Uppskrift:
1 heildós ananassafi eða 2 litlar frá Gestus (mér finnst ananassafinn frá þeim bestur).5 egg.250 gr. sykur.1/2 l rjómi (þeyttur).10 blöð matarlím.
Öll hráefnin í þessa uppskrift færðu í Krónunni.
Aðferð:
Byrjið á því að þeyta egg og sykur þangað til blandan verður létt og ljós.Þeytið því næst rjómann og blandið saman við eggja- og sykurblönduna með sleif.Sigtið ananassafann frá bitunum og hellið út í.Næst er komið að því að bræða matarlímið í smá ananassafa (best að bræða eitt blað í einu) og hella saman við í lokin í mjórri bunu og hræra stöðugt í á meðan. Passið að matarlímið fari ekki sjóðheitt út í, heldur vel volgt. Það má ekki vera farið að stífna.