Síðustu vikur hef ég mikið verið að gera smoothie skálar og boost á morgnana. Hvort tveggja inniheldur fullt af næringarefnum ásamt því að vera sérstaklega bragðgott. Hérna er mín uppskrift af bleikri smoothie skál með ávöxtum:
Allt sem þarf:
250 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
5 fersk jarðarber
1 þroskaður, frosinn banani
1 skeið collagen duft
Á toppinn er hægt að nota hvað sem er. Ég setti..
Niðurskorin jarðarber, fersk bláber, lífrænt hnetusmjör og nokkra bananabita
Ég vona að þetta smakkist vel ;)