ALAVIS
October 22, 2019

Spínat- og ostafylltar kjúklingabringur

Í gær var ég með spínat- og ostafylltar kjúklingabringur í kvöldmatinn. Það er hægt að nota allskonar fyllingar en ég valdi það sem mér finnst bragðast best og passar vel saman :)

Allt sem þarf:

4 kjúklingabringur

1 poki spínat

1 laukur

4 hvítlauksrif

1 bakki sveppir

1 poki Mozzarella ostur frá Gott í matinn

½ Óðals Tindur frá MS

Gróft salt + svartur pipar

Íslenskt smjör til steikingar

Aðferð:

  1. Skerðu lárétta rifu í miðjuna á kjúklingabringunni þannig það myndist eins konar vasi.
  2. Næst er laukur, hvítlaukur og sveppir steiktir á pönnu við miðlungs hita. Setjið í skál til hliðar.
  3. Steikið spínatið í stutta stund þar til safaríkt og mjúkt og skerið smátt.
  4. Takið stóra skál og hellið mozzarella ostinum ofan í ásamt rifnum Óðals Tindi.
  5. Blandið steikta grænmetinu vel saman við ostinn ásamt spínatinu.
  6. Setjið fyllinguna ofan í vasann á kjúklingnum. Mér finnst best að halda fyllingunni inni í bringunni með tannstönglum (sem eru svo teknir úr áður en maturinn er borinn fram).
  7. Kryddið bringuna fyrir steikingu með grófu salti, svörtum pipar og eðal kjúklingakryddi.
  8. Steikið bringurnar upp úr íslensku smjöri þar til þær eru farnar að brúnast. U.þ.b. 5 mínútur á hvorri hlið.
  9. Setjið bringurnar í eld­fast mót og bakið í ofni á blæstri (180°C) í 30 mín­út­ur eða þar til fulleldaðar.
  10. Fyllingin sem verður eftir finnst mér gott að setja ofan í eldfasta mótið til hliðar.

Mér finnst gott að kreista smávegis lime yfir bringurnar í lokin. En það er algjört smekksatriði.

Ég vona að þetta smakkist vel :)