnst þægilegt að taka út einn og einn bita til þess að gæða mér á:)

Ég vona að þetta smakkist vel!

Öll hráefnin í þessa uppskrift færðu í Nettó ásamt brettinu, hnífnum og rifjárninu.

Eigið góða helgi.