Ég hef alltaf verið mikið fyrir brunch. Reyndar líka breakfast og lunch en það er annað mál ;) Mér finnst bara ofsalega gott að borða og þá sérstaklega eitthvað heimatilbúið. Í dag langaði mig að deila uppskriftinni af einu uppáhalds boostinu mínu. Það er mjög svipað og 1001 nótt á Ísey skyrbar en aðeins meira creamy og sætt!
Uppskrift fyrir tvo:
500 g Ísey skyr með vanillubragði
1 msk lífrænt hnetusmjör
5 stk mjúkar döðlur
1 bolli afhýddar möndlur (sem eru búnar að liggja í bleyti yfir nótt)
1/2 bolli frosið mangó
1 þroskaður banani
1 rautt epli frá Pink lady
1 bolli Organic coconut rice milk frá DREAM (ég set link hér af því mér finnst þetta sú eina sem er góð í boostið).
Setjið allt í blandara ásamt nokkrum ísmolum. Ef boostið er of þykkt þá set ég meira af kókosmjólk.
Ég vona að þetta smakkist vel..