ALAVIS
September 15, 2020

Breytingar heima

Ég gerði smá breytingar hérna heima í maí & var aðeins búin að sýna frá því á Instastory. Ég lét úbúa speglavegg á ganginn hérna heima ásamt því að skipta út nokkrum húsgögnum. Speglavegginn lét ég gera hjá Glerborg en þetta eru sex stykki af Guðbjargarspeglum settir hlið við hlið. Ég er afar ánægð með útkomuna.

Ég sá fyrir mér að hafa svartan marmara nálægt speglunum og pantaði þennan marmarakubb frá S. Helgasyni í litnum NERO MARQUINA. Hann er póleraður með glansandi speglaáferð. Það er t.d. hægt að nota hann sem sófaborð, hliðarborð eða náttborð.

Pampas stráin eru frá versluninni Myrkstore. Þau eru búin að vera ákaflega vinsæl í þó nokkuð langan tíma núna. Stráin koma í mörgum fallegum litum. Hægt er að skoða þau HÉR.

Eins og ég hef oft talað um þá er ég sérstalega hrifin af speglum. Í þessu tilfelli var humyndin sú að nýta rýmið sem best og fegra það í leiðinni.

Með kóðanum "alavis.is" fá lesendur 25% afslátt af speglum hjá Glerborg.

Eigið góðan þriðjudag.

September 4, 2020

Sumarið

Jæja.. ég tók mér aðeins of langt bloggsumarfrí! Í sumar ferðuðumst við mikið innanlands en íslenska sumarið er alltaf jafn fallegt. Þeir staðir sem stóðu algjörlega upp úr í ár voru:

➺ Jarðböðin við Mývatn

➺ Geosea á Húsavík

➺ Grjótagjá

➺ Giljaböðin Húsafelli

➺ Lystigarður Akureyrar

➺ Bláa lónið

➺ Þingvellir

➺ Vestmannaeyjar

Núna er ég tilbúin fyrir fallegu haustlitina og bíð spennt eftir að fá snjó til þess að komast á skíði :)

Hér koma nokkrar myndir frá sumrinu..

Gullið mitt byrjaði í 1. bekk í ágúst og ég er svo stolt af duglegu stelpunni minni <3

I am always with you. Be brave, have courage and love life.

Ég vona að sumarið ykkar hafi verið gott. Þangað til næst :)

@ALAVIS.IS
August 8, 2020

You are berry special

Í dag langaði mig að deila uppskriftinni af þessum ferska tropical smoothie sem inniheldur fullt af góðum næringarefnum. Þetta smoothie er virkilega einfalt og tekur stuttan tíma að útbúa :)

Allt sem þarf:

➺ 500 g Ísey skyr með jarðarberjabragði

➺ 1 rautt epli frá Pink Lady

➺ 1 stk þroskaður banani

➺ 1 þroskuð og safarík pera

➺ 1 bolli fersk hindber

➺ Vatnsmelóna eftir smekk í lokin. (Magnið fer eftir því hvað þú vilt hafa smoothie-inn þykkan).

➺ Nokkrir ísmolar

Allt sett saman í blandara í 30 sekúndur.

Ég vona að þetta smakkist vel :)

Load more posts
June 6, 2020

Hjóladagar

Það er svo endurnærandi að vera utandyra þessa dagana og ég gæti ekki verið ánægðari með hvað allt er orðið grænt og fallegt. Í gær hjólaði ég úr Garðabænum yfir í Kópavog, þaðan niður Elliðaárdalinn í Grasagarðinn. Síðan niður að Hörpu og í Nauthólsvík. Þá var kominn tími til að fara aftur heim.

Í heildina var hjólatúr gærdagsins 30km. Þetta var svo skemmtilegt og ég elska að hjóla á sumrin.

Ég er byrjuð að keppa við sjálfa mig og stefni á að slá tímamet í hverri viku fram í ágúst. Hver veit hvað gerist þá..

Ég vona að þið njótið helgarinnar. Þangað til næst! :)

June 3, 2020

Hvítasunnuhelgin

Um helgina heimsóttum við Slakka sem er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum. Það tekur u.þ.b. 1 klst og 20 mínútur að keyra þangað frá Garðabæ. Þar í kring er mikil náttúrufegurð og einstök upplifun fyrir börnin. Eftir Slakka fór Ísabella á hestbak á Syðra-Langholti rétt hjá Flúðum sem var mikið stuð! :)

Það eru margir kettlingar í Slakka núna sem var mikið gleðiefni fyrir dýrakonuna mína! Við hittum á mjög gott veður en það er best að reyna stóla upp á sól og logn. Þá er hægt að njóta sín vel og lengi í garðinum.

Þessi litli, sæti kettlingur bræddi í mér hjartað! Hann var svolítið mikið þreyttur enda tekur á að stækka svona hratt! :)

Mjáwww..

Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð :)

May 29, 2020

Super smoothie

Einn uppáhalds staðurinn okkar Ísabellu er Grasagarðurinn. Hann er yfirleitt allur í blóma um júní/júlí en þetta fallega tré sem blómstrar bleiku er aðeins fyrr á ferðinni. Það er svo kósý að fara á kaffihúsið í garðinum og sitja úti þegar hitatölurnar fara yfir 15°C. Ég óska þess svo innilega að sumarið verði gott í ár. Það er allt svo miklu skemmtilegra og rómantískara í sólinni!

Í dag langaði mig að segja ykkur frá nýrri og endurbættri smoothie línu sem er komin á markaðinn. Innocent smoothies eru einungis gerðir úr ferskum ávöxtum sem gerir það að verkum að þetta er kælivara. Núna inniheldur línan tvöfalt magn vítamína, fleiri trefjar og minni ávaxtasykur. Einnig eru komnar þrjár nýjar tegundir á markaðinn en það er kókosvatn í þeim öllum. Bragðtegundirnar eru: Up & Oat (með höfrum) - Into the Blue (blátt spírulína) - Culture crush (góðgerlar).

Við Ísabella erum hrifnastar af Energise, Protein beam og Into the blue.

Ég mæli með að prófa. Eigið góða helgi :)

May 26, 2020

Ommeletta með bræddum parmesanosti

Ég geri oft vel við mig um helgar og útbý ommelettu og fleira góðgæti. Að þessu sinni bræddi ég parmesanostinn Gretti yfir ommelettuna mína og það kom ljómandi vel út. Osturinn er nýjung frá MS og ég á eflaust eftir að nota hann mikið í hina ýmsu rétti í framtíðinni enda er ég mikið fyrir bæði osta og rjóma í matargerð. Grettir er sætur og stökkur ostur sem kemur skemmtilega á óvart. Sérstök geymsluaðferð gefur honum milt og ljúft bragð sem og flauelsmjúka áferð.

Hérna kemur uppskrift af einni góðri Ommelettu..

➺ 4 egg

➺ Sveppir (eftir smekk)

➺ Skinka (eftir smekk)

➺ Íslenskt smjör

➺ Parmesanosturinn Grettir

➺ Vorlaukur

  1. Pískið eggin saman með gaffli og kryddið með grófu salti + svörtum pipar.
  2. Skerið skinku og sveppi niður í litla bita.
  3. Bræðið íslenskt smjör á pönnu og hellið eggjahrærunni út á.
  4. Setjið skinku og sveppi yfir eggin eftir 1. mínútu.
  5. Steikið á báðum hliðum.
  6. Skerið parmesanostinn niður í litla bita og dreifið honum yfir omelettuna undir lokin.
  7. Þegar osturinn hefur bráðnað finnst mér gott að setja vorlauk yfir.

Það sem mér finnst einnig gott að setja í Ommelettu: Rauð- eða gul paprika, aspas, mozzarellaostur, ferskt kóríander og kirsuberjatómatar.

Ég vona að þetta smakkist vel :)


Follow on Instagram
@alavis.is