ALAVIS
September 14, 2017

Penne pasta með kjúkling og crispy beikonbitum í rjómaostasósu

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er hann virkilega bragðgóður. hann er ekki síðri upphitaður daginn eftir sem er alltaf jafn þægilegt!
Hér er allt sem þarf:

Kjúklingabringur, beikon, penne pasta, 1 pakki sveppir, rauð paprika, 2 laukar, graslaukur, 1 peli rjómi, rúmlega hálfur parmesanostur, mozzarellaostur, piparostur.

Aðferð:

1. Byrjið á því að steikja sveppi, lauk og papriku á lítilli pönnu (setjið til hliðar). 2. Steikið beikonið þangað til það er orðið stökkt (setjið til hliðar). 3. steikið því næst kjúklingabringurnar (kryddið með salti + pipar) og sjóðið penne pastað á sama tíma. 4. takið fram pott og hellið rjómanum út í. 5. bræðið piparostinn og parmesanostinn á vægum hita. 6. þegar pastað er soðið hellið vatninu af og bætið því saman við rjómaostablönduna ásamt kjúklingnum (sem búið er að skera í passlega stóra bita). 7. steikta grænmetið fer svo saman við í lokinn. 8. smakkið til með svörtum pipar. 9. berið réttinn fram með smátt skornum graslauk og mozzarella osti.
Ég vona að þetta smakkist vel:)