ALAVIS
December 25, 2019

Gleðileg jól

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakka um leið samfylgdina á árinu sem er að líða.

Jólin okkar eru búin að vera einstaklega notaleg og hlakka ég mikið til þess að fagna nýja árinu eftir nokkra daga.

Gullið mitt var svo spennt yfir öllum pökkunum..

Ég var líka spennt.. ;)

Jólaborðið..

Ég ákvað að nota hvítt, fjólublátt og silfur í ár ásamt lifandi blómum. Það passaði vel við jólatréð :)

Ég vona að þið séuð að njóta hátíðarinnar.

Leikurinn fer fram á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is

https://www.instagram.com/alavis.is/

http://facebook.com/alavis.is

Ég dreg út vinningshafa þann 7. desember

December 17, 2019

Nýtt í barnaherbergið

Í dag langaði mig að sýna ykkur fallegu viðarleikföngin og fataslána sem ég var að setja inn í herbergið hennar Ísabellu. Vörurnar eru úr Von verslun sem selur fallegustu barnaleikföngin á Íslandi að mínu mati. Leikföngin eru sérstaklega vönduð og eiguleg og mig langar hreinlega í allt sem er til inni á síðunni hjá þeim.

Fatasláin er fallega hönnuð frá sænska framleiðandanum Jabadabado.

Regnboginn, gítarinn og ísvagninn er yndislega fallegt dót og skraut á sama tíma.

Búðarkassinn er æðislegur til þess að nota í búðarleik. Hann er úr við og aukahlutirnir fylgja með.

Ég vona að þið hafið fengið hugmyndir að jólagjöfum fyrir börnin :)

Hér er svo hægt að skoða fleiri liti og annað sem er í boði hjá Von verslun.

Eigið ljómandi góðan dag.

@ALAVIS.IS
December 10, 2019

Húsafell Giljaböð

Í sumar fékk ég að heimsækja nýtt og spennandi verkefni sem var í byggingu. Þetta er einn fallegasti staður landsins að mínu mati. Ég hef sjaldan fengið jafn mörg skilaboð eftir að ég sýndi frá Giljaböðunum á Instastory og fólk vildi vita hvar þessi draumastaður væri. Núna get ég sagt betur frá því þar sem hann er loksins tilbúinn og tekinn til starfa. Staðurinn sem um ræðir eru Giljaböðin Húsafelli og eru ekta íslensk náttúruböð í gullfallegu umhverfi. Böðin eru byggð úr náttúrusteini úr gilinu og notast er við heitar uppsprettur frá staðnum. Við hönnun og byggingu var mikið lagt upp úr því að þau falli sem best inn í náttúruna. Það má með sanni segja að það hafi tekist vel til.

Sólsetrið í gilinu eru engu líkt og stundum er einnig hægt að sjá norðurljósin.

Ferðir í giljaböðin eru í boði allan ársins hring með íslensku- og enskumælandi leiðsögumanni. Ferðin er farin frá nýju afþreyingarmiðstöðinni á Húsafelli.

Í dag ætla ég að vera með skemmtilegan leik í samstarfi við Husafell Canyon Baths og gefa einum heppnum vinkonu- eða fjölskylduhóp ferð í Giljaböðin 😍

Hægt er að taka þátt á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is

photo credit: ozzo-photography

Load more posts
November 4, 2019

Lotto Open 2019

Í gær sýndi Ísabella mín dans á Lotto Open ásamt dansfélögum sínum úr DÍH. Hún stóð sig eins og hetja og mömmuhjartað var að springa úr stolti. Ísabella hefur verið að æfa dans í þónokkurn tíma núna og það er alltaf jafn mikil gleði í dansskólanum og greinilegt að kennararnir hafa mikla ástríðu fyrir starfinu sínu og vilja allt fyrir börnin gera. Ég mæli mikið með!

Ég lét sauma þennan fallega danskjól á hana og varð að deila með ykkur þessum krúttlegu myndum af fyrsta danskjólnum hennar.

Við bíðum spenntar eftir næstu danssýningu sem er jólasýning þann 15. desember með jólasveinum og öllu tilheyrandi.

Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð.

November 1, 2019

Nóvember & nýir skór

Í gær fór ég í Smáralind og fann þessa fallegu skó í Steinari Waage. Mig var lengi búið að langa í támjóa skó með stórum hæl en fann aldrei neina sem heilluðu mig nógu mikið fyrr en í gær. Þessir skór eru frá merkinu TAMARIZ en haust- og vetrarlínan þeirra er mjög elegant og höfðar sérstaklega vel til mín.

Skórnir passa vel við þykkar sokkabuxur og eru líka æði við leðurbuxur..

Ég elska svona details á flíkum og skóm..

Ég er ótrúlega spennt fyrir því að nóvember sé loksins kominn. Mér finnst þessir síðustu tveir mánuðir ársins svo ótrúlega skemmtilegir og kósý!

Ég vona að þið eigið notalega helgi :)

October 23, 2019

Taco með bestu kóríandersósunni

Ég hef alltaf verið mikið fyrir mexíkóskan mat og sérstaklega eftir að ég fór til Mexíkó fyrir nokkrum árum síðan. Það er alveg sama hvaða mexíkóska rétt maður velur á veitingastað þeir eru allir góðir! Ég er nánast alltaf í stuði fyrir Taco og það verður seint þreytt að mínu mati. Kóríandersósan sem gerir útslagið er sérstaklega einföld og gerir þetta Taco miklu ferskara og bragðbetra. Hérna kemur mín aðferð :)

Allt sem þarf:

1 bakki nautahakk

Lambhagasalat

Rauð paprika

Gúrka

Mozzarellaostur frá Gott í matinn

Gróft salt, svartur pipar, taco krydd

Aðferð:

1. Steikið nautahakkið á pönnu og kryddið með grófu salti, svörtum pipar og taco kryddi.

2. Saxið rauðu paprikuna, gúrkuna og mozzarellaostinn mjög smátt og setjið í litlar skálar.

3. Hitið taco skeljarnar í örskamma stund og fyllið þær með lambhagasalati, nautahakki og grænmeti ásamt mozzarellaostinum.

4 Útbúið kóríandersósu og hellið ofan í skelina.

Kóríandersósa:

Sýrður rjómi frá Gott í matinn

1/2 kreist lime

1/2 mjúkt avocado

1 bolli ferskt kóríander

Gróft salt + pipar

Aðferð:

Takið fram skál og hrærið saman sýrðum rjóma, 1/2 kreistu lime, 1/2 mjúku stöppuðu avocado ásamt mjög smátt söxuðu kóríander. Það er þægilegast og best að setja öll hráefnin í matvinnsluvél til þess að fá sósuna silkimjúka en alls ekki nauðsynlegt. Kryddið til með grófu salti og pipar.

Ég vona að þetta smakkist vel:)

October 22, 2019

Spínat- og ostafylltar kjúklingabringur

Í gær var ég með spínat- og ostafylltar kjúklingabringur í kvöldmatinn. Það er hægt að nota allskonar fyllingar en ég valdi það sem mér finnst bragðast best og passar vel saman :)

Allt sem þarf:

4 kjúklingabringur

1 poki spínat

1 laukur

4 hvítlauksrif

1 bakki sveppir

1 poki Mozzarella ostur frá Gott í matinn

½ Óðals Tindur frá MS

Gróft salt + svartur pipar

Íslenskt smjör til steikingar

Aðferð:

  1. Skerðu lárétta rifu í miðjuna á kjúklingabringunni þannig það myndist eins konar vasi.
  2. Næst er laukur, hvítlaukur og sveppir steiktir á pönnu við miðlungs hita. Setjið í skál til hliðar.
  3. Steikið spínatið í stutta stund þar til safaríkt og mjúkt og skerið smátt.
  4. Takið stóra skál og hellið mozzarella ostinum ofan í ásamt rifnum Óðals Tindi.
  5. Blandið steikta grænmetinu vel saman við ostinn ásamt spínatinu.
  6. Setjið fyllinguna ofan í vasann á kjúklingnum. Mér finnst best að halda fyllingunni inni í bringunni með tannstönglum (sem eru svo teknir úr áður en maturinn er borinn fram).
  7. Kryddið bringuna fyrir steikingu með grófu salti, svörtum pipar og eðal kjúklingakryddi.
  8. Steikið bringurnar upp úr íslensku smjöri þar til þær eru farnar að brúnast. U.þ.b. 5 mínútur á hvorri hlið.
  9. Setjið bringurnar í eld­fast mót og bakið í ofni á blæstri (180°C) í 30 mín­út­ur eða þar til fulleldaðar.
  10. Fyllingin sem verður eftir finnst mér gott að setja ofan í eldfasta mótið til hliðar.

Mér finnst gott að kreista smávegis lime yfir bringurnar í lokin. En það er algjört smekksatriði.

Ég vona að þetta smakkist vel :)