ALAVIS
September 19, 2015

Ljúffengt Lasagne með fullt af grænmeti & stökkum osti

Ég hef alltaf verið mikið fyrir ítalska matargerð & slæ aldrei hendinni á móti Lasagne, parma pizzu eða spaghetti bolognese með mikið af rifnum parmesan. Mér finnst skipta miklu máli að hráefnið sé ferskt en það skilar sér fljótt í bragðinu. Ef það væri eitthvað annað land sem ég gæti hugsað mér að búa í þá væri það ítalía. Frábær matarmenning & nýjasta tískan á einum stað.

Máltíðin hjá ítölum er hápunktur dagsins, sama hvaða dag & hvenær vikunnar.Fjölskyldan er samrýmd & þar situr fólk lengi yfir margrétta veisluborðum & ekkert stress.

Hérna er mín útgáfa af Lasagne í hollari kantinum. Auðvitað er hægt að bæta við meira af gráðaosti & rjóma til þess að gera það enn betra.

Hérna er það sem þarf:

1 pakki nautahakk, 2 saxaðir laukar, 2 saxaðir hvítlauksgeirar, 1 dós tomato & basil pasta sauce frá Jamie Oliver, 1 dós sýrður rjómi, 1 dós kotasæla, 1 poki rifinn pizza ostur, 1 pakki lasagne plötur frá Jamie Oliver, eitt búnt fersk basilíka, nokkrir ferskir tómatar, 1 peli rjómi, 3 gulrætur, 1 rauð paprika, oregano krydd, steinselja krydd, ítalskt panini krydd, salt & pipar.

Aðferð:

Íslenskt smjör eða olía sett á pönnu og laukurinn + hvítlaukurinn brúnaður. Hakkið er kryddað vel og bætt saman við laukinn. 

Þegar hakkið er vel steikt þá er papriku, gulrótum, tómötum og basilíku bætt saman við.

Næst er komið að því að bræða gráðaostinn í rjómanum og passa að hræra vel í á meðan. Núna er einnig kominn tími til þess að hita ofninn í 180°C undir/yfirhiti.

Núna er kjötið sett neðst í eldfast mót, kotasælunni er hrært saman við sýrða rjómann og smurt ofan á lasagneplöturnar og gráðaostasósunni hellt yfir milli laga.

Ég gerði tvö lög í þetta skiptið þar sem eldfasta mótið mitt var frekar stórt.

Í lokinn dreifði ég rifna ostinum yfir allt og sett inn í heitann ofninn í 40. mínútur.

Berið fram með salati, fetaosti & ferskum tómötum.

Ég vona að þetta smakkist vel:)