ALAVIS
November 5, 2019

Dripkökunámskeið

Á laugardaginn fór ég á Dripkökunámskeið hjá Sætum syndum og lærði að gera Dripköku. Þetta var í fyrsta skipti sem ég geri svona köku og ég er bara nokkuð sátt við útkomuna. Ég lærði heilan helling á þessu námskeiði sem mun nýtast mér vel í bakstrinum í framtíðinni. Námskeiðið var sérstaklega skemmtilegt og sýnikennslan góð. Ég fékk margar fyrirspurnir út í námskeiðin en þau voru haldin núna í byrjun nóvember. Ég er viss um að það verði fleiri skemmtileg námskeið hjá Sætum syndum á nýju ári. Ég vona það allavega. Mig langar strax á annað námskeið!

Ég valdi auðvitað uppáhalds litina mína á kökuna.. bleikan og fjólubláan!

Ég vona að vikan ykkar verði góð :)