ALAVIS
November 20, 2015

Trefjaríkt All-Bran brauð

Þetta brauð með íslensku smjöri er hrikalega gott. Mér finnst best að borða það volgt, nýkomið úr ofninum. Brauðið er svolítið jólalegt og þess vegna baka ég það mun oftar í nóvember og desember heldur en alla hina mánuðina!

Hér er allt sem þú þarft:

4 bollar All-Bran4 bollar mjólk3 bollar rúsínur3 bollar púðursykur

Allt sett saman í skál í 1 klst.Eftir það er 4 bollum af hveiti blandað saman við með sleif, ásamt 6 tsk. af lyftidufti.

Smyrjið 2 form og bakið við 180°C í 45. mínútur.

Einfaldara gæti það ekki verið!

Ég vona að þetta smakkist vel