ALAVIS
November 1, 2015

Kjúklingasúpa með kókosmjólk, lime og engiferi

Súpan inniheldur hvítlauk, rauðlauk og blaðlauk svo enginn verði nú kvefaður!

Hér er allt sem þú þarft:.

Kjúklingur (ég keypti grillaðan í Krónunni sem ég skar niður í litla bita). 1/2 bolli kókosolía. 2 rauðlaukar (saxaðir). 1 blaðlaukur (saxaður). 4 hvítlauksrif (pressuð). 2 cm bútur af engiferi (raspað niður). 1 rauð paprika (söxuð). 2 dósir kókosmjólk. 1L vatn. Safi úr 2 lime. 2 msk. hunang. 1 tsk. túrmerik. 1 tsk. madras karrý. 1 msk. kóríanderduft. 1 tsk. chili krydd. 1 msk. grænmetiskraftur. 2 kjúklingateningar. 6 msk. gróft hnetusmjör. 1/2 dós hakkaðir tómatar með chili (t.d. frá Gestus). 1 msk. ferskt kóríander í lokinn.

Aðferð:

Ég byrjaði á því að setja kókosolíu í pottinn og steikja rauðlauk, blaðlauk, hvítlauk, engifer og papriku í u.þ.b. 10. mínútur.

Næsta skref er að bæta við kókosmjólkinni, vatninu, hökkuðu tómötunum og lime-inu, ásamt kjúklingateningunum, hunanginu og öllum kryddum.Látið þetta malla í stutta stund og bætið þá við hnetusmjörinu ásamt grillaða, niðurskorna kjúklingnum.Ég læt súpuna malla í 1 klst. á lágum hita og hræri í reglulega.Í lokinn strái ég fersku kóríander yfir.

Berið fram með góðu brauði og íslensku smjöri.

Ég vona að þetta smakkist vel!