Þessi mangóís inniheldur aðeins fjögur hráefni og er sérstaklega frískandi. Það er mjög gott að skera niður suðræna ávexti og bera fram með ísnum.
Allt sem þarf:
2 stk ferskt mangó (vel þroskað)
2 dl Grísk jógúrt frá Gott í matinn
1 dl lífrænt hunang
1 tsk sítrónusafi úr ferskri sítrónu
Aðferð:
1. Skerið mangóið niður í teninga og setjið inn í frysti í 2 klst.
2. Setjið gríska jógúrt í blandara og mangóteningana ofan á.
3. Kreistið sítrónusafann ofan í blandarann.
4. Hunangið fer síðast þegar búið er að blanda hinu vel saman.
5. Setjið ísinn í álform og inn í frysti þar til hann hefur stífnað.
6. Berið fram með t.d. niðurskornum ávöxtum og súkkulaðisósu úr 70% súkkulaði.
Ísinn verður mun skærari eftir að búið er að frysta hann sem gerir hann nú svolítið páskalegan!
Ég vona að þetta smakkist vel :)