ALAVIS
March 26, 2020

Marineraður Hvítlaukskjúklingur

Jæja.. þó svo að það sé búið að loka nánast öllu þá er nú alltaf hægt að elda góðan mat og hafa kósý heima! Ég gerði þennan rétt í hádeginu fyrir fjóra og það voru allir sammála um að þetta væri mjög bragðgott. Ég er sjálf mikið fyrir ristaðan hvítlauk. Hvort sem það er á kjúkling, humar eða á lambakjöt. Í þessum rétti er einnig notað hvítvínsedik, hunang, og sojasósa. Þetta er einn uppáhalds kjúklingarétturinn minn og ég mæli svo sannarlega með að þið prófið. Þessi réttur er ekki síðri daginn eftir.

Uppskrift fyrir 6.

Allt sem þarf:

✓ 6 kjúklingabringur

✓ 6 kramin hvítlauksrif

✓ 2 tsk hvítlauksduft

✓ 1/3 bolli hunang

✓ 1/4 bolli vatn

✓ 2 msk hvítvínsedik

✓ 1 msk sojasósa

Krydd: Gróft salt, svartur nýmalaður pipar og eðal kjúklingakrydd.

Aðferð:

1. Byrjið á því að krydda kjúklingabringurnar og steikið þær upp úr kókosolíu eða olífuolíu á meðalháum hita þar til þær eru orðnar fallega gylltar á báðum hliðum og eldaðar í gegn.

2. Setjið kramda hvítlaukinn á pönnuna meðfram kjúklingnum og látið brúnast.

3. Setjið hunang, vatn, hvítvínsedik og sojasósu út á pönnuna og látið malla þar til sósan er byrjuð að þykkna vel.

4. Þegar sósan er tilbúin finnst mér gott að taka matskeið og hella vökva yfir kjúklinginn nokkrum sinnum.

5. Í lokin getur verið girnilegt að saxa smá steinselju yfir eða raspa smá blaðlauk.

6. Berið fram með hrísgrjónum, steiktu grænmeti eða salati.

Ég vona að þetta smakkist finger lickin' good ;)

March 6, 2020

Sólrós

Ísabella mín var beðin um að vera í ljósmyndaverkefni fyrir stuttu síðan hjá henni Huldu Margréti ljósmyndara. Ég var nú ekki lengi að samþykkja það enda er Hulda sérstaklega fær með börn og nær fram því besta hjá þeim. Hún leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og hefur mikla ástríðu fyrir ljósmyndun. Ég fékk myndirnar sendar í dag og þær eru alveg dásamlega fallegar.

Á myndunum er Ísabella í fatnaði frá Sólrós en verslunin sérhæfir sig í vönduðum fatnaði og skóm sem hentar við margskonar tækifæri, hvort sem þau eru hversdags, fermingar, afmæli, brúðkaup og fleira. Fötin eru tímalaus, endingargóð og einstaklega falleg.

Þessar myndir fara sko upp á vegg hérna heima! <3

Ég mæli með að kíkja á heimasíðuna hjá Sólrós og skoða allt það fallega sem til er.

Ella kjóll

Doris skór

Fjaðraspöng

Ég vona að þið eigið góðan dag :)

@ALAVIS.IS
March 4, 2020

Hakkbollur

Í gær eldaði ég hakkbollur en þær eru alltaf jafn visælar hjá börnum og fullorðnum. Þessi uppskrift sem ég deili með ykkur gerir u.þ.b. 20 meðalstórar bollur. Mér finnst virkilega þægilegt að eiga þessar í frysti og hita upp. Það er einnig tilvalið að leyfa börnunum að hjálpa til við að úbúa hringlaga bollur áður en þær eru settar á pönnuna og inn í ofn.

Allt sem þarf:

1 pakki nautahakk

3 egg

1 laukur

4 hvítlauksgeirar

Einn poki Mozzarella ostur frá Gott í matinn

Fersk basilíka (ekki stilkarnir)

Rúmlega 1/2 pakki Ritz kex

Krydd:

Salt, pipar, hamborgarakrydd

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 150°C blástur.

2. Kryddið hakkið með grófu salt, svörtum pipar og hamborgarakryddi.

3. Setjið lauk, hvítlauk og basilíku í matvinnsluvél.

4. Bætið krydduðu hakkinu, Ritz kexi og eggjunum út í matvinnsluvélina og blandið vel saman þar til allt er orðið eins og kjötfars.

5. Í lokin er mozzarella ostinum blandað saman við.

6. Hitið 50g íslenskt smjör á djúpri pönnu.

7. Útbúið meðalstórar bollur og brúnið á miðlungs hita.

8. Setjið pönnuna síðan inn í ofn í 15. mínútur áður en þið berið þær fram. Ef pannan má ekki fara inn í ofn þá er hægt að nota eldfast mót.

9. Mér finnst gott að hafa kjötbollusósu, sultu og kartöflumús með þessum bollum en það er valfrjálst og algjört smekksatriði.

Ég vona að þetta smakkist vel :)

Load more posts
November 14, 2019

Good night sleep tight

Ég hef verið að fá svo margar fyrirspurnir á Instagram út í náttborðin mín þannig ég ákvað að skella í smá bloggfærslu og segja hvaðan allt er. Ef ég byrja á náttborðunum þá eru þau frá Glerborg ásamt speglahurðunum á fataskápunum. Það eru margir litir í boði af gleri en ég valdi þennan fallega koparlit til þess að gera herbergið hlýlegt.

Málningin á bakvið rúmgaflinn er Svönubleikur frá Sérefni. Ég fékk nokkrar litaprufur hingað heim og endaði á því að velja þennan lit. Mér fannst hann svo fallegur og hlýlegur. Ég hef ennþá ekki tímt að bora göt á vegginn fyrir ofan gaflinn. Ég ætla aðeins að sjá til hvort ég setji eitthvað þar eða hafi þetta svona. Mér fannst alveg smá vesen að innrétta svefnherbergi með 5 metra lofthæð ef ég á að vera alveg hreinskilin. Mér fannst líka alveg challenge að vinna eingöngu með hlýja liti. Ég ákvað í upphafi að nota ekki mikið af svörtu/hvítu/gráu/silfri eins og ég er svo vön.

Gardínurnar eru svo frá Z-brautum & gluggatjöldum. Þær eru skjannahvítar, gegnsæjar Voal með New Wave fellingum. Þær eru settar á álbraut í loftið og ná niður í gólf.

November 5, 2019

Dripkökunámskeið

Á laugardaginn fór ég á Dripkökunámskeið hjá Sætum syndum og lærði að gera Dripköku. Þetta var í fyrsta skipti sem ég geri svona köku og ég er bara nokkuð sátt við útkomuna. Ég lærði heilan helling á þessu námskeiði sem mun nýtast mér vel í bakstrinum í framtíðinni. Námskeiðið var sérstaklega skemmtilegt og sýnikennslan góð. Ég fékk margar fyrirspurnir út í námskeiðin en þau voru haldin núna í byrjun nóvember. Ég er viss um að það verði fleiri skemmtileg námskeið hjá Sætum syndum á nýju ári. Ég vona það allavega. Mig langar strax á annað námskeið!

Ég valdi auðvitað uppáhalds litina mína á kökuna.. bleikan og fjólubláan!

Ég vona að vikan ykkar verði góð :)

November 4, 2019

Lotto Open 2019

Í gær sýndi Ísabella mín dans á Lotto Open ásamt dansfélögum sínum úr DÍH. Hún stóð sig eins og hetja og mömmuhjartað var að springa úr stolti. Ísabella hefur verið að æfa dans í þónokkurn tíma núna og það er alltaf jafn mikil gleði í dansskólanum og greinilegt að kennararnir hafa mikla ástríðu fyrir starfinu sínu og vilja allt fyrir börnin gera. Ég mæli mikið með!

Ég lét sauma þennan fallega danskjól á hana og varð að deila með ykkur þessum krúttlegu myndum af fyrsta danskjólnum hennar.

Við bíðum spenntar eftir næstu danssýningu sem er jólasýning þann 15. desember með jólasveinum og öllu tilheyrandi.

Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð.

November 1, 2019

Nóvember & nýir skór

Í gær fór ég í Smáralind og fann þessa fallegu skó í Steinari Waage. Mig var lengi búið að langa í támjóa skó með stórum hæl en fann aldrei neina sem heilluðu mig nógu mikið fyrr en í gær. Þessir skór eru frá merkinu TAMARIZ en haust- og vetrarlínan þeirra er mjög elegant og höfðar sérstaklega vel til mín.

Skórnir passa vel við þykkar sokkabuxur og eru líka æði við leðurbuxur..

Ég elska svona details á flíkum og skóm..

Ég er ótrúlega spennt fyrir því að nóvember sé loksins kominn. Mér finnst þessir síðustu tveir mánuðir ársins svo ótrúlega skemmtilegir og kósý!

Ég vona að þið eigið notalega helgi :)