ALAVIS
December 7, 2015

Piparkökur

Ég & Ísabella bökuðum piparkökur um helgina og þær heppnuðust bara ljómandi vel hjá okkur.

Ísabella var aðallega í því að borða deigið og ég kökurnar:)

Allt sem þú þarft er:

4 dl. hveiti1 dl. sýróp2 dl. sykur2 tsk. kanill1 tsk. negull1 tsk. engifer1 tsk. matarsódi¼ tsk. pipar100 gr. smjörlíki (við stofuhita)½ dl nýmjólk

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C.Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið þeim vel saman.Skerið smjörlíkið í bita og blandið við þurrefnin (munið að hafa það við stofuhita).Gerið holu í deigið, hellið mjólkinni ásamt sýrópinu ofan í og hrærið vel saman.Hellið deiginu á borð og hnoðið þangað til það er tilbúið, sem er yfirleitt þar til þið nennið ekki meir 😀Ef ykkur finnst deigið vera of blautt þá er alltaf hægt að bæta við smá hveiti.

Fletjið deigið út og leikið ykkur að búa til jólatré, hjörtu, stjörnur eða hvað sem ykkur dettur í hug 🙂

Bakið Piparkökurnar í 5 – 8 mínútur, fer eftir stærð. Þannig að fylgist vel með þeim!

Ég vona að þetta smakkist vel.