ALAVIS
July 1, 2018

Ljúffeng skúffukaka

Í dag langaði mig að deila uppskriftinni af uppáhalds Skúffukökunni minni eins og ég geri hana ávallt. Ég er meira fyrir krem á kökur heldur en glassúr og þess vegna er þessi Skúffukaka með ljósu súkkulaðikremi.

Allt sem þarf:

300 g íslenskt smjör

8 dl spelt hveiti

4 msk kakó

4 tsk lyftiduft

4 egg

4 dl sykur

2 dl nýmjólk

5 tsk vanilludropar

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°C - blástur.

2. Hrærið eggin og sykurinn saman í nokkrar mínútur.

3. Bræðið smjörið á miðlungs hita og setjið til hliðar.

4. Næst er hveiti, kakói og lyftidufti bætt saman við eggjablönduna.

5. Hrærið allt vel saman og bætið svo smjörinu, mjólkinni og vanilludropunum út í.

6. Smyrjið ofnskúffu með smjöri og hellið deiginu jafnt yfir.

7. Bakið í 20 mínútur.

Krem:

400 gr mjúkt, íslenskt smjör

400 gr. flórsykur

3 plötur suðusúkkulaði 

3 egg, 

4 tsk vanilludropar

Aðferð:

Smjör, flórsykur og egg þeytt saman. Súkkulaði brætt yfir gufu og hellt út í, eftir að það hefur kólnað aðeins.

Smyrjið kreminu á kökuna og stráið kókosmjöli yfir.

Það er ekkert verra að bera Skúffukökuna fram með þeyttum rjóma:)

Ég vona að kakan bragðist ljómandi vel.