Í gærkvöldi eldaði ég parmesan húðað lambalæri sem er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Undir stökka ostinum er einnig ofsalega góð fylling sem samanstendur af sveppum og lauk ásamt steinselju og timian. Með kjötinu var ég með sveppasósu og Waldorfsalat sem er tilvalið með öllum jólasteikum. Best er að útbúa salatið samdægurs.
Uppskrift:
Fylling:
Parmesan hjúpur:
1. Hitið ofninn í 180°C. Ég nota blástur.
2. Setjið lærið í stóran steikingarpott.
3. Bræðið 250g af íslensku smjöri í litlum potti.
4. Takið heilan hvítlauk og kremjið hvern geira fyrir sig. Saxið svo smátt og setjið út í smjörið.
5. Látið malla í stutta stund og hellið þessu yfir lærið.
6. Takið 2 dl af hvítvíni og setjið í botninn á steikingarpottinum.
7. Látið lærið eldast í 1 klst og takið það þá út úr ofninum.
8. Á meðan er allt sem fer í fyllinguna steikt á pönnu þar til hefur brúnast.
9. Setjið fyllinguna í matvinnsluvél eða saxið allt smátt.
10. Skerið í kjötið niður að beini og látið sirka 4 cm vera á milli.
11. Setjið fyllinguna í rifurnar.
12. Bræðið smjörið og parmesanostinn saman í potti og sejið yfir lærið.
13. Setjið kjötið aftur inn í ofn þar til kjöthitamælirinn sýnir 55°C fyrir lítið steikt, 60-65°C fyrir meðalsteikt og 70-75°C fyrir gegnsteikt.
Waldorfsalat:
Aðferð:
1. Þeytið rjómann
2. Blandið sýrða rjómanum saman við.
3. Flysjið eplin og skerið þau í litla bita
4. Skerið sellerí í litla bita
5. Skerið vínberin í tvennt
6. Brjótið valhneturnar í tvennt
7. Blandið öllu vel saman
8. Geymið í kæli þar til Waldorfsalatið er borið fram
Ég vona að þetta smakkist vel :)