ALAVIS
September 7, 2015

Appelsínukjúklingur

Þessi réttur er sérstaklega ljúffengur & einfaldur.Kjúklingabringurnar eru settar í marineringu í 3 klst áður en þær fara inn í ofninn.

Það sem þarf í marineringuna er:

2-3 appelsínur (fer eftir því hvað þær eru safaríkar), 1 dl olífuolía, 3-4 hvítlauksgeirar (saxaðir), 2 tsk. kúmen, 3 msk. sojasósa, 2 msk. hunang,salt & pipar eftir smekk.

Aðferð:

Kjúklingabringurnar eru lagðar í marineringuna í 3 klst. og þá eru þær færðar yfir í eldfast mót og bakaðar við 180°C í sirka 50-60 mínútur eða þangað til þær verða fallega gylltar á litinn.

Ég geri oftast sósu úr soðinu þegar það kemur úr ofninum og þykki það aðeins með ljósum sósujafnara. Það er vel hægt að bæta meiri appelsínusafa út í sósuna ásamt hvítvínsediki, kúmeni, chili-dufti & salti. Fer allt eftir smekk hvers og eins 

Þennan rétt ber ég fram með hrísgrjónum, ásamt ljúffengu sósunni sem klikkar aldrei. Ég mæli með að prófa!