ALAVIS
December 20, 2017

Blúndukökur

Uppskriftina af þessum jólalegu Blúndukökum fékk ég hjá henni mömmu.
Auk rjómans bætti ég við karamellusósu og Ísey vanilluskyri.

Hér er allt sem þarf:

Kökur..

2 dl haframjöl

2 dl hveiti

1/2 tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilludropar

2 dl sykur

1/2 dl rjómi

Ísey skyr með vanillubragði

1/2 dl sýróp

150 g brætt íslenskt smjör

Þeir sem vilja bæta við karamellusósu..

100 g smjör 

120 g púðursykur

1 dl rjómi

2 tsk vanilludropar

Smá sjávarsalt

Látið öll hráefnin sjóða saman í litlum potti á miðlungs hita þar til allt hefur blandast og orðið að karamellu. Hrærið í á meðan. Passið að brenna ekki karamelluna;)

Aðferð:

Bræðið smjör við vægan hita og blandið öllum hráefnunum saman við. Hitið allt saman í örlitla stund. Setjið bökunarpappír á plötu og notið teskeið til þess að hafa kökurnar passlega stórar. Hafið gott bil á milli, þar sem kökurnar renna út við baksturinn. Bakið við 200°C þar til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar. Látið kökurnar kólna áður en þær eru teknar af plötunni. skiptið kökunum í tvennt (botn og lok) og bræðið súkkulaði til þess að setja yfir lokin. Þegar hér er komið má alveg ráða hvað er sett á milli. Margir nota einungis rjóma en ég ákvað að breyta til og setti karamellu á botninn og hrærði svo vanilluskyri saman við þeyttan rjóma og setti yfir karamelluna. Mér fannst þessi blanda koma mjög vel út.

Ég vona að þetta smakkist vel:)