ALAVIS
October 26, 2015

Skyrterta með kirsuberjasósu

Þennan eftirrétt fékk ég einu sinni í matarboði hjá tengdamömmu, mér til mikillar ánægju þar sem ég er algjör eftirréttakerling. Þegar ég veit að það er eftirréttur á boðstólnum þá spara ég mig alltaf fyrir hann og borða aðeins minna af aðalréttinum.

Það skemmtilega við þennan ljúffenga eftirrétt er að hann er virkilega einfaldur og það er ekki hægt að klúðra honum!

Borðbúnaðurinn á myndinni er frá KÚNÍGÚND.Villeroy & Boch White Lace Matardiskur – Hnífapör – Georg Jensen glös – Rosendahl bjöllur platinum

*

Hér er allt sem þú þarft:

1 pakki LU kex100 gr. íslenskt smjör1 peli rjómi1 dós vanillu skyrKirsuberjasósa

Aðferð:

Ég byrjaði á því að mylja LU kexið í matvinnsluvél og hella því í kringlótt form.

Næst bræddi ég smjörið og hellti yfir kexið. Magn smjörsins fer algjörlega eftir smekk en mér finnst gott að hafa kexið vel blautt.

Þá er komið að því að þeyta rjómann og hræra skyrinu vel saman við. 

Þessu er svo smurt jafnt yfir kexblönduna.

Í lokinn er ljúffengu kirsuberjasósunni hellt yfir allt.

Það er vel hægt að bæta við bláberjum, jarðarberjum eða hverju sem ykkur dettur í hug.

Eftirrétturinn er svo kældur vel inni í ísskáp áður en hann er borinn fram.

Ég vona að ykkur finnist þetta jafn bragðgott og mér.