ALAVIS
October 8, 2015

Sveitakjúklingur

Þessi réttur er einfaldur og bragðgóður. Hann er einungis eldaður á pönnu & þar af leiðandi er lítið uppvask 😀 Rétturinn er ekki síðri daginn eftir.

Hráefni:

4 kjúklingabringur, 2 msk. hveiti, 25 gr. smjör til steikingar, 2 laukar (saxaðir), 2 hvítlauksgeirar (pressaðir), 1 græn paprika (söxuð), 1 rauð paprika (söxuð), 2 msk. karrý, 1 tsk. timían, 1 dós tómatar, 2 msk. sætt, ljóst vermút, 50 gr. rúsínur, salt & pipar eftir smekk.

Aðferð: 

Kjúklingabringurnar eru skornar í litla bita og settar í glæran plastpoka, ásamt hveiti og kryddum. Þetta er hrist vel saman og sett út á heita pönnuna eftir að smjörið hefur bráðnað alveg. Kjúklingurinn er steiktur þangað til hann fær á sig fallegan, gulbrúnan lit og þá er hann tekinn af pönnunni og settur til hliðar í stutta stund.  Næst er komið að því að bæta við meira af smjöri á pönnuna og steikja laukinn, hvítlaukinn og paprikuna í sirka 5. mínútur. Þá er rúsínunum, tómatdósinni og víninu bætt saman við, ásamt kjúklingnum.

Látið réttinn malla í 20 mínútur eftir að allt hráefnið er komið á pönnuna og berið fram með hrísgrjónum.

Rétturinn gæti varla verið einfaldari og ég vona að hann smakkist vel:)