ALAVIS
October 4, 2019

Mango salsa

Það er fátt betra en safaríkt mango að mínu mati. Það minnir mig á sól og sumar en Mango salsa er eitt það besta sem ég veit. Það passar sérstaklega vel með kjúklingi og er einnig frábært eitt og sér.

Hráefni:

1 stk mjúkt mango

1 rauð paprika

1 gul paprika

1 rauðlaukur

1 mjúkt avocado

1 lúka ferskt kóríander

smá gróft salt

Safi úr ½ app­el­sínu

Safi úr 1 mango

Aðferð:

Allt skorið smátt niður, blandað vel saman og sett í skál. Eins einfalt og hugsast getur og svo ótrúlega ferskt og gott.

Öll fersku hráefnin í þessa uppskrift fást í Nettó.

Það er gaman að segja frá því að Nettó á afmæli og er 30 ára. Þess vegna verða Afmælistilboð í Nettó alla helgina. Hér er hægt að sjá hluta af tilboðunum þeirra.

Eigið ljómandi góða helgi!