ALAVIS
December 2, 2018

Berjamauk

Hráefni

 2dl hindber

1/2dl sykur

1msk vatn

500ml rjómi

Vanilluskyr

 

Aðferð:

 1.    Setjið 1msk af vatni í pott ásamt berjunum ogsykrinum.

2.    Látið berjamaukið malla á vægum hita þar til þaðhefur þykknað.

3.    Notið töfrasprota til þess að gera berjamaukiðmýkra.

4.    Látið kólna og hellið í glös.

5.    Þeytið rjóma og blandið til helminga við vanilluskyr.

6.    Sprautið rjóma-/skyrblöndunni yfir berjamaukið.

7.    Skreytið að vild til dæmis með rifnu súkkulaðieða berjum.