ALAVIS
February 17, 2020

Af hverju er döðlugott svona gott?

Hver kannast ekki við Döðlugott? Það er eitthvað svo gott að blanda saman svona crunchy og sætu. Mér finnst þetta hrikalega gott og get alveg legið í þessum bitum þegar ég byrja. Það er ekkert skrýtið að þetta sé það fyrsta sem klárast í afmælisveislum! Þessi uppskrift er af klassísku Döðlugotti. Sumum finnst gott að bæta við salthnetum, lakkrís eða snickers en mér finnst þetta best svona plain.

Allt sem þarf:

400 gr döðlur (ég nota saxaðar)

300 gr íslenskt smjör

3 bollar rice krispies

150 gr púðursykur

200 gr suðusúkkulaði

Aðferð:

1. Smjörið er brætt í potti og púðursykrinum bætt saman við.

2. Döðlunum er því næst hellt út í pottinn og allt látið malla saman þar til döðlurnar eru orðnar vel mjúkar.

3. Næst er rice krispies hrært vandlega saman við blönduna á lágum hita.

4. Bökunarpappír er settur ofan í eldfast mót og blöndunni þrýst vel niður í botninn.

5. Suðusúkkulaðið er brætt í litlum potti á lágum hita og hellt yfir rice krispies blönduna.

6. Þetta er síðan sett inn í ísskáp og skorið niður í litla kubba áður en borið fram.

´gegÉgAdvertisement

Er einhver kominn með vatn í munninn? :D

Ég vona að þetta smakkist vel :)

February 12, 2020

Smoothie skál

Síðustu vikur hef ég mikið verið að gera smoothie skálar og boost á morgnana. Hvort tveggja inniheldur fullt af næringarefnum ásamt því að vera sérstaklega bragðgott. Hérna er mín uppskrift af bleikri smoothie skál með ávöxtum:

Allt sem þarf:

250 g grísk jógúrt frá Gott í matinn

5 fersk jarðarber

1 þroskaður, frosinn banani

1 skeið collagen duft

Á toppinn er hægt að nota hvað sem er. Ég setti..

Niðurskorin jarðarber, fersk bláber, lífrænt hnetusmjör og nokkra bananabita

Ég vona að þetta smakkist vel ;)

@ALAVIS.IS
January 25, 2020

Græna collagen boostið mitt

Mig langaði að deila með ykkur boostinu sem ég fæ mér alla morgna og er fullt af orku og næringarefnum. Boostið inniheldur allt mögulegt og þar á meðal collagen-duft sem gerir húðina og hárið fallegt.

Hér er það sem ég nota:

Uppskriftin er fyrir tvo.

1 bolli frosið mangó

2 bollar spínat

2 bollar kókosmjólk

1/2 frosinn banani

1 epli (mér finnst Pink Lady eplin sem koma 4 saman í pakka lang best)

1 þroskuð pera

1 þroskað avocado

1 msk collagen-duft (ég nota frá Feel Iceland)

Allt sett í blandara og voila!

Ég vona að þetta smakkist vel :)

Load more posts
November 24, 2019

I'm dreaming of a white Christmas

Þá er stofan að komast í jólabúninginn og núna vantar bara jólasnjó og pakka undir tréð. Ég er byrjuð að hækka vel í jólalögunum og við Ísabella erum búnar að baka piparkökur. Þessi árstími er alltaf jafn kósý og skemmtilegur. Núna óska ég þess heitt að það byrji að snjóa nógu mikið þannig að hægt sé að fara á skíði.

Fyrir stuttu síðan fékk ég þessa Specktrum kertastjaka og Cindy lampa frá Kartell. Hvort tveggja fæst í versluninni Dúka í Smáralind. Kertastjakarnir eru svolítið eins og jólaskraut en ég ætla nú samt sem áður að hafa þá allan ársins hring. Þeir verða bara mun jólalegri í kringum allt jólaskrautið. Hnotubrjótarnir mínir eru allir komnir upp úr kössum og hafa fengið sinn stað á heimilinu.

Ég vona að þið eigið góðan sunnudag :)

November 14, 2019

Good night sleep tight

Ég hef verið að fá svo margar fyrirspurnir á Instagram út í náttborðin mín þannig ég ákvað að skella í smá bloggfærslu og segja hvaðan allt er. Ef ég byrja á náttborðunum þá eru þau frá Glerborg ásamt speglahurðunum á fataskápunum. Það eru margir litir í boði af gleri en ég valdi þennan fallega koparlit til þess að gera herbergið hlýlegt.

Málningin á bakvið rúmgaflinn er Svönubleikur frá Sérefni. Ég fékk nokkrar litaprufur hingað heim og endaði á því að velja þennan lit. Mér fannst hann svo fallegur og hlýlegur. Ég hef ennþá ekki tímt að bora göt á vegginn fyrir ofan gaflinn. Ég ætla aðeins að sjá til hvort ég setji eitthvað þar eða hafi þetta svona. Mér fannst alveg smá vesen að innrétta svefnherbergi með 5 metra lofthæð ef ég á að vera alveg hreinskilin. Mér fannst líka alveg challenge að vinna eingöngu með hlýja liti. Ég ákvað í upphafi að nota ekki mikið af svörtu/hvítu/gráu/silfri eins og ég er svo vön.

Gardínurnar eru svo frá Z-brautum & gluggatjöldum. Þær eru skjannahvítar, gegnsæjar Voal með New Wave fellingum. Þær eru settar á álbraut í loftið og ná niður í gólf.

November 5, 2019

Dripkökunámskeið

Á laugardaginn fór ég á Dripkökunámskeið hjá Sætum syndum og lærði að gera Dripköku. Þetta var í fyrsta skipti sem ég geri svona köku og ég er bara nokkuð sátt við útkomuna. Ég lærði heilan helling á þessu námskeiði sem mun nýtast mér vel í bakstrinum í framtíðinni. Námskeiðið var sérstaklega skemmtilegt og sýnikennslan góð. Ég fékk margar fyrirspurnir út í námskeiðin en þau voru haldin núna í byrjun nóvember. Ég er viss um að það verði fleiri skemmtileg námskeið hjá Sætum syndum á nýju ári. Ég vona það allavega. Mig langar strax á annað námskeið!

Ég valdi auðvitað uppáhalds litina mína á kökuna.. bleikan og fjólubláan!

Ég vona að vikan ykkar verði góð :)

November 4, 2019

Lotto Open 2019

Í gær sýndi Ísabella mín dans á Lotto Open ásamt dansfélögum sínum úr DÍH. Hún stóð sig eins og hetja og mömmuhjartað var að springa úr stolti. Ísabella hefur verið að æfa dans í þónokkurn tíma núna og það er alltaf jafn mikil gleði í dansskólanum og greinilegt að kennararnir hafa mikla ástríðu fyrir starfinu sínu og vilja allt fyrir börnin gera. Ég mæli mikið með!

Ég lét sauma þennan fallega danskjól á hana og varð að deila með ykkur þessum krúttlegu myndum af fyrsta danskjólnum hennar.

Við bíðum spenntar eftir næstu danssýningu sem er jólasýning þann 15. desember með jólasveinum og öllu tilheyrandi.

Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð.