ALAVIS
April 4, 2017

Ítalskar hakkbollur

Ég held ég sé ennþá undir ítölskum áhrifum þó ég sé löngu komin heim til Íslands. Allavega er ég búin að klára óvenju marga parmesanosta í matargerðina á stuttum tíma! Í gær bjó ég til þessar ítölsku hakkbollur en þær voru sérstaklega ljúffengar. Ég ákvað því að deilauppskriftinni með ykkur.
Hérna er allt sem þarf:
1 bakki Nautahakk1 poki Mozzarella ostur1 pakki Ritz kex1 Sítróna2 Laukar4 HvítlauksrifPastasósa
Krydd:
Ítalskt panini krydd & Best á allt.
Meðlæti:
Nóg af Parmesan osti, salat & pastasósa fyrir þá sem vilja.
Aðferð:
Setjið nautahakkið í stóra skál & kryddið vel. Kreistið safann úr einni sítrónu yfir hakkið. Skerið laukinn og hvítlaukinn frekar smáttog bætið út í skálina. Brjótið Ritz kexið niður í mylsnu og setjið saman við ásamt einum poka af Mozzarella osti.
Hnoðið öllu vel saman og mótið litlar bollur. Steikið á miðlungs hita þar til þær eru farnar að brúnast vel. Ítölsku sósunni má hella yfirbollurnar rétt í lokin eða hafa hana til hliðar. Berið fram með nóg af rifnum parmesan osti og góðu salati.
Hakkbollurnar eru ekki síðri daginn eftir. Þá er hægt að sjóða pasta & hafa með þeim. Einnig er lítið mál að frysta þær & taka út þegar hentar.

Ég vona að þetta bragðist vel:)