ALAVIS
September 20, 2019

Avocado súkkulaðimús

Í dag langaði mig að deila með ykkur uppskriftinni af þessari silkimjúku Avocado súkkulaðimús. Hún er bráðholl og einstaklega góð.

Hráefni:

2 stór, vel þroskuð avocado

2 þroskaðir bananar

350 gr grísk jógúrt frá Gott í matinn

5 msk hreint kakó

1 tsk vanilludropar

1/4 tsk sjávarsalt

3 - 5 msk hlynsíróp (fer eftir því hvað þú vilt hafa hana sæta).

65% súkkulaði til þess að rífa yfir (ég notaði lífræna appelsínusúkkulaðið frá Chocolate and Love sem fæst í Nettó).

Aðferð:

Allt sett í matvinnsluvél þar til músin er orðin silkimjúk.

Sprautið súkkulaðimúsinni í glös eða skálar og setjið inn í kæli í 2 klst áður en hún er borin fram.

Skreytið með rifnu, dökku súkkulaði eða ferskum berjum.

Ég vona að avocado súkkulaðimúsin smakkist vel. Eigið ljómandi góða helgi!