ALAVIS
March 16, 2019

GJAFALEIKUR

Í dag ætla ég og Steinar Waage að gleðja vinkonur og gefa sitthvort skóparið að eigin vali (að verðmæti 20.000kr hvort skópar). Það er mikið úrval af flottum og sumarlegum skóm frá Calvin Klein og fleiri merkjum í Steinari Waage þessa stundina, þannig allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég valdi mér skóna á myndunum en þeir eru bæði til hvítir með silfri og svartir með gulllitaðri skífu.

´gegÉgAdvertisement

Skórnir verða líka flottir við gallabuxur og sumarlegt outfit í sumar!

Leikurinn fer fram á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.

Facebook

Instagram

Ég dreg út tvo vinningshafa eftir viku eða þann 23. mars næstkomandi.

Eigið góða helgi!

February 18, 2019

Styttist í konudaginn

Á sunnudaginn er Konudagurinn og þá er hefð fyrir því að menn gefi konum blóm í tilefni dagsins. Þessir allra rómantískustu kaupa jafnvel súkkulaði líka nú eða köku.

Einföld hugmynd til þess að lífga upp á daginn er hin árlega Konudagsostakaka sem fæst aðeins í takmörkuðu magni í verslunum Nettó. Þessi ljúffenga kaka sem einfalt er að bera fram er með jarðarberjabragði.

Ostakaka með kaffinu er fullkomið á Konudaginn!

Þessi verður að minnsta kosti á boðstólnum hjá mér á Konudaginn!

Konudagsostakakan og fallegir blómvendir í miklu úrvali fást í verslunum Nettó.

@ALAVIS.IS
February 15, 2019

Jógúrt klattar

Um daginn gerði ég jógúrt klatta úr grískri jógúrt sem þægilegt er að grípa í þegar mig langar í eitthvað sætt. Þetta er hálfgert nammi en þó í hollari kanntinum. Uppskriftin hér að neðan er eins einföld og hugsast getur.

➺ 6 dl grísk jógúrt

➺ 1 dl hunang

➺ Fersk jarðarber

➺ Fersk bláber

➺ Þurrkuð gojiber

➺ Granóla eða múslí eftir smekk

➺ 80% súkkulaði eftir smekk (súkkulaðið sem ég notaði og er á myndinni fæst í Nettó).

Aðferð:

➺ Blandið saman grískri jógúrt og hunangi.

➺ Setjið bökunarpappír í eldfast mót og hellið blöndunni jafnt yfir (passið að hafa allt slétt).

➺ Skerið niður jarðarber og dreifið yfir.

➺ Setjið næst bláber, gojiber og granóla ásamt súkkulaði yfir blönduna.

➺ Setjið formið í frysti í 1 klst og skerið þá passlega stóra bita.

➺ Setjið formið aftur inn í 3 klst til viðbótar.

Mér finnst þægilegt að taka út einn og einn bita til þess að gæða mér á:)

Ég vona að þetta smakkist vel!

Öll hráefnin í þessa uppskrift færðu í Nettó ásamt brettinu, hnífnum og rifjárninu.

Eigið góða helgi.

Load more posts
December 13, 2018

Jólagjafaleikur

Í dag er ég mjög spennt að gefa fyrstu jólagjöfina í samstarfi við Inglot Iceland. En ég ætla að gefa þessa gullfallegu Makeuptösku sem inniheldur allskonar glæsilegar snyrtivörur fyrir jólin. Í töskunni leynast einnig vörur sem Jennifer Lopez hannaði með Inglot.

Pigmentin frá Inglot eru ótrúlega falleg og fullkomin yfir hátíðirnar.

Jólagjafaleikurinn fer fram á Facebooksíðu Alavis.is. Hægt er að taka þátt með því að smella HÉR. Ég dreg svo út vinningshafa á sunnudaginn.

Eigið góða helgi.

December 11, 2018

Stelpuboð

Á laugardaginn hélt ég smá stelpuboð hérna heima sem var ótrúlega skemmtilegt og góð tilbreyting. Ég er að hugsa um að gera þetta oftar enda finnst mér fátt skemmtilegra en að halda veislur. Ég var með súpu, tapasrétti og kökur frá Sætum Syndum í eftirrétt handa stelpunum.

Allar stelpurnar fengu ilmvatnið ARI frá Ariana Grande en ilmurinn er sérstaklega góður og pínu sætur. Ilmvatnsglasið er mjög fallegt og kvenlegt.

Kökurnar frá Sætum syndum eru syndsamlega góðar og algjör listaverk! Kakan til vinstri er Sörukaka sem er súkkulaðikaka með sörukremi og muldum sörum á milli. Þessi kaka verður fáanleg fram að jólum. Kakan vinstra megin er Candy Cane kaka og er með fersku og léttu bragði.

Sörurnar á myndinni eru einnig fáanlegar í Sætum syndum. Þær koma 15 saman í fallegri gjafaöskju á 2.990kr. Hægt er að velja um þrjár sörutegundir í búðinni þeirra en það eru klassískar sörur, Bailey’s og svo saltkaramellu.

Ég fékk myndakassa frá selfie.is fyrir partyið sem vakti mikla lukku. Þetta er virkilega sniðugt í allar veislur og gaman að festa minningarnar á filmu. Ég valdi Klassíska Boxið sem er fallegur myndakassi smíðaður úr við. Boxið er með 16″ snertiskjá, 24mp Canon DSLR myndavél og studíó ljósi sem gerir myndirnar fullkomnar. Það er hægt að tengja Boxið við prentara sem prentar út á staðnum. Eftir leiguna fær leigutaki aðgang að öllum myndum. Þar er hægt að skoða, vista og áframsenda allar þær myndir sem teknar voru. Selfie.is vista einnig allar myndirnar í allt að tvö ár. Það sem er sérstaklega þægilegt er að strákarnir hjá Selfie stilla öllu upp fyrir mann og taka niður eftir partyið.

Það er hægt að velja um allskonar flott props inni á selfie.is síðunni sem gerir myndirnar töluvert mikið skemmtilegri. Ég mæli mikið með.

December 10, 2018

Elska - lifa - njóta

Þar sem ég er mikið fyrir skartgripi þá langaði mig að sýna ykkur fallegu nýjungarnar frá Óskaböndum. Möntruarmböndin hér að ofan eru fínleg og nýtískuleg með fallegum boðskap en einnig er hægt að fá Möntruhálsmen í stíl. Ég hef oft talað um Óskabönd hér á blogginu en mér finnst margt einstaklega fallegt frá merkinu.

Hálsfestarnar tvær sem ég er með á myndinni eru Möntrumen í stíl við armböndin og svo önnur týpa sem kallast Happy og er með orkusteinum og sterling silfri.

Hægt er að velja um Ást – viska – styrkur – vernd – lifa og njóta í Möntrumenunum. Það er skemmtilegt að safna fallegum orðum og bera um hálsinn.

Hérna sést Happy hálsfestin betur.

November 23, 2018

GLOW LIKE JLO

Um daginn var ég svo heppin að fá að prófa snyrtivörurnar sem Jennifer Lopez gerði í sam­starfi við Inglot Cos­metics. JLo hannar allt sjálf sem er sérstaklega skemmtilegt en hún hefur veitt konum innblástur í áratugi. Vörurnar eru parabenlausar og ekki prófaðar á dýrum.

Ég fékk þennan fallega kassa frá Inglot sem inniheldur fullt af fallegu make-up-i.

Í gær var ég förðuð hjá Inlgot þar sem eingöngu voru notaðar vörur frá Jennifer Lopez. Ég var virkilega ánægð með útkomuna og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Það er sko nóg til af fallegu make-up-i fyrir jólin hjá Inglot!

Í dag byrjaði Black Friday hjá Inglot og núna er 30% afsláttur af öllu inná www.inglot.is og í búðinni frá föstudegi til sunnudags.

Ég vona að þið eigið góðan dag!