ALAVIS
September 20, 2015

Súkkulaði-bananaterta

Þessi terta hefur verið á boðstólnum í minni fjölskyldu frá því ég var lítil. Hún er sú allra besta að mínu mati & þeir sem hafa smakkað hana eru eflaust sammála mér.

Botnar:

4 egg, 1 bolli sykur, 1/2 bolli hveiti, 2 msk kakó, 1 msk. kartöflumjöl, 1 tsk. lyftiduft.

Aðferð..Ofn hitaður í 180°C, ég nota blástur.Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.Þá er þurrefnunum blandað saman við með sleikju.Skiptið deiginu jafnt í tvö form og bakið við 180°C í 20 mínútur á blæstri.Látið botnana kólna alveg áður en bananakremið er sett á milli.

Bananakrem – gott að kæla í ísskáp áður en það er sett á milli botnana:

100 gr. mjúkt, íslenskt smjör, 70 gr. flórsykur, 4 stappaðir bananar (best að hafa þá þroskaða).

Aðferð..Smjör og flórsykur þeytt vel saman.Því næst er stöppuðum bönunum bætt út í.

Súkkulaðibráð ofan á:

100 gr mjúkt, íslenskt smjör, 100 gr. flórsykur, 1 1/2 stykki suðusúkkulaði. 1 egg, nokkrir vanilludropar.

Aðferð..Smjör, flórsykur og egg þeytt saman.Súkkulaði brætt yfir gufu og hellt út í, eftir að það hefur kólnað aðeins.

Í minni fjölskyldu skreytum við þessa tertu með niðursoðnum perum og þeyttum rjóma 🙂

Ég mæli svo sannarlega með að prófa þessa.

Ég lofa ykkur því hér með að hún smakkast einstaklega vel!