ALAVIS
December 11, 2018

Stelpuboð

Á laugardaginn hélt ég smá stelpuboð hérna heima sem var ótrúlega skemmtilegt og góð tilbreyting. Ég er að hugsa um að gera þetta oftar enda finnst mér fátt skemmtilegra en að halda veislur. Ég var með súpu, tapasrétti og kökur frá Sætum Syndum í eftirrétt handa stelpunum.

Allar stelpurnar fengu ilmvatnið ARI frá Ariana Grande en ilmurinn er sérstaklega góður og pínu sætur. Ilmvatnsglasið er mjög fallegt og kvenlegt.

Kökurnar frá Sætum syndum eru syndsamlega góðar og algjör listaverk! Kakan til vinstri er Sörukaka sem er súkkulaðikaka með sörukremi og muldum sörum á milli. Þessi kaka verður fáanleg fram að jólum. Kakan vinstra megin er Candy Cane kaka og er með fersku og léttu bragði.

Sörurnar á myndinni eru einnig fáanlegar í Sætum syndum. Þær koma 15 saman í fallegri gjafaöskju á 2.990kr. Hægt er að velja um þrjár sörutegundir í búðinni þeirra en það eru klassískar sörur, Bailey’s og svo saltkaramellu.

Ég fékk myndakassa frá selfie.is fyrir partyið sem vakti mikla lukku. Þetta er virkilega sniðugt í allar veislur og gaman að festa minningarnar á filmu. Ég valdi Klassíska Boxið sem er fallegur myndakassi smíðaður úr við. Boxið er með 16″ snertiskjá, 24mp Canon DSLR myndavél og studíó ljósi sem gerir myndirnar fullkomnar. Það er hægt að tengja Boxið við prentara sem prentar út á staðnum. Eftir leiguna fær leigutaki aðgang að öllum myndum. Þar er hægt að skoða, vista og áframsenda allar þær myndir sem teknar voru. Selfie.is vista einnig allar myndirnar í allt að tvö ár. Það sem er sérstaklega þægilegt er að strákarnir hjá Selfie stilla öllu upp fyrir mann og taka niður eftir partyið.

Það er hægt að velja um allskonar flott props inni á selfie.is síðunni sem gerir myndirnar töluvert mikið skemmtilegri. Ég mæli mikið með.