ALAVIS
October 10, 2015

Kjötsúpan mín

Allir á þessu heimili elska kjötsúpu og þá sérstaklega hún Ísabella mín. Ég slæ sjaldan hendinni á móti góðri og bragðmikilli kjötsúpu en hérna er mín uppskrift.

Hráefni:

800 gr. lambasúpukjöt, 3 l vatn, 400 gr. rófur, 200 gr. gulrætur, 2 laukar, 1/2 hvítkálshöfuð,8 msk. súpujurtir, 4 grænmetisteningar, 1 msk. hrísgrjón, salt & pipar.

Aðferð:

Skerið kjötið niður í bita og setjið í pott. Hellið köldu vatni yfir og látið suðuna koma upp. Fleytið froðu ofan af. Skerið grænmetið í bita og bætið út í. Látið súpuna malla í 15. mínútur og bætið þá við súpujurtum ásamt grænmetisteningum. Eftir 45. mínútur til viðbótar er súpan smökkuð til með salti og pipar áður en hún er borin fram.

Mér finnst voða gott að hafa mjúkt brauð með kjötsúpunni til þess að dýfa ofan í.Aðal kosturinn við kjötsúpu er þó sá að hún er holl og ljómandi góð daginn eftir.

Ég vona að hún smakkist vel:)