ALAVIS
April 21, 2016

Tagliatelle með kjúkling, sveppum & piparostasósu.

Næsti réttur sem ég deili með ykkur er bragðmikill & góður.Hann inniheldur kjúkling, beikon & sveppi ásamt dýrindis rjómaostasósu sem er sérlega ljúffeng ofan á Tagliatelle pastað.

Hér er allt sem þarf:

1 bakki kjúklingalundir eða bringur.Tagliatelle pasta frá Jamie Oliver.1 bréf af beikoni.1 bakki sveppir.1 laukur.1 piparostur.1 parmesanostur.1 peli rjómi.Olífuolía frá Jamie Oliver – til steikingar.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C – blástur.Steikið sveppi, lauk & beikon upp úr olífuolíunni þar til allt er orðið gullinbrúnt & færið þá af pönnunni yfir í eldfast mót. Setjið meiri olífuolíu á pönnuna & steikið kjúklinginn í stutta stund, eða í u.þ.b. 1 mínútu. Það þarf ekki að þrífa pönnuna í millitíðinni, heldur finnst mér gott að hafa soðið af beikoninu, sveppunum og lauknum þegar kjúllinn fer á.

Þegar kjúklingurinn er tilbúinn set ég hann einnig ofan í eldfasta mótið & þá er komið að því að búa til ostasósuna en hún er virkilega einföld.Það eina sem þarf að gera er að taka fram lítinn pott og setja rjómann, parmesan- og piparostinn saman við þar til allt er brætt saman & hella yfir kjúklinginn. Þá er komið að því að setja réttinn inn í ofninn í 35. mínútur.

Á meðan er Tagliatelle pastað soðið í u.þ.b. 10. mínútur.

Ég vona að þetta smakkist vel!