ALAVIS
December 6, 2015

GOTT Í MATINN – JÓLAGJAFALEIKUR

Þar sem ég er byrjuð að blogga inn á Gott í matinn síðuna, þá langar mig að setja af stað nýjan og skemmtilegan gjafaleik. Að þessu sinni ætla ég að gefa veglega gjafakörfu sem inniheldur Gott í matinn vörur sem ég nota mjög mikið í mínar uppskriftir. Þetta eru íslenskar gæðavörur frá MS og ef þú skráir þig í netklúbbinn þeirra, færðu sendar uppskriftir á tveggja vikna fresti sem er virkilega þægilegt og sniðugt til þess að fá góðar hugmyndir.

Í gjafakörfunni eru dásamlegir ostar sem smakkast einfaldlega betur í desember, ásamt rjóma, sultu, kexi, fallegum ostahnífum, svuntu, viskustykki og ofnhanska.

Ég ætla að draga út 5 heppna sem fá Gott í matinn jólakörfur miðvikudaginn 9. desember kl. 20:00.