ALAVIS
November 30, 2015

Gúllassúpa

Mér finnst svo þægilegt að hafa súpu í kvöldmatinn. Það er e-ð svo notalegt í snjónum og kuldanum! Þær eru kraftmiklar og góðar en ég borða nánast aldrei jafn mikið grænmeti og þegar það er súpa á boðstólnum.

Hérna er mín útfærsla:)

Allt sem þú þarft er:

1 pakki nautagúllas. 2 laukar. 5 kramin hvítlauksrif. 100 gr. íslenskt smjör til steikingar. 1 L. vatn. 2 teningar af kjötkrafti. 3 msk salt. 2 msk. paprikuduft. 2 msk kúmenfræ. 1 tsk. túrmerik. Nokkrar kartöflur. Nokkrar gulrætur. 2 paprikur. 1 dós hakkaðir tómatar. 1 lítil dós tómatpúrra.

Aðferð:

Byrjið á því að steikja laukinn, hvítlaukinn og kjötið saman upp úr íslensku smjöri þar til það hefur brúnast. Setjið kryddin út í, ásamt vatni og kjötkrafti.

Næst er komið að því að flysja kartöflur og gulrætur. Skerið þær í bita og bætið út í pottinn ásamt tómatmaukinu, púrrunni og paprikunni.

Látið súpuna malla í góðan klukkutíma á vægum hita. Því lengur því betra.

Gúllassúpan klikkar aldrei en ég ber hana fram með góðu, mjúku brauði og íslensku smjöri!