ALAVIS
January 25, 2020

Græna collagen boostið mitt

Mig langaði að deila með ykkur boostinu sem ég fæ mér alla morgna og er fullt af orku og næringarefnum. Boostið inniheldur allt mögulegt og þar á meðal collagen-duft sem gerir húðina og hárið fallegt.

Hér er það sem ég nota:

Uppskriftin er fyrir tvo.

1 bolli frosið mangó

2 bollar spínat

2 bollar kókosmjólk

1/2 frosinn banani

1 epli (mér finnst Pink Lady eplin sem koma 4 saman í pakka lang best)

1 þroskuð pera

1 þroskað avocado

1 msk collagen-duft (ég nota frá Feel Iceland)

Allt sett í blandara og voila!

Ég vona að þetta smakkist vel :)