ALAVIS
October 21, 2015

Þunnbotna parma pizza með rucola, tómötum og fullt af osti

Þessi uppskrift er fljótleg og sérstaklega bragðgóð. Hún er tilvalin í miðri viku þegar maður veit ekkert hvað á að vera í matinn:)

Borðbúnaðurinn á myndinni er frá KÚNÍGÚND. Rosendahl diskur – Hnífapör – Holmegaard glas – Kay Bojesen Zebra

Hér er allt sem þú þarft:

Álpappír, Olífuolía, Tortillas, 50 gr. íslenskt smjör, 3 hvítlauksrif, Góður parmesan ostur, 5 stk. kirsuberjatómatar, Rucola salat eftir smekk, Serrano skinka, Pizza ostur, Ferskur mozzarella ostur.

Ég byrjaði á því að útbúa hring úr álpappírnum og smyrja smá olífuolíu undir tortilla botninn.Næst bræddi ég smjör í potti og kreisti hvítlaukinn út í.Hvítlaukssmjörinu er pennslað yfir allan tortilla botninn og því næst er rifnum parmesan osti stráð yfir.

Þá er komið að því að raða rucola og tómötum á pizzuna

Serrano skinkan kemur næst á eftir..

Síðast en ekki síst.. Pizza ostur, ferskur mozzarella og meira af rifnum parmesan.

Þá er bara að skella pizzunni í ofninn þangað til hliðarnar verða aðeins crispy. Áður en ég ber hana fram bæti ég alltaf við smá rucola.

bon appétit.