ALAVIS
April 15, 2016

Basilkjúklingur með mjúku Penne pasta & rifnum Parmesanosti.

Næstu vikurnar ætla ég að deila uppskriftum sem innihalda vörur frá Jamie Oliver & fást í Krónunni.

Þessi réttur er með ítölsku ívafi & einstaklega bragðgóður.

Hér er allt sem þarf:

1 bakki kjúklingalundir eða kjúklingabringur.

Jamie Oliver Penne pasta.

1/2 krukka af Jamie Oliver Italian herb pesto.

Olífuolía frá Jamie Oliver.

1 poki furuhnetur.

40 gr. fersk basilíka.

1 parmesan ostur.

2 hvítlauksrif.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C – ég notaði blástur.Byrjið á því að sjóða pastað í 10. mínútur (gott að setja smá salt út í vatnið).Á meðan pastað er að sjóða set ég ferska basilíku, furuhnetur, 1/2 parmesanost og hvítlauk í matvinnsluvél, ásamt 6 msk. af olífuolíu.Þá er komið þetta fína basilpestó sem er svakalega gott með mörgum ítölskum réttum.

Setjið kjúklinginn í eldfast mót og hellið olífuolíu yfir. Kryddið með salti + pipar.Næst er Italian herb pestóinu smurt yfir kjúklinginn.

Þá er komið að því að láta allt vatn leka vel af pastanu og hella því síðan yfir kjúklinginn.

Þegar það er komið set ég basilpestóið yfir pastað.

Þegar öll hráefnin eru komin í eldfasta mótið raspa ég hinn helminginn af parmesanostinum yfir allt.Rétturinn er settur inn í ofn við 180°C í 50 mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn.

Gullinbrúnt og nýkomið úr ofninum.

Ég vona að þetta smakkist vel:)