Þegar mig langar í eitthvað sætt í hollari kantinum finnst mér frábært að eiga kókoskúlur í frystinum. Það er fullt af góðum næringarefnum í þessum kókoskúlum og þar að auki bragðast þær einstaklega vel. Uppskriftina má finna hér neðar.
Uppskrift:
400 g mjúkar, steinlausar döðlur
100 g möndlur án hýðis
100 g kasjúhnetur
100 g tröllahafrar
1 msk lífrænt hnetusmjör
1 msk hreint kakóduft
2 msk ljóst agave sýróp
2 tsk vanilludropar
3 msk sjóðandi heitt vatn
Kókosmjöl til þess að velta kúlunum upp úr
Smá sjávarsalt
Aðferð:
1. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél einar og sér í 2-3 mínútur.
2. Bætið því næst kasjúhnetum saman við og látið blandast í u.þ.b. 1 mínútu.
3. Næst eru möndlur settar saman við og þetta látið blandast mjög vel saman.
4. Þá er hnetusmjör sett út í ásamt agave sýrópi, tröllahöfrum og kakói.
5. Vanilludropar og smá sjávarsalt er sett út í undir lokin.
6. Sjóðið vatn í potti og hellið 3 msk af vatni út í deigið.
7. Þegar allt hefur blandast vel saman í matvinnsluvél og deigið orðið mjúkt og klístrað er hægt að útbúa meðalstórar kúlur.
8. Veltið kúlunum upp úr kókosmjöli.
9. Geymist í kæli eða frysti.
Öll hráefnin í þessari uppskrift fást í Nettó.
Ég vona að þær smakkist vel :)