ALAVIS
December 20, 2018

Jólagjafaleikur nr. 2

Fyrir stuttu síðan sagði ég ykkur frá krullujárni sem ég er svo hrifin af & heitir CREATIVE CURL WAND. Krullujárnið er frá merkinu GHD & er með þeim bestu á markaðnum í dag. Járnið gefur hárinu fallega, mjúka liði en mér finnst fallegast að greiða létt í gegnum krullurnar í lokin til þess að hafa þær náttúrulegri. Helsti kosturinn við krullujárnið er sá að það þarf aðeins að halda hverjum lokk í 8. sekúndur. Járnið fer upp í ákveðið hitastig & skemmir ekki hárið eins & mörg járn gera. Tækið slekkur sjálfkrafa á sér eftir 30 mínútur ef það hefur ekki verið hreyft.

Í dag ætla ég að gefa uppáhalds krullujárnið mitt frá GHD og frábærar hárvörur frá Sebastian. Í pakkanum er meðal annars sjampó, næring og mótunarvörur. Einnig leynist Dark Oil með í pakkanum sem gerir hárið silkimjúkt og glansandi. Olían endurnýjar hárið að utan með silkimjúkri áferð og fyllingu. Svo er lyktin af henni unaðsleg!

Gjafaleikurinn fer fram á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.

➺ https://www.facebook.com/alavis.is/

➺ https://www.instagram.com/alavis.is/

Ég vona að þið eigið góða helgi.

December 13, 2018

Jólagjafaleikur

Í dag er ég mjög spennt að gefa fyrstu jólagjöfina í samstarfi við Inglot Iceland. En ég ætla að gefa þessa gullfallegu Makeuptösku sem inniheldur allskonar glæsilegar snyrtivörur fyrir jólin. Í töskunni leynast einnig vörur sem Jennifer Lopez hannaði með Inglot.

Pigmentin frá Inglot eru ótrúlega falleg og fullkomin yfir hátíðirnar.

Jólagjafaleikurinn fer fram á Facebooksíðu Alavis.is. Hægt er að taka þátt með því að smella HÉR. Ég dreg svo út vinningshafa á sunnudaginn.

Eigið góða helgi.

November 23, 2018

GLOW LIKE JLO

Um daginn var ég svo heppin að fá að prófa snyrtivörurnar sem Jennifer Lopez gerði í sam­starfi við Inglot Cos­metics. JLo hannar allt sjálf sem er sérstaklega skemmtilegt en hún hefur veitt konum innblástur í áratugi. Vörurnar eru parabenlausar og ekki prófaðar á dýrum.

Ég fékk þennan fallega kassa frá Inglot sem inniheldur fullt af fallegu make-up-i.

Í gær var ég förðuð hjá Inlgot þar sem eingöngu voru notaðar vörur frá Jennifer Lopez. Ég var virkilega ánægð með útkomuna og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Það er sko nóg til af fallegu make-up-i fyrir jólin hjá Inglot!

Í dag byrjaði Black Friday hjá Inglot og núna er 30% afsláttur af öllu inná www.inglot.is og í búðinni frá föstudegi til sunnudags.

Ég vona að þið eigið góðan dag!

Load more posts
November 16, 2018

Good hair day

Góðan dag! Í dag langaði mig að sýna ykkur nýtt tæki sem ég var að eignast og mun koma sér einstaklega vel fyrir desembermánuð. Keilan sem um ræðir er frá merkinu GHD og stendur fyrir good hair day! Öll járnin frá GHD eru fyrsta flokks og eru með þeim bestu á markaðnum í dag! Keilan sem ég fékk mér heitir creative wave wand og gefur allt frá fallegum krullum í náttúrulega og afslappaða liði.

Ég byrjaði á því að krulla allt hárið og tók svo efstu lokkana sem liggja ofan á og krullaði þá enn meira. Þegar allt hárið var orðið vel krullað greiddi ég létt í gegnum krullurnar til þess að fá soft liði.

Þetta er góð tilbreyting þar sem hárið mitt er alltaf svo rennislétt!

Það er nóg að halda hverjum lokk í 8 sekúndur.

Fyrir þær sem vilja eignast þessa keilu fyrir jólamánuðinn þá fæst hún á eftirtöldum stöðum:

harland.is

Sjoppan

Crinis

Korner

Topphár

Ég vona að þið eigið góða helgi.

November 11, 2018

Jóladagatal

Ég er algjört jólabarn og allt sem tengist jólunum að einhverju leyti finnst mér ótrúlega skemmtilegt. Núna styttist heldur betur í desembermánuð og ég get varla beðið. Ég fékk þetta fallega jóladagatal frá Krónunni um daginn sem inniheldur allskonar snyrtivörur. Augnskugga, varaliti, gloss og naglalökk svo eitthvað sé nefnt. Það eru allskonar snyrtivörudagatöl í boði en mesta úrvalið er þó í stærri verslunum Krónunnar. Mér fannst þetta silfurlitaða fallegast og þess vegna valdi ég það. Dagatölin eru falleg og skemmtileg gjöf fyrir dömur á öllum aldri sem nota snyrtivörur.

Ég var aðeins að breyta hérna heima fyrir jólin, enda finnst mér fátt skemmtilegra en að stílisera heimilið. Ég gerði herbergið "stelpulegra" en ég fæ mjög fljótt leið á hlutum og langar oft bara að skipta öllu út. Ég er aðeins byrjuð að jólaskreyta (reyndar svolítið síðan) og reyni að gera það svona smám saman. Ég finn að það styttist í að ég fari "all in" ef þið skiljið hvað ég meina :D

Jóladagatalið er fallegt skraut líka..

Herbergið er alveg að verða klárt. Mig langar í svona kúluljós hringinn í kringum spegilinn fyrir ofan snyrtiborðið. Þarf að athuga hvort ég finni ekki svoleiðis. Hvernig líst ykkur annars á?

October 18, 2018

GET IT ON. GLOW. REPEAT.

Í dag langaði mig að sýna ykkur snyrtivörurnar sem ég hef verið að nota síðustu mánuði. Ég nota alltaf All hours farðann frá YSL en hann hentar minni húð vel þar sem ég er með olíukennda húð. Ég hef alltaf svekkt mig mikið á því að vera með olíukennda húð þangað til ég spjallaði við læknir og doktor í lýðheilsuvísindum sem sagði við mig að ég kæmi til með að þakka fyrir þessa húðtegund seinna meir. Því hún vildi meina að þeir sem væru með olíukennda húð fengju miklu síður hrukkur heldur en þeir sem eru með þurra húð. Svona eftir á að hyggja meikar þetta auðvitað mikin sens og ég þarf ekki að pirra mig á þessu lengur:)

Farðinn helst vel á allan daginn þrátt fyrir olíukenndu húðina mína. Ég set stundum laust púður yfir en það er í rauninni óþarfi fyrir þær sem eru með þurra húð.

Ég hef verið að nota glow pallettuna frá Urban Decay yfir farðann sem ég er sérstaklega hrifin af. Litirnir eru þéttir og það þarf lítið í hvert skipti sem er merki um að varan sé góð.

Kinnaliturinn sem ég nota mest heitir Kiss off og er lengst uppi til vinstri. Liturinn neðst til hægri er svo mjög fallegur á kinnbeinin.

Síðasta varan sem mér finnst gera mikið fyrir makeupið er YSL Touche Éclat gullpenninn. Ég nota hann undir augun og mér finnst hann birta þau upp.

Ég vona að þið eigið góðan fimmtudag!

September 20, 2018

Mátun - video blogg

Í dag sýni ég ykkur 8 dress úr mismunandi verslunum í Smáralind. Í myndbrotinu klæðist ég fötum úr Vero Moda, Comma, Cortefiel og Karakter. Takk fyrir að horfa! Góða helgi..
July 31, 2018

Mallorca

Á sunnudaginn flugum við mamma til Mallorca og ætlum að vera hérna í sólinni í eina viku í tilefni þess að við eigum báðar afmæli í vikunni. Mamma átti afmæli í gær 30. júlí og ég í dag 31. júlí. Síðan við lentum er búið að vera svakalega heitt. Ég er algjört hitabeltisdýr þannig þetta hentar mér vel en mömmu finnst þetta næstum því of heitt!:) Við erum búnar að skoða heilan helling á tveimur dögum. Það er einstaklega fallegt hérna á Mallorca og ég er að hugsa um að koma hingað aftur á næsta ári.
Ég er búin að fá svo margar spurningar á Instagram út í nafnið á hótelinu sem við erum á. Það heitir Senses Palmanova.
ÉG GET ALVEG MÆLT MEÐ þessu hóteli. Það er bæði FALLEGT, STUTT FRÁ STRÖNDINNI, SNYRTILEGT OG MEÐ SKEMMTILEGU STARFSFÓLKI.
Ég tók þessa mynd af mömmu í gær á afmælisdaginn hennar. Hún er orðin 58 ára takk fyrir en mér finnst hún líta út fyrir að vera 48. Hún er best allra <3
Þessi strönd er beint fyrir neðan hótelið okkar og það er ekkert leiðinlegt að horfa út á sjó þegar ég vakna á morgnana.
Það er alltaf mikil stemmning á ströndinni. Mikið mannlíf og fallegir bátar út um allt. Já og ég tala nú ekki um fallegu snekkjurnar!
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Núna er ég farin að njóta afmælisdagsins! 
Þeir sem vilja fylgjast með ferðinni geta skoðað Instastoryið mitt. 
Hafið það gott.. þangað til næst!:)
November 18, 2017

Fylgdu hjartanu..

Ég hef fylgst spennt með öllum nýjungum hjá Óskaböndum frá því ég kynntist merkinu fyrst fyrir nokkrum árum síðan. Í dag ætla ég að sýna ykkur nýju armböndin frá Ósk sem heita Fylgdu hjartanu og eru sérstaklega falleg eins og allt sem kemur frá Hlín Ósk sem er aðalhönnuður og eigandi Óskabanda. Óskabönd eru handunnir íslenskir skartgripir úr náttúrulegum orkusteinum, hrauni, kristölum, stáli, skrautsteinum og sterling silfri. Hvert Óskaband er einstakt, handgert og hannað frá hjartanu af Hlín Ósk.
Fyrir stuttu síðan heimsótti ég vinnustaðinn hjá Óskaböndum og sýndi aðeins frá því á Instastory. Þetta var í annað skipti sem ég fór þangað inn en í bæði skiptin hefur verið einhver sérstök stemmning í loftinu og svona þægilegt andrúmsloft. Það eru óteljandi fallegar hálsfestar og armbönd þarna inni og ekkert þeirra er nákvæmlega eins. ÓSKAbönd er falleg og persónuleg gjöf í jólapakkann en HéR er hægt að skoða hluta af því sem er í boði hjá óskaböndum.
Í SAMSTARFI VIÐ ÓSKABÖND og terma LANGAR MIG AÐ GLEÐJA ÞRJÁ LESENDUR Í DAG OG GEFA NÝJU "FYLGDU HJARTANU" ARMBÖNDIN FRÁ ÓSKABÖNDUM Í SILFRI, rósagullI og guLLI. auk þess ætla ÉG AÐ GEFA þremur heppnum BONBON ILMVATNIÐ frá Viktor & Rolf SEM ÉG ER SÉRSTAKLEGA HRIFIN AF ÁSAMT SNYRTIVÖRUM FRÁ Lancôme.
Hálsfestin sem ég er með á myndinni heitir: Orkusteinafesti „Bohemian style“ með laufblaði.
Kærleikskeðjan lengst til hægri á myndinni kemur vel út með stærri hálsfestinni en það er hægt að skoða myndir af þeirri samsetningu neðst í færslunni!:)
Í hverjum pakka er skart, BONBON ilmvatn og maskari ásamt varalit, naglalakki og snyrtibuddu frá LANCÔME.
Fylgdu hjartanu armbandið passar mjög vel með öðru skarti frá óskaböndum. ég er búin að vera með mitt upp á dag síðan ég eignaðist það en mér finnst það passa við allt og svo minnir það mig á það mikilvægasta af öllu og það er að fylgja hjartanu <3 Allar gersamarnar má versla á oskabond.is.

Til þess að taka þátt í leiknum þarf að gera tvennt:

Fylgja Óskaböndum á Facebook

Fylgja Alavis.is á Instagram

ÞRír vinningshafar verða dregnir út á SUNNUDAGinn EÐA ÞANN 26 NÓVEMBEr KL.20

October 12, 2017

New York

Á þriðjudagsmorgun kom ég heim frá New York en ferðin var virkilega skemmtileg í alla staði og góð tilbreyting frá hversdagsleikanum. Ég verslaði aðeins yfir mig í öllum fallegu verslununum þarna úti enda var úrvalið feiki nóg! Ég náði að versla allt sem ég ætlaði mér í ferðinni en þar á meðal var jóla- og áramótaföt á mig og Ísabellu, jólagjafir, hlutir inn á heimilið, skór og föt handa Ísabellu og fullt af leikföngum.
Á myndunum er eitt af þeim dressum sem ég verslaði í new york fyrir utan töskuna og skóna. Ég elska að blanda saman svörtu, hvítu og silfri!
Ég á eftir að fara í gegnum allar "túrista" myndirnar frá New York og ætla reyna setja þær hérna inn á næstu dögum:) Það er svo gott að vera komin heim. Aðallega vegna þess að ég saknaði Ísabellu minnar svo hrikalega mikið. Ég tók heilan dag í að knúsa hana og hún var eiginlega orðin frekar leið á öllum þessum kossum :p
August 26, 2017

Date night

Í dag langaði mig að sýna ykkur einstaklega fallegt úr frá LINE THE FINE WATCHES sem er hannað af Línu Birgittu Camillu bloggara. Úrin eru úr ekta ítölskum marmara þannig engin tvö úr eru alveg eins:)
Mig langaði akkurat í svona silfurlitað, töffaralegt úr, úr ryðfríu stáli. Mér finnst öll úrin hjá Línu flott enda er hún smekk kona! Svarta ólin er líka geggjuð en hún er úr ekta ítölsku leðri. Úrin kosta 19.990kr og það er frí heimsending á öllum úrum.
Svart og silfur er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana, hvort sem það er í fatavali eða inni á heimilinu!:)
Í kvöld er ég að fara á date með vinkonu minni en við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt ásamt því að fara í bíó. Við völdum að sjálfsögðu rómantíska ástarmynd og vonandi verður hún mjög fyrirsjáanleg! Því rómantískari því betra og góður endir!:D  
Úrið er svo fallegt!
Hér er hægt að skoða úrvalið!
Ég vona að þið eigið gott laugardagskvöld!
August 1, 2017

AFMÆLIÐ MITT

Í gær hélt ég upp á afmælið mitt í sól og blíðu en dagurinn var frábær í alla staði. Ég er mjög mikið afmælisbarn og finnst alltaf gaman að gera dagamun þennan síðasta dag júlímánaðar! Mér finnst svo gaman að fá gjafir og blóm.. vildi helst eiga afmæli á hverjum degi!
Mig langaði svo í einhvern sumarlegan og sparilegan afmæliskjól fyrir þennan dag og sá svo draumakjólinn minn í Júník í Kringlunni. Verslunin var að hefja sölu á handsaumaðri perlulínu sem er búin að vera mjög vinsæl. Línan er örlítið dýrari en aðrar vörur í versluninni en það koma einungis fáar flíkur af sömu gerð sem gerir flíkina sérstaka.
Þetta var mjög góður dagur sem endaði á Red Hot Chili Peppers tónleikum í Laugardalshöll. Á MYNDINNI HÉR AÐ NEÐAN SJÁST PERLURNAR MJÖG VEL!
Mér finnst þessi kjóll æði! ÉG Á EFTIR AÐ NOTA HANN VIÐ MÖRG TILEFNI!
Ég mátaði kjólinn einnig heima við svartan blazer og svarta hælaskó. Það var svona aðeins settlegra en kom líka vel út!
Mér finnst svo gaman að klæðast ljósum litum á sumrin og blanda mismunandi ljósum tónum saman!
Það styttist heldur betur í verslunarmannahelgina. Ég er ekki ennþá búin að ákveða hvað ég ætla að gera! Hugsa að ég elti bara góða veðrið.
Ég vona að dagurinn ykkar verði góður:)
June 7, 2017

TENERIFE

Í gær flaug ég til Tenerife að heimsækja vinkonu mína í eina viku. Það er yndislegt að vera á þessari eyju & í dag var hitinn vel yfir 20°C.Það er frábær veðurspá næstu daga & á morgun ætlum við að kíkja á ströndina. Mér finnst ótrúlega notalegt að flatmaga á ströndinni,hlusta á þægilega tónlist & horfa á mannlífið! Það er frekar skrýtið að vera svona barnlaus & hafa allan heimsins tíma fyrir mig. Þóað það sé alveg gaman að fá “my time” þá finnst mér eins & það vanti eitthvað! Sakna Ísabellu minnar svo óendanlega mikið nú þegar!
Sumarið er svo sannarlega tíminn!
Í dag ætla ég í samstarfi við Freebra of Sweden að gleðja 3 lesendur & gefa Freebra brjóstahaldara. Ég hef átt Freebra frá því merkið komfyrst til Íslands en ég nota þetta mikið undir sumarkjóla & toppa. Þetta gefur líka fína fyllingu.. ekki veitir af eftir 22 mánaða brjóstagjöf ;D
Til þess að taka þátt í leiknum þarf að fara inn á Facebooksíðu Alavis.is. Ég dreg út 3 vinningshafa á laugardaginn.
March 21, 2017

INGLOT

UM HELGINA SKELLTI ÉG MÉR Í INGLOT Í KRINGLUNNI & KÍKTI Á ALLAR NÝJUNGARNAR FRÁ MERKINU SEM ERU VIRKILEGA SPENNANDI. NÝJU KREMUÐU AUGNSKUGGARNIR ERU ALVEG BÚNIR AÐ SLÁ Í GEGN ENDA ÓTRÚLEGA FALLEGIR. ÞEIR ERU SANSERAÐIR & HALDAST Á AUGNLOKUNUM ALLAN DAGINN SEM MÉR FINNST SKIPTA MIKLU MÁLI. MÖTTU LIQUID LIPSTICK ERU EINNIG SKEMMTILEG VIÐBÓT HJÁ INGLOT EN ÞEIR KOMA Í MÖRGUM FALLEGUM LITUM.
Þessi æðislega Makeup taska var einnig að koma í Inglot en í henni er auðveldlega hægt að geyma allt Makeupið. Það eru mörg hólf sem auðvelda manni að hafa allt í röð & reglu. Í næstu viku verður mikið um að vera hjá Inglot & þá ætla ég í samstarfi við þau að gefa heppnum lesanda svona glæsilega tösku sem verður full af Makeupi..!
TASKAN ER ÓTRÚLEGA FLOTT & MAKEUPIÐ ENNÞÁ FLOTTARA!!
Inglot er með gott litaúrval af naglalökkum!
Ég vona að vikan ykkar verði góð <3 Á morgun fer ég til Ítalíu & ég hlakka mikið til að sýna ykkur myndir þaðan.
February 3, 2017

Tíminn líður

Í dag langar mig að gleðja 3 lesendur í samstarfi við Nora & gefa úr að eigin vali frá merkinu ásamt armböndum. Þeir sem hafa ekki heyrt um Nora þá er merkið nýtt hérna á Íslandi & framleiðir þessi fallegu úr & armbönd í nokkrum útfærslum.
Úrin frá Nora eru einstaklega falleg & henta bæði hversdags & við fínni tilefni. Það er lítið mál að skipta um ól á öllum úrunum & setja til dæmis dökkbrúna eða hvíta. Ég valdi svarta í þetta skiptið en ætla að fá mér fleiri liti við fyrsta tækifæri.
Armböndin koma í gulli, silfri & rósagulli.
Úrin eru fáanleg fyrir dömur & herra en þau eru tilvalin gjöf á Valentínusardaginn sem er á næsta leyti:)
Svarta úrið smellpassar við hvaða outfit sem er..
Leikurinn fer fram á Facebooksíðu Alavis.is
Ég dreg út 3 vinningshafa fimmtudaginn 9. febrúar.
November 27, 2016

DEKUR FYRIR AUGNSVÆÐIÐ

Ég er svo spennt fyrir gjöfunum sem ég ætla að gefa í dag en í þetta skiptið ætla ég að gleðja 18 lesendur í samstarfivið Guinot á Íslandi. Guinot er háþróað, franskt snyrtivörumerki sem hefur notið vinsælda 

um allan heim frá því égbyrjaði að nota snyrtivörur & reyndar töluvert mikið lengur. Guinot vörurnar eru þekktar fyrir að vera sérstaklegaárangursríkar en þær eru seldar á fjölmörgum snyrtistofum um land allt. Einnig er boðið upp á andlitsmeðferðir afýmsu tagi þar sem Guinot vörurnar eru notaðar. Í samstarfi við margar af bestu snyrtistofum landsins ætla ég að gefa15 Eye Logic augnmeðferðir sem er slakandi sérmeðferð fyrir augun í þremur þrepum. 

Nr. 1 Jónun – eykur úrgangs-efnalosun, hindrar þrota, dregur úr dökkum baugum & styrkir húðina. Nr. 2 Nudd – með augnsérumi sem stinnir & lyftir.

Nr. 3 Augnmaski – frumuendurnýjandi & lyftandi. Ég ætla einnig að gefa 3 gjafakassa með Guinot snyrtivörum.Þannig í pottinum eru samtals 18 vinningar!

Í gjafakassanum er:

Hydra Finish – Litað dagkrem með tvíþætta virkni sem gefur húðinni kröftugan raka & fallega áferð.

Hydra Démaquillant Yeux – Rakagel sem fjarlægir augnfarða á svipstundu á auðveldan & mildan hátt en sefar & róar augnsvæðið um leið.

Eye Fresh Créme – Frískandi augnkrem sem kemur í veg fyrir þrota & dökka bauga í kringum augun.

Masque Yeux – Hrukkueyðandi maski sem minnkar baugamyndun, sléttir broshrukkur & hefur vatnslosandi áhrif á þrútin augnlok.

Hér er listi yfir þær snyrtistofur sem gefa gjafabréf:

Snyrtistofan Ágústa, Snyrtistofan Gyðjan, Snyrtistofan Hrund, Þema snyrtistofa, Snyrtistofan Ársól, Snyrtistofan Garðatorgi, GK snyrtistofan, Snyrtistofan Guinot-MC, Snyrtistofan Lipurtá, Dekurstofan – Gefur 2 gjafabréf, Abaco Heilsulind, Snyrtistofa Ólafar, Snyrtistofan Lind, Snyrtistofa Marínu.

Ég hef verið að nota augnkremið & augnmaskann í nokkrar vikur núna & það er greinilega sjáanlegur árangur!Augnkremið er í sérstaklega þægilegum umbúðum eins & sést á myndinni hér að ofan.

Mig langar svo sannarlega að gleðja eins marga lesendur & hægt er en ég dreg út 18 vinningshafa næstkomandi fimmtudag 1. desember.

Hér er hægt að taka þátt í leiknum

Sölustaðir Guinot á höfuðborgarsvæðinu eru:

Snyrtistofan Gyðjan, Snyrtistofan Hrund, Snyrtistofan Ágústa, Snyrtistofan Garðatorgi, Dekurstofan, Snyrtistofan Ársól, Guinot-MC snyrtistofan, GK snyrtistofan, Snyrtistúdió Önnu Maríu, Þema snyrtistofa, Snyrtistofan Lipurtá, Snyrtistofa Marínu.

Sölustaðir Guinot á landsbyggðinni eru:

Snyrtistofan Lind – Sunnuhlíð 12 Akureyri, Abaco Heilsulind – Hrísalundi 1 Akureyri, Snyrtistofan Sif – Kvistahlíð 2 Sauðárkróki,Snyrtistofa Ólafar – Austurvegi 9 Selfossi.

August 23, 2016

MJÚKAR KRULLUR

Í dag er ég mjög spennt að segja ykkur frá HH Simonsen krullujárninu sem ég eignaðist um daginn. Ég er mikill aðdáandiHH Simonsen járnanna en þau eru þó nokkur. Járnið sem ég notaði núna heitir ROD VS4 & gefur hárinu mjúka liði & hentareinstaklega vel fyrir þær sem vilja fá hreyfingu í hárið án þess að hafa það of krullað!

Ég byrjaði á því að þvo hárið með OI-línunni frá Davines en línan er unnin úr náttúrulegum efnum & roucou olíu sem gefur hárinugóðan raka & mýkt. Auk þess er hún rík af beta-carotene sem hefur uppbyggilegan mátt & eykur vöxt hársins. Áður en ég blés háriðnotaði ég OI-All In One Milk sem gerir hárið silkikennt & glansandi. Næst setti ég Volume Boosting Mousse í rakt hárið sem gefurþví mikla fyllingu, þannig að það virkar mun þykkara. 

Hárblásarinn er einnig frá HH Simonsen en hann er virkilega öflugur ásamt því að vera sá fallegasti sem ég hef séð!

Áður en ég byrja að krulla hárið spreyja ég Dry Texturizer spreyji í hvern lokk fyrir sig. Þetta sprey er eins konar samblanda afhárlakki & þurrsjampói & hentar einstaklega vel með krullujárninu. Þegar ég er búin að krulla allt hárið, hvolfi ég því & spreyjanóg af Dry Texturizer spreyji í það allt. Í lokin finnst mér algjört must að greiða létt úr öllum lokkunum með mjúkum hárbursta.

Í samstarfi við HH Simonsen ætla ég að gefa 2 lesendum ROD VS4 krullujárnið & yndislegu vörurnar frá Davines.

Hægt er að taka þátt í leiknum HÉR 

July 30, 2016

UPPÁHALDS PASTEL LITURINN MINN

Ég fann þennan samfesting um daginn þegar ég var að leita mér að afmælisdressi fyrir morgundaginn. Ég féll alveg fyrir litnum á honum, enda eru pastel litir í miklu uppáhaldi hjá mér & þá sérstaklega á sumrin. Samfestingurinn er frá Clothes and Company.
Ég gaf einnig sjálfri mér þetta fínlega Armani Retro AR1925 úr í afmælisgjöf. Mig var lengi búið að langa í það en Úrið fæst í Michelsen á Laugavegi & Kringlunni.
Ég vona að helgin ykkar verði góð ;*
July 15, 2016

Freddy

Um daginn lét ég loksins verða að því að fá mér gallabuxurnar frá Freddy en ég hef ofnotað svörtu buxurnar mínar frá þeim sem ég eignaðist fyrir fjórum mánuðum síðan. Eins & ég hef talað um áður þá eru Freddy buxurnar sérstaklega mjúkar & engan veginn óþægilegar eins & svo margar gallabuxur sem ég hef prófað! Sniðið er nýþröngt & viðkoman eins & leggings!
Buxurnar koma í mörgum töff litum en hérna er hægt að skoða úrvalið: http://freddyshop.is/ Þær sem vilja næla sér í buxur á morgun með 20% afslætti geta slegið inn afsláttarkóðann alavis.is þegar gengið er frá pöntun!
Ég vona að þið eigið góðan dag!:)