Í dag langaði mig að deila uppskriftinni af þessum ferska tropical smoothie sem inniheldur fullt af góðum næringarefnum. Þetta smoothie er virkilega einfalt og tekur stuttan tíma að útbúa :)
Allt sem þarf:
➺ 500 g Ísey skyr með jarðarberjabragði
➺ 1 rautt epli frá Pink Lady
➺ 1 stk þroskaður banani
➺ 1 þroskuð og safarík pera
➺ 1 bolli fersk hindber
➺ Vatnsmelóna eftir smekk í lokin. (Magnið fer eftir því hvað þú vilt hafa smoothie-inn þykkan).
➺ Nokkrir ísmolar
Allt sett saman í blandara í 30 sekúndur.
Ég vona að þetta smakkist vel :)