ALAVIS
September 23, 2015

Kjúklingalundir með möndlum, fetaosti & sætum kartöflum, ásamt safaríku spínati & kasjúhnetum

Þessi réttur er einfaldur, hollur og bragðgóður. Hann er ekki síðri upphitaður daginn eftir!

Uppskrift:

1 pakki kjúklingalundir

2 laukar

2 sætar kartöflur

1 krukka fetaostur í kryddolíu

1 dl möndlur

1 dl kasjúhnetur

1 poki spínat

Íslenskt smjör til steikingar

Aðferð..

Hitið ofninn í 180°C á blástur. Skerið sætu kartöflurnar í sneiðar og raðið þeim í eldfast mót. Penslið þær með olífuolíu og kryddið með salti og pipar. Setjið kartöflurnar inn í ofn og á meðan er kjúklingurinn steiktur á pönnu. Ég krydda kjúklinginn með salti, pipar og kjúklingakryddi. Það er í rauninni hægt að nota hvaða krydd sem er.. bara eitthvað sem þér finnst gott með kjúkling.

Steikið kjúklingalundirnar þangað til þær taka á sig smá lit.

Þá er komið að því að taka sætu kartöflurnar út úr ofninum. Dreifið spínatinu yfir sætu kartöflurnar og kjúklingnum yfir spínatið.

Í lokin er möndlunum, kasjúhnetunum, lauknum og fetaostinum hellt yfir kjúklingalundirnar og sett inn í ofn í 30. mínútur. Ég vona að rétturinn smakkist vel!:)