Ég hef alltaf verið mikið fyrir allskonar osta og alveg sama hvort það er ferskur parmesanostur, rifinn mozzarella eða kryddostur þá finnst mér þeir allir jafn góðir. Mygluostar með góðri sulti og söltu kexi er svo toppurinn á tilverunni. Að baka ostana í stutta stund gerir þá extra djúsí! Hérna kemur mín aðferð að ofnbökuðum Dalahring.
Hráefni
Dala hringur
Pistasíuhnetur
Trönuber
Kirsuber
Jarðarberjasósa
-200g jarðarber
- ½dl sykur
- smá sítrónusafi úr ferskri sítrónu
Aðferð
1. Hitið ofninn í 180°C.
2. Setjið smjörpappír í lítið, eldfast mót og setjið ostinn ofan á.
3. Bakið ostinn í 10 mínútur þar til hann er orðinn mjúkur.
4. Hellið jarðarberjasósu yfir ostinn en til þess að gera hana eru jarðarber og sykur sett í pott ásamt 1msk af vatni. Látið jarðarberin sjóða niður og notið töfrasprota til þess að sósan verði silkimjúk.
5. Kreistið smá sítrónu út í sósuna til þess að gera hana enn betri.
6. Skreytið með t.d. pistasíuhnetum, trönuberjum og kirsuberjum.
7. Berið fram með góðu kexi.
Ég vona að þetta smakkist vel.