ALAVIS
October 15, 2016

Orkuboltar

Mig langaði að deila með ykkur orkuboltunum sem ég bý alltaf til reglulega & á inni í frysti.Það er voða þægilegt að grípa í þá ef manni langar í eitthvað sætt en samt í hollari kanntinum.Orkuboltarnir eru sérstaklega saðsamir & orkumiklir, ásamt því að vera bragðgóðir!

Hér er allt sem þarf:

1 bolli kasjúhnetur, 1 bolli möndlur, 1/2 bolli kókosolía, 3 bollar döðlur, 1 msk Hlynsýróp, 1 tsk Kanill, Smá salt.

Byrjið á því að setja kasjúhnetur & möndlur í matvinnsluvél í 5. mínútur eða þar til blandanlítur út eins & deig. Bætið þá við kókosolíu & kveikið aftur í 30. sekúndur.

Þá ætti þetta að vera orðið silkimjúkt & fínt.

Setjið næst döðlurnar í matvinnsluvélina & leyfið henni að vinna þar til allt er orðið vel klístrað saman.

Hlynsýrópið, kanillinn & saltið fer saman við í lokin í 30. sekúndur & þá er allt komið 🙂

Setjið bökunarpappír ofan í frostþolið ílát sem hægt er að loka & mótið litlar kúlur.

Setjið í frysti í tvær klukkustundir & þá eru Orkuboltarnir tilbúnir!

Mér finnst best að geyma þá í frysti & taka fram einn & einn þegar mig langar í.

Ég vona að þetta smakkist vel:)