Hver kannast ekki við Döðlugott? Það er eitthvað svo gott að blanda saman svona crunchy og sætu. Mér finnst þetta hrikalega gott og get alveg legið í þessum bitum þegar ég byrja. Það er ekkert skrýtið að þetta sé það fyrsta sem klárast í afmælisveislum! Þessi uppskrift er af klassísku Döðlugotti. Sumum finnst gott að bæta við salthnetum, lakkrís eða snickers en mér finnst þetta best svona plain.
Allt sem þarf:
400 gr döðlur (ég nota saxaðar)
300 gr íslenskt smjör
3 bollar rice krispies
150 gr púðursykur
200 gr suðusúkkulaði
Aðferð:
1. Smjörið er brætt í potti og púðursykrinum bætt saman við.
2. Döðlunum er því næst hellt út í pottinn og allt látið malla saman þar til döðlurnar eru orðnar vel mjúkar.
3. Næst er rice krispies hrært vandlega saman við blönduna á lágum hita.
4. Bökunarpappír er settur ofan í eldfast mót og blöndunni þrýst vel niður í botninn.
5. Suðusúkkulaðið er brætt í litlum potti á lágum hita og hellt yfir rice krispies blönduna.
6. Þetta er síðan sett inn í ísskáp og skorið niður í litla kubba áður en borið fram.
Er einhver kominn með vatn í munninn? :D
Ég vona að þetta smakkist vel :)