ALAVIS
October 23, 2019

Taco með bestu kóríandersósunni

Ég hef alltaf verið mikið fyrir mexíkóskan mat og sérstaklega eftir að ég fór til Mexíkó fyrir nokkrum árum síðan. Það er alveg sama hvaða mexíkóska rétt maður velur á veitingastað þeir eru allir góðir! Ég er nánast alltaf í stuði fyrir Taco og það verður seint þreytt að mínu mati. Kóríandersósan sem gerir útslagið er sérstaklega einföld og gerir þetta Taco miklu ferskara og bragðbetra. Hérna kemur mín aðferð :)

Allt sem þarf:

1 bakki nautahakk

Lambhagasalat

Rauð paprika

Gúrka

Mozzarellaostur frá Gott í matinn

Gróft salt, svartur pipar, taco krydd

Aðferð:

1. Steikið nautahakkið á pönnu og kryddið með grófu salti, svörtum pipar og taco kryddi.

2. Saxið rauðu paprikuna, gúrkuna og mozzarellaostinn mjög smátt og setjið í litlar skálar.

3. Hitið taco skeljarnar í örskamma stund og fyllið þær með lambhagasalati, nautahakki og grænmeti ásamt mozzarellaostinum.

4 Útbúið kóríandersósu og hellið ofan í skelina.

Kóríandersósa:

Sýrður rjómi frá Gott í matinn

1/2 kreist lime

1/2 mjúkt avocado

1 bolli ferskt kóríander

Gróft salt + pipar

Aðferð:

Takið fram skál og hrærið saman sýrðum rjóma, 1/2 kreistu lime, 1/2 mjúku stöppuðu avocado ásamt mjög smátt söxuðu kóríander. Það er þægilegast og best að setja öll hráefnin í matvinnsluvél til þess að fá sósuna silkimjúka en alls ekki nauðsynlegt. Kryddið til með grófu salti og pipar.

Ég vona að þetta smakkist vel:)