ALAVIS
January 7, 2016

Kjúklingabringur með kasjúhnetum

Núna í janúar og febrúar ætla ég að vera dugleg við að setja inn hollar uppskriftir hérna á bloggið 🙂 Ég held að það veiti ekki af eftir allar kræsingarnar í desember! Þessi kjúklingaréttur er sérstaklega bragðgóður og léttur í magann.

Allt sem þú þarft er:

1 bakki kjúklingabringur (þær eru á tilboði í Krónunni til 10. janúar). Ólífuolía.200 gr. kasjúhnetur.2 laukar.6 hvítlauksrif (söxuð).1 rauð paprika. 1 brokkolíhaus. 1 kjarnhreinsaður chili (saxaður). 10 cm stilkur af blaðlauk . 3 – 4 dl. ostrusósa.

Aðferð:

Byrjið á því að rista kasjúhneturnar á heitri pönnu í stutta stund og setjið til hliðar. Setjið vel af olífuolíu á pönnuna og steikið lauk, hvítlauk og blaðlauk ásamt chili þar til allt fer að brúnast aðeins. 

Bætið kjúklingabitunum út á pönnuna og kryddið með salti & pipar. Steikið þar til kjúklingurinn er farinn að taka á sig smá lit og bætið þá við brokkolíinu, paprikunni og kasjúhnetunum, ásamt ostrusósunni  (ég er ekkert að spara hana enda svakalega góð í þennan rétt).

Látið malla í 20. mínútur á meðalháum hita og veltið um pönnuna af og til í þennan tíma.

Ég ber réttinn fram með hrísgrjónum eða núðlum.

Ég vona að hann smakkist vel:)