ALAVIS
October 7, 2019

Ný uppskriftabók

Ég er mjög svo spennt að segja ykkur frá því að á morgun kemur út þessi glænýja uppskriftabók sem er samstarfsverkefni sex matarbloggara. Í bókinni eru 120 fjölbreyttir og frábærir réttir og var hugmyndin að leiða saman áhugafólk um mat. Við matarbloggararnir fengum það verkefni að tilnefna vinsælustu réttina okkar og taka saman í þétta og spennandi matreiðslubók.

Bókin verður til sölu í öllum helstu verslunum landsins frá og með morgundeginum.

Þeir sem vilja fylgjast með á samfélagsmiðlum..

Í tilefni af því að bókin er að koma út á morgun langar mig að gleðja 10 lesendur í hverjum mánuði fram að jólum.

Hægt er að taka þátt inni á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.

Ég vona að vikan ykkar verði góð <3