ALAVIS
November 25, 2015

Mexíkóskur kjúklingaréttur

Þessi réttur er miðlungs sterkur og afar bragðgóður. Hann höfðar vel til þeirra sem eru hrifnir af sterkum og bragðmiklum mat. Rétturinn er mjög saðsamur og alls ekki síðri daginn eftir!

3 Kjúklingabringur100 gr. Íslenskt smjör. 1 krukka Salsasósa. 1 peli Rjómi. 1 tsk. Chilli krydd. 1. tsk. Arctic thyme salt frá Saltverk. 1 msk. Best á allt krydd. 2 Kjúklingateningar, 1 askja Rjómaostur. 1 stk. Mexíkóostur. 1 pakki Mozzarella ostur. 2 – 3 lúkur brotnar Tortilla skeljar.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Skerið kjúklingabringur í bita og kryddið með chilli, Best á allt kryddi og salti (ég nota góðu söltin frá Saltverk).Steikið kjúklinginn á pönnu upp úr íslensku smjöri þar til hann hefur brúnast og setjið í eldfast mót.

Setjið rjómann, mexíkóostinn og rjómaostinn í lítinn pott, ásamt salsasósunni og kjúklingateningunum. Látið ostinn bráðna og hellið yfir kjúklinginn. Bætið mozzarellaostinum og tortilla skeljunum yfir í lokinn og bakið við 180°C í 30. mínútur. 

Ég vona að þetta smakkist vel:)