ALAVIS
May 26, 2020

Ommeletta með bræddum parmesanosti

Ég geri oft vel við mig um helgar og útbý ommelettu og fleira góðgæti. Að þessu sinni bræddi ég parmesanostinn Gretti yfir ommelettuna mína og það kom ljómandi vel út. Osturinn er nýjung frá MS og ég á eflaust eftir að nota hann mikið í hina ýmsu rétti í framtíðinni enda er ég mikið fyrir bæði osta og rjóma í matargerð. Grettir er sætur og stökkur ostur sem kemur skemmtilega á óvart. Sérstök geymsluaðferð gefur honum milt og ljúft bragð sem og flauelsmjúka áferð.

Hérna kemur uppskrift af einni góðri Ommelettu..

➺ 4 egg

➺ Sveppir (eftir smekk)

➺ Skinka (eftir smekk)

➺ Íslenskt smjör

➺ Parmesanosturinn Grettir

➺ Vorlaukur

  1. Pískið eggin saman með gaffli og kryddið með grófu salti + svörtum pipar.
  2. Skerið skinku og sveppi niður í litla bita.
  3. Bræðið íslenskt smjör á pönnu og hellið eggjahrærunni út á.
  4. Setjið skinku og sveppi yfir eggin eftir 1. mínútu.
  5. Steikið á báðum hliðum.
  6. Skerið parmesanostinn niður í litla bita og dreifið honum yfir omelettuna undir lokin.
  7. Þegar osturinn hefur bráðnað finnst mér gott að setja vorlauk yfir.

Það sem mér finnst einnig gott að setja í Ommelettu: Rauð- eða gul paprika, aspas, mozzarellaostur, ferskt kóríander og kirsuberjatómatar.

Ég vona að þetta smakkist vel :)