ALAVIS
April 24, 2018

Fylltar Sætar kartöflur með kjúkling, sveppum, lauk og stökku beikoni

Hér er allt sem þarf - Fyrir fjóra

2 sætar kartöflur

Kjúklingabringur (smátt skornar)

1 pakki sveppir

2 laukar

1 bréf beikon

1 dl rjómi

1 poki Pizzaostur frá Gott í matinn

Fetakubbur ókryddaður frá Gott í matinn

Íslenskt smjör til steikingar

Sjávarsalt + pipar

1. Byrjið á því að stilla ofninn á 200°C – blástur.

2. Skerið sætu kartöflurnar í tvennt þannig þær séu ílangar.

3. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og leggið kartöflurnar niður (hýðið upp).

4. Penslið sætu kartöflurnar með olífuolíu og stráið sjávarsalti yfir.

5. Setjið þær inn í ofn í 50. mínútur á meðan fyllingin er útbúin.

6. Skerið kjúklinginn í passlega stóra bita og steikið þar til hann hefur brúnast.

7. Skerið beikonið smátt og bætið saman við kjúklinginn.

8. Setjið saxaða sveppi og lauk út á pönnuna í lokin.

9. Kryddið til með salti + pipar.

10. Hellið 1 dl af rjóma út á fyllinguna.

11. Takið sætu kartöflurnar út úr ofninum og snúið þeim við.

12. Skafið innan úr sætu kartöflunum og setjið út í fyllinguna á pönnunni. Passið að skilja smá eftir í köntunum til þess að kartaflan rifni ekki og fyllingin leki ekki út fyrir.

13. Setjið núna fyllinguna ofan í hýðið og stráið muldum fetakubbi og pizzaosti yfir allt saman.

14. Bakið þetta áfram í ofninum þar til osturinn er orðinn fallega gylltur.

Fyrir matinn gerði ég beikonvafðar döðlur með rjómaosti. Það klikkar aldrei og seðjar mesta hungrið á meðan beðið er eftir matnum.
Ég mæli mikið með því að prófa! Eina sem þarf að gera er að vefja döðlunum inn í beikon og setja smá rjómaost á milli. Þetta er svo sett inn í ofn þar til beikonið er orðið stökkt. Tilvalið í matarboð og allskonar veislur!
Svörtu diskarnir eru dásamlega fallegir en ég fékk þá að gjöf frá Iittala. Glösin, hnífapörin og blómavasinn eru einnig frá sama merki.

Ég vona að þetta smakkist vel:)