ALAVIS
September 19, 2019

Crème brûlée skyrkaka

Í gær gerði ég þessa Crème brûlée skyrköku og langaði mig að deila uppskritinni með ykkur. Ég er mjög hrifin af bæði skyr- og ostakökum og finnst það góð tilbreyting frá súkkulaðikökum. Þó svo að súkkulaði verði alltaf ofarlega hjá mér.

Allt sem þarf:

2 pakkar LU kex

200 gr. íslenskt smjör

500 ml rjómi frá Gott í matinn

500 g Crème brûlée Ísey skyr

Ofan á:

Bláber

Jarðarber

Daim kurl

Flórsykur

Aðferð:

1. LU kexið er sett í matvinnsluvél og því næst hellt í kringlótt form.

2. Næst er íslenskt smjör brætt og hellt yfir kexið.

3. Þessu er blandað saman þangað til allt kexið er orðið blautt og byrjað að klístrast saman.

4. Næst er kexblöndunni þrýst ofan í formið með skeið og botninn gerður alveg sléttur.

5. Þá er komið að því að léttþeyta rjóma og hræra skyrinu rólega saman við með sleif.

6. Skyrblöndunni er síðan hellt jafnt yfir botninn og sett í frysti í 3 klst áður en kakan er skreytt.

Skraut ofan á:

7. Ég skreytti með léttþeyttum rjóma sem ég sprautaði fyrst yfir alla kökuna og strauk svo rétt yfir toppana.

8. Næst hellti ég bláberjum í miðjuna á kökunni og skar nokkur jarðarber til þess að hafa með.

9. Síðan setti ég daim kurlið yfir kökuna. Bæði brætt og óbrætt.

10. Í lokin stráði ég smá flórsykri yfir berin.

Ég vona að kakan smakkist vel. Eigið góða helgi :)