Áður en ég fór til Tenerife í júlí fór ég í 4 tíma í Lipomassage Silklight meðferðina hjá The House of Beauty og 4 tíma í VelaShape. Ég hafði aldrei prófað þessar meðferðir áður en var búin að heyra vel af þeim látið. Eftir þessi 8 skipti fann ég mikin mun á húðinni. Hún varð töluvert mýkri viðkomu, stinnari og sléttari.
VelaShape er ekki meðferð sem losar þig við aukakílóin heldur samanstendur meðferðin af tækni sem stinnir húðina og vinnur vel á appelsínuhúð ásamt uppsafnaðri fitu sem neitar að fara með hefðbundnu mataræði og líkamsrækt.
Lipomassage Silklight meðferðin dregur úr bjúg, minnkar ummál og vinnur gríðarlega vel á appelsínuhúð. Lipomassage er fyrsta meðferðin til að vera samþykkt af FDA (Food and Drug Administration í USA) sem meðferð sem raunverulega vinnur á appelsínuhúð. Að auki sléttir Lipo Massage húðina og býr til svokallaða sokkabuxna áferð.
Ef þessar tvær meðferðir eru teknar samtímis sést árangur mun hraðar. Þegar þú ert svo sátt við útkomuna er nóg að viðhalda árangrinum 1 x í mánuði.
Aðrar meðferðir sem mig langar einnig að prófa hjá The House of Beauty eru:
Meðferðin hjálpar fitufrumunni að losa út fitu með laser. Hver tími er 20 mínútur. Ólíkt hefðbundnu fitusogi þá tekur Laser Lipo ekki fitufrumuna heldur leysir upp fituna í þeim og þar af leiðandi minnka þær. Fitan sem er leyst upp í meðferðinni losnar svo út með eðlilegum hætti í gegnum sogæðakerfi líkamans.
Fitform Professional er með djúpa rafleiðni sem vinnur því sérstaklega í vöðvastyrkingu og á dýpri fitulögum. Meðferðin hjálpar til við að tóna og styrkja vöðva, örvar blóðflæði, minnkar bólgur og bjúg. Einnig eykur hún brennslu og minnkar ummál.
Mystic Tan er brúnkumeðferð sem fram fer í sjálfvirkum brúnkuklefa og gefur einstaklega fallegan og jafnan lit. Hægt er að velja um mismunandi liti og að auki fylgir einn booster hverri meðferð. Boosterinn bústar upp litinn og gerir það að verkum að þú sérð litinn strax. Síðan heldur liturinn áfram að dökkna næstu 12 tímana en endanlegur litur er ekki kominn fyrr en eftir 12 tíma og eina sturtu. Liturinn endist í 3-7 daga.
Mig langar að gleðja fjóra lesendur í samstarfi við The House of Beauty og gefa:
Tvö gjafabréf sem innihalda:
➺ 2 tímar í VelaShape
➺ 2 tímar í Lipomassage Silkligth
➺ 3 tímar í Totally laser lipo
➺ 1 tími í Fitform
➺ 1 tími í Mystic tan brúnkuklefa
Tvö auka gjafabréf sem innihalda:
➺ 1 tími í Velashape
➺ 1 tími í Totally laser lipo
➺ 1 x tími í Mystic tan brúnkuklefa
Hægt er að taka þátt inni á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.
Heildarverðmæti vinninga er 148.400 kr.
Vinningshafar verða tilkynntir hér á blogginu þann 15. október næstkomandi.
Hér er hægt að kynna sér allar þær meðferðir sem í boði eru hjá The House of Beauty.
Fyrir stuttu síðan sagði ég ykkur frá krullujárni sem ég er svo hrifin af & heitir CREATIVE CURL WAND. Krullujárnið er frá merkinu GHD & er með þeim bestu á markaðnum í dag. Járnið gefur hárinu fallega, mjúka liði en mér finnst fallegast að greiða létt í gegnum krullurnar í lokin til þess að hafa þær náttúrulegri. Helsti kosturinn við krullujárnið er sá að það þarf aðeins að halda hverjum lokk í 8. sekúndur. Járnið fer upp í ákveðið hitastig & skemmir ekki hárið eins & mörg járn gera. Tækið slekkur sjálfkrafa á sér eftir 30 mínútur ef það hefur ekki verið hreyft.
Í dag ætla ég að gefa uppáhalds krullujárnið mitt frá GHD og frábærar hárvörur frá Sebastian. Í pakkanum er meðal annars sjampó, næring og mótunarvörur. Einnig leynist Dark Oil með í pakkanum sem gerir hárið silkimjúkt og glansandi. Olían endurnýjar hárið að utan með silkimjúkri áferð og fyllingu. Svo er lyktin af henni unaðsleg!
Gjafaleikurinn fer fram á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.
➺ https://www.facebook.com/alavis.is/
➺ https://www.instagram.com/alavis.is/
Ég vona að þið eigið góða helgi.
Í dag er ég mjög spennt að gefa fyrstu jólagjöfina í samstarfi við Inglot Iceland. En ég ætla að gefa þessa gullfallegu Makeuptösku sem inniheldur allskonar glæsilegar snyrtivörur fyrir jólin. Í töskunni leynast einnig vörur sem Jennifer Lopez hannaði með Inglot.
Pigmentin frá Inglot eru ótrúlega falleg og fullkomin yfir hátíðirnar.
Jólagjafaleikurinn fer fram á Facebooksíðu Alavis.is. Hægt er að taka þátt með því að smella HÉR. Ég dreg svo út vinningshafa á sunnudaginn.
Eigið góða helgi.