ALAVIS
March 30, 2020

Speglapælingar

Í byrjun marsmánaðar datt mér í hug að breyta aðeins um stíl hérna á heimilinu. Ég er búin að liggja yfir Pinterest og öllum hönnunartímaritum sem ég hef komist yfir til þess að fá innblástur. Núna er ég búin að skipta út öllum hvítum húsgögnum í stofunni & eldhúsinu og kem til með að sýna ykkur myndir af því fljótlega. Það sem ég er hinsvegar spenntust fyrir er speglaveggur sem ég pantaði hjá Glerborg með svörtum álrömmum. Speglarnir skiptast niður í sex parta og verða þá eins og listaverk á veggnum. Ég veit að þetta á eftir að koma sérstaklega vel út og hlakka mikið til að sjá útkomuna, vonandi á næstu dögum.

Að mínu mati geta speglar gjörbreytt rýminu. Hvort sem þeir eru til hagnýtrar notkunar eða skrauts. Speglar stækka rýmið og dreifa birtu auk þess að vera sérstaklega fallegir. Ég er með marga spegla frá Glerborg hérna heima. Meðal annars þennan hringspegil í stofunni úr lituðu gleri. Ég er búin að eiga hann í nokkur ár núna og fæ alltaf margar spurningar hvaðan hann er. Ég elska hann!

Á veggnum beint fyrir framan mig á myndinni kemur fallegi speglaveggurinn sem ég bíð svo spennt eftir. Ég sé hann fyrir mér í huganum þangað til!

Mig langar einnig að sýna ykkur spegilinn sem ég nota mest og er inni á baði. Hann er með ljósi á hvorri hlið og gefur frá sér hvítt og bjart ljós sem gefur raunsanna mynd við andlitsförðun. Hjá Glerborg er hægt að finna fjölbreytt úrval ljósaspegla auk ótal útfærslumöguleika.

Allir ljósaspeglar hjá Glerborg eru á 30% afslætti fram að páskum og um að gera að nota tækifærið í þessari miklu inniveru og dytta að heimilinu.

Ég vona að þið eigið góðan mánudag :)

December 17, 2019

Nýtt í barnaherbergið

Í dag langaði mig að sýna ykkur fallegu viðarleikföngin og fataslána sem ég var að setja inn í herbergið hennar Ísabellu. Vörurnar eru úr Von verslun sem selur fallegustu barnaleikföngin á Íslandi að mínu mati. Leikföngin eru sérstaklega vönduð og eiguleg og mig langar hreinlega í allt sem er til inni á síðunni hjá þeim.

Fatasláin er fallega hönnuð frá sænska framleiðandanum Jabadabado.

Regnboginn, gítarinn og ísvagninn er yndislega fallegt dót og skraut á sama tíma.

Búðarkassinn er æðislegur til þess að nota í búðarleik. Hann er úr við og aukahlutirnir fylgja með.

Ég vona að þið hafið fengið hugmyndir að jólagjöfum fyrir börnin :)

Hér er svo hægt að skoða fleiri liti og annað sem er í boði hjá Von verslun.

Eigið ljómandi góðan dag.

November 28, 2019

Lagt á borð með Iittala

Í gær lagði ég á borð með vörum frá Iittala og langaði að sýna ykkur hvernig blái rain liturinn kemur út. Ég hef verið mjög hrifin af bláu í langan tíma og ákvað að nota hann í bland við hvítt og silfur. Mér finnst þetta nú bara nokkuð jólalegt en næst ætla ég að prófa að nota hvítt, grænt, rautt og silfur. Það eru klassísku gömlu, góðu jólalitirnir en þessir eru heldur nýtískulegri. Mér finnst fínt að blanda þessu saman.

Rain liturinn er virkilega fallegur en ég held að Cranberry liturinn frá Iittala væri sérstaklega jólalegur líka og þá með grænu greni. Sjáið þið það fyrir ykkur? :)

Vörurnar sem ég notaði á borðið eru:

➺ Kastehelmi tumbler 30 cl glös í Rain

➺ Kastehelmi diska í Clear sem forréttadiska í stærðinni: 24,8cm

➺ Kastehelmi votive kertastjaka 64 mm í Rain

➺ Alvar Aalto Collection blómavasa 251 mm í Rain

Eru einhverjir fleiri að detta í jólaskap? :)

Load more posts
June 3, 2020

Hvítasunnuhelgin

Um helgina heimsóttum við Slakka sem er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum. Það tekur u.þ.b. 1 klst og 20 mínútur að keyra þangað frá Garðabæ. Þar í kring er mikil náttúrufegurð og einstök upplifun fyrir börnin. Eftir Slakka fór Ísabella á hestbak á Syðra-Langholti rétt hjá Flúðum sem var mikið stuð! :)

Það eru margir kettlingar í Slakka núna sem var mikið gleðiefni fyrir dýrakonuna mína! Við hittum á mjög gott veður en það er best að reyna stóla upp á sól og logn. Þá er hægt að njóta sín vel og lengi í garðinum.

Þessi litli, sæti kettlingur bræddi í mér hjartað! Hann var svolítið mikið þreyttur enda tekur á að stækka svona hratt! :)

Mjáwww..

Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð :)

May 29, 2020

Super smoothie

Einn uppáhalds staðurinn okkar Ísabellu er Grasagarðurinn. Hann er yfirleitt allur í blóma um júní/júlí en þetta fallega tré sem blómstrar bleiku er aðeins fyrr á ferðinni. Það er svo kósý að fara á kaffihúsið í garðinum og sitja úti þegar hitatölurnar fara yfir 15°C. Ég óska þess svo innilega að sumarið verði gott í ár. Það er allt svo miklu skemmtilegra og rómantískara í sólinni!

Í dag langaði mig að segja ykkur frá nýrri og endurbættri smoothie línu sem er komin á markaðinn. Innocent smoothies eru einungis gerðir úr ferskum ávöxtum sem gerir það að verkum að þetta er kælivara. Núna inniheldur línan tvöfalt magn vítamína, fleiri trefjar og minni ávaxtasykur. Einnig eru komnar þrjár nýjar tegundir á markaðinn en það er kókosvatn í þeim öllum. Bragðtegundirnar eru: Up & Oat (með höfrum) - Into the Blue (blátt spírulína) - Culture crush (góðgerlar).

Við Ísabella erum hrifnastar af Energise, Protein beam og Into the blue.

Ég mæli með að prófa. Eigið góða helgi :)

May 26, 2020

Ommeletta með bræddum parmesanosti

Ég geri oft vel við mig um helgar og útbý ommelettu og fleira góðgæti. Að þessu sinni bræddi ég parmesanostinn Gretti yfir ommelettuna mína og það kom ljómandi vel út. Osturinn er nýjung frá MS og ég á eflaust eftir að nota hann mikið í hina ýmsu rétti í framtíðinni enda er ég mikið fyrir bæði osta og rjóma í matargerð. Grettir er sætur og stökkur ostur sem kemur skemmtilega á óvart. Sérstök geymsluaðferð gefur honum milt og ljúft bragð sem og flauelsmjúka áferð.

Hérna kemur uppskrift af einni góðri Ommelettu..

➺ 4 egg

➺ Sveppir (eftir smekk)

➺ Skinka (eftir smekk)

➺ Íslenskt smjör

➺ Parmesanosturinn Grettir

➺ Vorlaukur

  1. Pískið eggin saman með gaffli og kryddið með grófu salti + svörtum pipar.
  2. Skerið skinku og sveppi niður í litla bita.
  3. Bræðið íslenskt smjör á pönnu og hellið eggjahrærunni út á.
  4. Setjið skinku og sveppi yfir eggin eftir 1. mínútu.
  5. Steikið á báðum hliðum.
  6. Skerið parmesanostinn niður í litla bita og dreifið honum yfir omelettuna undir lokin.
  7. Þegar osturinn hefur bráðnað finnst mér gott að setja vorlauk yfir.

Það sem mér finnst einnig gott að setja í Ommelettu: Rauð- eða gul paprika, aspas, mozzarellaostur, ferskt kóríander og kirsuberjatómatar.

Ég vona að þetta smakkist vel :)

April 30, 2020

Sumarið er komið

Yndislegt að sumarið sé komið og þessir skrýtnu mánuðir á bak og burt! Við Ísabella erum svo spenntar að byrja aftur í íþróttunum á næstu dögum. Án efa bjartir og skemmtilegir mánuðir framundan.

Síðustu vikur hafa einkennst af mikilli og skemmtilegri útiveru.

Alltaf svo gaman að fara út að hjóla :) Ísabella mín þarf nú að fá stærra hjól sem allra fyrst. Hún stækkar svoooo hratt!

Sólin hefur verið dugleg að láta sjá sig síðustu daga og má bara endilega halda því áfram!

Eigið góðan og sólríkan dag :)