Í tilefni Valentínusardagsins á morgun verða allar uppáhalds vörurnar mínar á 15% afslætti út morgundaginn í Dúka Smáralind. Á Valentínusarborðinu má meðal annars finna design letters bollana, lukkutröllið Miss Kiss sem er ballerínan á borðinu og Onyx flame með svarta og hvíta hárið. Súkkulaði með rómantískum setningum, Kay Bojesen apann, sebrahestinn, söngfulinn og ástarfuglana svo eitthvað sé nefnt.
Á borðinu má einnig finna vörur frá Iittala og Kartell.
Poppið með kaffibragðinu er ótrúlega gott! Það er hægt að smakka allar tegundirnar á afgreiðsluborðinu.
Vörurnar sem ég valdi eru fallegar gjafir bæði á Valentínusardaginn og Konudaginn þann 24. febrúar.
Þessi lampi er svo ótrúlega fallegur!
Súkkulaði og blóm er alltaf klassísk gjöf á Valentínusardaginn!
Ég mæli með að kíkja í Dúka Smáralind og nýta afsláttinn :)
Í dag langaði mig að sýna ykkur nokkrar vörur úr versluninni Bast í Kringlunni. Verslunin býður upp á fallegar vörur fyrir heimilið frá heimsþekktum framleiðendum. Í Bast er mikið úrval af glæsilegum borðbúnaði frá Bitz en ég valdi mér þessa ljósgráu diska og skálar í stíl. Bitz er hannað af hinum danska Christian Bitz.
Borðbúnaðurinn frá Bitz er sérstaklega vinsæll þessa dagana en mér finnst fallegt að blanda saman grófu matarstelli á móti fínlegum hlutum. Borðbúnaðurinn má fara í uppþvottavél sem og bakara- og örbylgjuofn en þó ekki hærra en 220°C.
Kristalsglösin eru einnig úr versluninni Bast og eru alveg gullfalleg!
Þessi fallega vatnskanna frá Nuance er úr ryðfríu stáli og heldur vatninu ísköldu. Hún er með sigti fyrir klaka sem er sérstaklega þægilegt. Roots kertastjakinn frá Morsö er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér enda einstaklega jólalegur!
Könnuna og stjakann má einnig finna í Bast í Kringlunni.
Ég vona að þið eigið góðan dag..
Ég verð að viðurkenna að það eru svolítið mikil viðbrigði að vera komin heim í þennan snjó og kulda. Það eru auðvitað kostir og gallar við allt en ég er bara ánægð með þennan mikla snjó. Núna er allavega hægt að fara á skíði.
Ég fór í Steinar Waage í Kringlunni fyrr í vikunni og fann mér nýja skó frá merkinu Vagabond. Skórnir eru úr ekta leðri með grófum botni og henta vel dagsdaglega. Þó svo að skórnir séu með nokkuð háum hæl þá eru þeir virkilega þægilegir. Þeir komu eiginlega skemmtilega á óvart en ég valdi þá einungis vegna þess að mér fannst þeir svo fallegir en ég vissi reyndar líka að Vagabond framleiðir hágæða vörur. Þegar ég fór að ganga í skónum fann ég hversu mjúkir þeir voru og ekki skemmir fyrir hvað botninn á þeim er grófur. Þetta er svona eins og að vera á vetrardekkjum! :)
Ef þið eruð að leita að góðum og fallegum skóm þá er mikið úrval í Steinari Waage Kringlunni og Smáralind.
Ég elska að taka myndir í útlöndum þó svo ég hafi gert óvenju lítið af því í þessari ferð. Þar sem ég hef aðallega legið í afslöppun við sundlaugarbakkann og leikið við Ísabellu í barnaklúbbnum. Já og ekki má gleyma barnadiskótekunum á kvöldin. Hótelið sem við erum á er algjört æði. Ég get ekki dásamað það nógu mikið. Það er svo flott dagskrá hérna dag eftir dag og mikið lagt upp úr því að skemmta börnunum!
Það er svo fallegt að taka myndir í hótelgarðinum.
Ég borða vanalega ekki ís heima á Íslandi en þegar ég er á sólarströnd þá finnst mér ís óvenju góður!
Það er bara einfaldlega betri ís hérna heldur en heima. Þessi ísbúð er beint fyrir utan hótelið..
Það er ekki annað hægt en að brosa á svona góðviðris dögum!
Hasta luego! :)
Ég fór í góðan göngutúr meðfram strandlengjunni um daginn og tók nokkrar myndir af umhverfinu í leiðinni. Staðurinn á efstu myndinni heitir Papagayo Beach Club og er á amerísku ströndinni. Það er sérstaklega kósý að horfa á sólsetrið þarna á kvöldin.
Fallegasta svæðið hérna á Tenerife að mínu mati er svæðið í kringum Playa del Duque. Þar eru einnig góðir veitingastaðir og gaman að horfa á mannlífið á daginn og kvöldin.
Playa del Duque.
Veitingastaðurinn hægra megin við mig á myndinni heitir La Hacienda. Hann er mexíkóskur og ég get alveg mælt með honum. Hann er við hliðina á El Duque kastalanum.
Það styttist í heimför en ég frétti að það væri búið að snjóa töluvert mikið. Ég hlakka til að komast á skíði. Vonandi eruð þið að njóta helgarinnar. Þangað til næst..
Í dag er fjórði dagurinn okkar að byrja hérna á Tenerife. Ég er búin að koma svo oft hingað að ég man ekki einu sinni lengur í hvaða skipti þetta er. Ég elska Tenerife. Hér er allt til alls þegar fólk er með litla prakkara. Að vera hér er góð tilbreyting frá kuldanum þó svo að Ísland sé alltaf langbest! Við erum sem sagt á hóteli sem heitir Iberostar Anthelia og er staðsett við ströndina á Costa Adeje. Þetta hótel er yndislegt í alla staði og sérstakleg barnvænt. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum frá fyrstu dögunum okkar hérna í sólinni.
Fallega Ísabella mín að njóta sín í sólinni..
Fimleika stelpa..
Alltaf stuð hjá henni!
Í dag er nóg um að vera. Fyrst er það auðvitað góði morgunmaturinn hérna á hótelinu, næst ætlum við að kíkja á markað sem er á laugardögum hérna í Adeje. Á óskalistanum eftir það er sólbað við sundlaugarbakkann, taka myndir fyrir bloggið og borða góðan kvöldmat. Ég er svo að vonast eftir einhverju góðu show-i hérna á hótelinu í kvöld. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Ég vona að þið eigið góða helgi!
Í dag langaði mig að deila með ykkur nokkrum myndum frá gamlársdeginum okkar. Hann var ótrúlega skemmtilegur í alla staði og maturinn svo góður! Ég er mjög spennt fyrir 2019 og komandi ævintýrum.
Litli gleðigjafinn minn sem verður 5. ára eftir rúmlega 3 mánuði <3
Fallega gullið mitt á síðasta degi ársins.
Ég og mamma..
Ísabella var svona spennt fyrir flugeldunum!
Áramótaborðið..
Sæta mín..
Áramótahárið..
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á því gamla! <3
Í dag langaði mig að sýna ykkur nokkrar vörur úr versluninni Bast í Kringlunni. Verslunin býður upp á fallegar vörur fyrir heimilið frá heimsþekktum framleiðendum. Í Bast er mikið úrval af glæsilegum borðbúnaði frá Bitz en ég valdi mér þessa ljósgráu diska og skálar í stíl. Bitz er hannað af hinum danska Christian Bitz.
Borðbúnaðurinn frá Bitz er sérstaklega vinsæll þessa dagana en mér finnst fallegt að blanda saman grófu matarstelli á móti fínlegum hlutum. Borðbúnaðurinn má fara í uppþvottavél sem og bakara- og örbylgjuofn en þó ekki hærra en 220°C.
Kristalsglösin eru einnig úr versluninni Bast og eru alveg gullfalleg!
Þessi fallega vatnskanna frá Nuance er úr ryðfríu stáli og heldur vatninu ísköldu. Hún er með sigti fyrir klaka sem er sérstaklega þægilegt. Roots kertastjakinn frá Morsö er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér enda einstaklega jólalegur!
Könnuna og stjakann má einnig finna í Bast í Kringlunni.
Ég vona að þið eigið góðan dag..
Fyrir stuttu síðan sagði ég ykkur frá krullujárni sem ég er svo hrifin af & heitir CREATIVE CURL WAND. Krullujárnið er frá merkinu GHD & er með þeim bestu á markaðnum í dag. Járnið gefur hárinu fallega, mjúka liði en mér finnst fallegast að greiða létt í gegnum krullurnar í lokin til þess að hafa þær náttúrulegri. Helsti kosturinn við krullujárnið er sá að það þarf aðeins að halda hverjum lokk í 8. sekúndur. Járnið fer upp í ákveðið hitastig & skemmir ekki hárið eins & mörg járn gera. Tækið slekkur sjálfkrafa á sér eftir 30 mínútur ef það hefur ekki verið hreyft.
Í dag ætla ég að gefa uppáhalds krullujárnið mitt frá GHD og frábærar hárvörur frá Sebastian. Í pakkanum er meðal annars sjampó, næring og mótunarvörur. Einnig leynist Dark Oil með í pakkanum sem gerir hárið silkimjúkt og glansandi. Olían endurnýjar hárið að utan með silkimjúkri áferð og fyllingu. Svo er lyktin af henni unaðsleg!
Gjafaleikurinn fer fram á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is.
➺ https://www.facebook.com/alavis.is/
➺ https://www.instagram.com/alavis.is/
Ég vona að þið eigið góða helgi.
Í dag er ég mjög spennt að gefa fyrstu jólagjöfina í samstarfi við Inglot Iceland. En ég ætla að gefa þessa gullfallegu Makeuptösku sem inniheldur allskonar glæsilegar snyrtivörur fyrir jólin. Í töskunni leynast einnig vörur sem Jennifer Lopez hannaði með Inglot.
Pigmentin frá Inglot eru ótrúlega falleg og fullkomin yfir hátíðirnar.
Jólagjafaleikurinn fer fram á Facebooksíðu Alavis.is. Hægt er að taka þátt með því að smella HÉR. Ég dreg svo út vinningshafa á sunnudaginn.
Eigið góða helgi.
Á laugardaginn hélt ég smá stelpuboð hérna heima sem var ótrúlega skemmtilegt og góð tilbreyting. Ég er að hugsa um að gera þetta oftar enda finnst mér fátt skemmtilegra en að halda veislur. Ég var með súpu, tapasrétti og kökur frá Sætum Syndum í eftirrétt handa stelpunum.
Allar stelpurnar fengu ilmvatnið ARI frá Ariana Grande en ilmurinn er sérstaklega góður og pínu sætur. Ilmvatnsglasið er mjög fallegt og kvenlegt.
Kökurnar frá Sætum syndum eru syndsamlega góðar og algjör listaverk! Kakan til vinstri er Sörukaka sem er súkkulaðikaka með sörukremi og muldum sörum á milli. Þessi kaka verður fáanleg fram að jólum. Kakan vinstra megin er Candy Cane kaka og er með fersku og léttu bragði.
Sörurnar á myndinni eru einnig fáanlegar í Sætum syndum. Þær koma 15 saman í fallegri gjafaöskju á 2.990kr. Hægt er að velja um þrjár sörutegundir í búðinni þeirra en það eru klassískar sörur, Bailey’s og svo saltkaramellu.
Ég fékk myndakassa frá selfie.is fyrir partyið sem vakti mikla lukku. Þetta er virkilega sniðugt í allar veislur og gaman að festa minningarnar á filmu. Ég valdi Klassíska Boxið sem er fallegur myndakassi smíðaður úr við. Boxið er með 16″ snertiskjá, 24mp Canon DSLR myndavél og studíó ljósi sem gerir myndirnar fullkomnar. Það er hægt að tengja Boxið við prentara sem prentar út á staðnum. Eftir leiguna fær leigutaki aðgang að öllum myndum. Þar er hægt að skoða, vista og áframsenda allar þær myndir sem teknar voru. Selfie.is vista einnig allar myndirnar í allt að tvö ár. Það sem er sérstaklega þægilegt er að strákarnir hjá Selfie stilla öllu upp fyrir mann og taka niður eftir partyið.
Það er hægt að velja um allskonar flott props inni á selfie.is síðunni sem gerir myndirnar töluvert mikið skemmtilegri. Ég mæli mikið með.
Þar sem ég er mikið fyrir skartgripi þá langaði mig að sýna ykkur fallegu nýjungarnar frá Óskaböndum. Möntruarmböndin hér að ofan eru fínleg og nýtískuleg með fallegum boðskap en einnig er hægt að fá Möntruhálsmen í stíl. Ég hef oft talað um Óskabönd hér á blogginu en mér finnst margt einstaklega fallegt frá merkinu.
Hálsfestarnar tvær sem ég er með á myndinni eru Möntrumen í stíl við armböndin og svo önnur týpa sem kallast Happy og er með orkusteinum og sterling silfri.
Hægt er að velja um Ást – viska – styrkur – vernd – lifa og njóta í Möntrumenunum. Það er skemmtilegt að safna fallegum orðum og bera um hálsinn.
Hérna sést Happy hálsfestin betur.
Um daginn var ég svo heppin að fá að prófa snyrtivörurnar sem Jennifer Lopez gerði í samstarfi við Inglot Cosmetics. JLo hannar allt sjálf sem er sérstaklega skemmtilegt en hún hefur veitt konum innblástur í áratugi. Vörurnar eru parabenlausar og ekki prófaðar á dýrum.
Ég fékk þennan fallega kassa frá Inglot sem inniheldur fullt af fallegu make-up-i.
Í gær var ég förðuð hjá Inlgot þar sem eingöngu voru notaðar vörur frá Jennifer Lopez. Ég var virkilega ánægð með útkomuna og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
Það er sko nóg til af fallegu make-up-i fyrir jólin hjá Inglot!
Í dag byrjaði Black Friday hjá Inglot og núna er 30% afsláttur af öllu inná www.inglot.is og í búðinni frá föstudegi til sunnudags.
Ég vona að þið eigið góðan dag!
Þá er jólaundirbúningurinn formlega hafinn. Enda bara 11 dagar þangað til desember gengur í garð. Ég hef verið að dunda mér við að gera jólalegt inni hjá Ísabellu síðustu daga og langaði að sýna ykkur myndir af útkomunni.
Jólatréð hennar Ísabellu skreyttum við saman með öllum uppáhalds litunum hennar. Í ár bað hún um stórt jólatré og auðvitað reddaði ég því. Jólatréð sem verður frammi í stofu og allir pakkarnir fara undir fer alltaf upp 1. desember þó svo að ég sé alin upp við að setja jólatréð upp á Þorláksmessu. Ég held að tímarnir hafi bara breyst og flestir sem ég þekki eru farnir að njóta jólatrésins mun lengur. Það eru bara jólafýlupúkar sem eru ósammála því :D
Ísabella fékk nýtt rúm fyrir stuttu síðan og mig langði svo í himnasæng yfir rúmið. Ég fór að skoða það sem var í boði og fann þessa fallegu himnasæng og stjörnupúða í versluninni Dimm sem staðsett er í Ármúla 44. Himnasængin er úr mjúkum bambus viscose sem er laus við öll aukaefni.
Stjörnupúðarnir eru svo yndislega fallegir. Þeir eru einnig úr versluninni Dimm. Ég valdi glitrandi silfurlitaðan stjörnupúða og einn mattan, fölbleikan á móti. Þessir litir smellpassa við litaþemað í herberginu hennar og líka við jólatréð.
Himnasængin sem er 240cm á hæð kemur í fjórum fallegum litum og á þeim öllum hanga svona krúttleg pompomps.
Góðan dag! Í dag langaði mig að sýna ykkur nýtt tæki sem ég var að eignast og mun koma sér einstaklega vel fyrir desembermánuð. Keilan sem um ræðir er frá merkinu GHD og stendur fyrir good hair day! Öll járnin frá GHD eru fyrsta flokks og eru með þeim bestu á markaðnum í dag! Keilan sem ég fékk mér heitir creative wave wand og gefur allt frá fallegum krullum í náttúrulega og afslappaða liði.
Ég byrjaði á því að krulla allt hárið og tók svo efstu lokkana sem liggja ofan á og krullaði þá enn meira. Þegar allt hárið var orðið vel krullað greiddi ég létt í gegnum krullurnar til þess að fá soft liði.
Þetta er góð tilbreyting þar sem hárið mitt er alltaf svo rennislétt!
Það er nóg að halda hverjum lokk í 8 sekúndur.
Fyrir þær sem vilja eignast þessa keilu fyrir jólamánuðinn þá fæst hún á eftirtöldum stöðum:
harland.is
Sjoppan
Crinis
Korner
Topphár
Ég vona að þið eigið góða helgi.
Ég er algjört jólabarn og allt sem tengist jólunum að einhverju leyti finnst mér ótrúlega skemmtilegt. Núna styttist heldur betur í desembermánuð og ég get varla beðið. Ég fékk þetta fallega jóladagatal frá Krónunni um daginn sem inniheldur allskonar snyrtivörur. Augnskugga, varaliti, gloss og naglalökk svo eitthvað sé nefnt. Það eru allskonar snyrtivörudagatöl í boði en mesta úrvalið er þó í stærri verslunum Krónunnar. Mér fannst þetta silfurlitaða fallegast og þess vegna valdi ég það. Dagatölin eru falleg og skemmtileg gjöf fyrir dömur á öllum aldri sem nota snyrtivörur.
Ég var aðeins að breyta hérna heima fyrir jólin, enda finnst mér fátt skemmtilegra en að stílisera heimilið. Ég gerði herbergið "stelpulegra" en ég fæ mjög fljótt leið á hlutum og langar oft bara að skipta öllu út. Ég er aðeins byrjuð að jólaskreyta (reyndar svolítið síðan) og reyni að gera það svona smám saman. Ég finn að það styttist í að ég fari "all in" ef þið skiljið hvað ég meina :D
Jóladagatalið er fallegt skraut líka..
Herbergið er alveg að verða klárt. Mig langar í svona kúluljós hringinn í kringum spegilinn fyrir ofan snyrtiborðið. Þarf að athuga hvort ég finni ekki svoleiðis. Hvernig líst ykkur annars á?
Ég veit hreinlega ekki hvor hefur meira gaman að Halloween ég eða Ísabella. Gullið mitt er búið að vera í skýjunum alla vikuna og fer beint í búning eftir leikskóla. Hún myndi helst vilja sofa í honum. Í dag er búningadagur í Plié og mín er búin að bíða ótrúlega spennt eftir því alla vikuna. Kennararnir/þjálfararnir í Plié eru líka í búningum og mér finnst svo mikil snilld hjá þeim hvað þær taka alltaf mikin þátt með börnunum. Þetta hlýtur bara að vera skemmtilegasta starf í heimi. Eftir áramót byrjar Ísabella í 1. stig ballett. Kennararnir töldu hana tilbúna í það og sögðu að hún væri svo einbeitt og dugleg. Ég er svo yfir mig stolt af henni.
Tvær fljúgandi bestu vinkonur!
Ísabella vildi endilega að ég færi í búning líka þannig að leðurblaka var tiltölulega einföld lausn!
Ég vona að þið eigið góða helgi.
Í dag langaði mig að sýna ykkur snyrtivörurnar sem ég hef verið að nota síðustu mánuði. Ég nota alltaf All hours farðann frá YSL en hann hentar minni húð vel þar sem ég er með olíukennda húð. Ég hef alltaf svekkt mig mikið á því að vera með olíukennda húð þangað til ég spjallaði við læknir og doktor í lýðheilsuvísindum sem sagði við mig að ég kæmi til með að þakka fyrir þessa húðtegund seinna meir. Því hún vildi meina að þeir sem væru með olíukennda húð fengju miklu síður hrukkur heldur en þeir sem eru með þurra húð. Svona eftir á að hyggja meikar þetta auðvitað mikin sens og ég þarf ekki að pirra mig á þessu lengur:)
Farðinn helst vel á allan daginn þrátt fyrir olíukenndu húðina mína. Ég set stundum laust púður yfir en það er í rauninni óþarfi fyrir þær sem eru með þurra húð.
Ég hef verið að nota glow pallettuna frá Urban Decay yfir farðann sem ég er sérstaklega hrifin af. Litirnir eru þéttir og það þarf lítið í hvert skipti sem er merki um að varan sé góð.
Kinnaliturinn sem ég nota mest heitir Kiss off og er lengst uppi til vinstri. Liturinn neðst til hægri er svo mjög fallegur á kinnbeinin.
Síðasta varan sem mér finnst gera mikið fyrir makeupið er YSL Touche Éclat gullpenninn. Ég nota hann undir augun og mér finnst hann birta þau upp.
Ég vona að þið eigið góðan fimmtudag!
Mér var boðið að prófa Gtech Power Floor K9 ryksugu sem er þráðlaus og vegur aðeins 2,3kg. Hún er öflugri en gamla, þunga ryksugan mín sem ég hef ávallt þurft að draga á eftir mér út um allt heimilið. Þessi gamla er barn síns tíma og verður ekki notuð héðan í frá. Nýja ryksugan er sérstaklega meðfærileg og hönnunin gerir manni kleyft að ná auðveldlega undir stóla, rúm og önnur húsgögn. Hún er knúin áfram með öflugri 22v Lithium-ion rafhlöðu sem gefur 20 mínútna vinnu á hverja hleðslu (tekur um 4 klst að fullhlaða). Ég næ að ryksuga allt heimilið á undir 20 mínútum þannig þetta hentar mér vel. Ryksugan er pokalaus og ílátið sem safnar rykinu er mjög auðvelt að taka úr vélinni og tæma. Síuna í vélinni má taka úr og skola með vatni. Það fylgir einnig auka sía með.
Eitt það besta sem ég veit er þegar allt er orðið hreint og ég get kveikt á kertum og haft það kósý.
Í samstarfi við Gtech.is og Heimkaup ætla ég að gefa 2 lesendum þráðlausa ryksugu og uppáhalds VOLUSPA kertið mitt (eins og á myndinni hér að ofan) að verðmæti 100.940kr. Ég dreg út tvo lesendur á fimmtudaginn eftir viku eða þann 25. október.
Til þess að taka þátt í leiknum þarf að fara inn á Facebooksíðu Alavis.is hér.
Ég vona að þið eigið góðan dag.
Í dag langaði mig að sýna ykkur videobloggið sem ég tók úti á Ítalíu. Í ferðinni heimsótti ég Lignano, Bibione og Venice. Á næstunni mun Heimsferðir opna fyrir sölu á þennan fallega og fjölskylduvæna áfangastað sem ég heimsótti í september.
Á föstudaginn er ég að fara í ótrúlega skemmtilegt ævintýri. Ég er að fara til strandbæjarins Lignano á Ítalíu en þar má finna ekta ítalska stemningu og gylltar strendur. Lignano er í um 40 mínútna akstri frá Trieste með beinu flugi Heimsferða frá Íslandi. Lignano er fullominn áfangastaður fyrir pör, fjölskyldur og alla þá sem vilja njóta alls þess besta sem Ítalía hefur uppá að bjóða. Það sem einkennir Lignano er fágað andrúmsloft, slökun og falleg náttúra. Þar má að sjálfsögðu finna ekta ítalska veitingastaði, verslunargötu og kaffihús. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Í Lignano teygir breið ströndin sig marga kílómetra. Hvert hótel er með sitt strandsvæði þar sem gestir hótelsins fá sólbekki og sólhlífar úthlutað meðan á dvöl þeirra stendur. Þjónusta við gesti í Lignano er framúrskarandi þar sem heilu fjölskyldurnar vinna við að þjónusta gesti með fjölbreyttum hætti.
Fyrir yngri kynslóðina er nóg um að vera en á svæðinu og þar í kring er að finna yfir 5 ólíka skemmtigarða. Aquasplash vatnsrennibrautagarðurinn er fyrsti sinnar tegundar á ítalíu og þar við hliðina á er sædýrasafnið Gulliverlandia
Dýragarðurinn Parco Zoo Punta Verde er líka ómissandi með yfir 1.000 dýrum af 150 ólíkum uppruna frá öllum heimshornum. Í hjarta Lignano eru svo leikvæðin Parco Junior og skemmtigarðurinn Strabilia.
Í þessari ferð ætla ég að taka video blog (vlog). Ég fór og keypti M50 myndavél í Reykjavík Foto sem er sérstaklega góð til þess að taka upp video. Vélin er lítil og nett auk þess sem hún tekur upp í 4K sem er mjög mikill kostur. Ég hlakka mikið til að prófa hana úti og sýna ykkur myndir og video úr ferðinni.
Staðirnir sem ég ætla að skoða í ferðinni auk Lignano eru Bibione, Feneyjar og Gardavatnið. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með ferðinni geta skoðað Instastoryið mitt en ég ætla reyna setja inn efni á hverjum degi á meðan ég er úti.
Eins og gefur að skilja er ég orðin ótrúlega spennt að fara í þessa ferð með vinkonu minni í 10 daga. Ég hef heyrt og séð svo marga góða hluti um þetta svæði á Ítalíu þannig það verður yndislegt að upplifa þetta og sjá með eigin augum.
Mig hefur alltaf dreymt um Feneyjar og Gardavatnið. Það vill svo skemmtilega til að þetta er allt stutt frá Lignano! :) Ég hlakka til að sýna ykkur myndir úr ferðinni. Eigið góðan dag!
Hér er allt sem þarf:
300 g hveiti
2 tsk matarsódi
3 tsk kanill
1/2 tsk salt
3 egg
350 g sykur
150 ml nýmjólk
2 tsk vanilludropar
2 bollar rifnar gulrætur
1 dós ananaskurl (lítil dós)
150 g kókosmjöl
100 g brytjað suðusúkkulaði
Aðferð:
1. Þeytið egg og sykur vel saman.
2. Bætið mjólk og vanilludropum saman við.
3. Hveiti, matarsódi, kanill og salt kemur næst út í skálina.
4. Kókosmjöl, gulrætur og ananas kemur síðast ásamt súkkulaðinu.
5. Smyrjið form og bakið við 180°C í 45 mínútur. Látið botninn kólna. Skerið hann í tvennt (einnig hægt að nota tvö minni mót) og smyrjið kremi á milli (best að láta botninn kólna alveg, annars lekur kremið af stað). Setjið því næst krem yfir alla kökuna.
Krem:
500 g rjómaostur frá Gott í matinn
500 g flórsykur
2 msk mjúkt íslenskt smjör
1 msk rjómi
1 tsk sítrónusafi
2-3 tsk vanilludropar
Allt hrært vel saman og smurt á kökuna þegar hún hefur kólnað. Ef kremið er of lint er hægt að bæta við smá flórsykri.
Kökuna skreytti ég með: heslihnetum, valhnetum og kókosflögum.
Ég vona að kakan smakkist vel! Eigið góðan miðvikudag..
Ég ætla að gefa heppnum lesanda glæsilegt gjafabréf núna í aðdraganda páskanna á Hótel Húsafell. Það er yndislegt að vera á Húsafelli með fjölskyldu og vinum enda nóg um að vera. Hvort sem þig langar að fara í göngu- eða hjólatúr, hraun- eða íshelli, sund, golf eða bara njóta náttúrunnar þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Góður matur, drykkur, þjónusta og fallegt umhverfi skapa ógleymanlega kvöldstund á veitingastað Hótel Húsafells.
Gjafabréfið inniheldur:
➺ Deluxe herbergi í eina nótt fyrir 2
➺ Fimm rétta veislu á veitingastað hótelsins
➺ "Welcome" drykk á nýju barsvæði hótelsins
➺ Aðgang að sundlauginni
➺ Morgunverðarhlaðborð
Eina sem þarf að gera til þess að eiga möguleika á þessari glæsilegu gjöf er að:
Fylgja Hótel Húsafelli á Instagram.
Merkja þann sem þú vilt bjóða með þér á Instagramsíðu Alavis.is
Hægt er að auka vinningslíkur með því að merkja fleiri en einn. Því fleiri merkingar þeim mun meiri vinningslíkur.
Húsafell er nýbúið að gefa út glæsilegt gönguleiðakort með 10 merktum leiðum um náttúru Húsafells. Á kortinu má sjá lengd og erfiðleikastig gönguleiðanna sem gagnlegt er að skoða við val á gönguleið.
Í nágrenninu eru fallegustu fossar landsins. Hraunfossar!
Það er notalegt að sitja á veröndinni fyrir utan hótelið og njóta útsýnisins og hreina loftsins.
Það er alltaf gaman að fara í sund og sérstaklega slakandi að skreppa í pottinn rétt fyrir svefninn.
Væri ekki notalegt að skella sér rétt fyrir utan Reykjavík í smá frí og slökun?
Glæsilegur veitingastaður með stórkostlegu útsýni yfir fjallahringinn á Húsafelli.
Hótel Húsafell var valið einn af gististöðum „National Geographic Unique Lodges of the World“. Hótelið er það fyrsta á Norðurlöndum sem hlotnast þessi heiður en hótelin á lista National Geographic eru sögð eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á sjálfbærni, góða þjónustu við gesti og að vera umvafin stórbrotinni náttúru. Þá eiga þau það jafnframt sammerkt að vera á „einstökum stöðum í heiminum þar sem gestir geta átt ógleymanlega upplifun í faðmi náttúru og sögu staðarins.
➺ Fylgja Alavis.is á Instagram
➺ Líka við Facebooksíðu Glerborgar
Um daginn komst ég loksins á skíði eftir langa bið en það er alltaf jafn skemmtilegt & endurnærandi. Mér finnst einhver sérstök frelsistilfinning að vera úti í fersku lofti ein með sjálfri mér.
Skíðadressið mitt er frá Cintamani en í dag ætla ég að gefa skíðaúlpuna Brynju & flíspeysuna Emelíu í lit að eigin vali.
Brynja er ekta skíðaúlpa, sérhönnuð fyrir skíðaiðkun. Hún er með PrimaLoft® Silver Eco fylling sem er umhverfisvæn & gerir hanaþar af leiðandi sérstaklega hlýja. Úlpan er með límda sauma til að tryggja vatnsheldni & rennilás undir ermum til að fá betri öndun.
➺ Vatnsheldni: 10.000 mm➺ Öndun: 10.000 gr
Emelía flíspeysan er þunn & mjúk, aðsniðin dömuhettupeysa sem hentar einstaklega vel fyrir alla hreyfingu.
Þeir sem vilja næla sér í úlpuna, flíspeysuna eða buxurnar með 20% afslætti geta slegið inn afsláttarkóðann “alavis” í vefverslun Cintamani þegar gengið er frá pöntun. Tilboðið gildir út þriðjudaginn 14. febrúar!
Farðu inn á Facebooksíðu Alavis.is til þess að taka þátt í leiknum. Ég dreg út heppinn vinningshafa á Valentínusardaginn 14. febrúar.
Í dag langaði mig að sýna ykkur aðeins meira frá Adidas.. af því ég elska einfaldlega Adidas & finnst æfingafötin frá þeim vönduð& fallega hönnuð! Núna á næstunni er að detta inn ný marmaralína frá Adidas sem er ótrúlega flott! Buxurnar verður hægt að verslaí janúar & toppurinn kemur í mars. Buxurnar eru uppháar & sérstaklega þægilegar & alls ekki svona nýþröngar eins & margaræfingabuxur. Toppurinn er tvískiptur úr mjúku efni & nær rétt fyrir ofan nafla.
Þar sem mér finnst sjálfri mjög skemmtilegt að horfa á æfingavideo á netinu & fá hugmyndir af æfingum, þá er ég að hugsa umað taka æfingavideo reglulega & leyfa ykkur að fylgjast með því sem ég er að gera hjá einkaþjálfaranum mínum KGFit.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni.. ég vona að vikan ykkar verði góð:)
Váá hvað mér finnst gott að vera byrjuð aftur að æfa. Ég skil ekkert í mér að hafa tekið svona langa pásu. Mér líður strax miklubetur í líkamanum, hef meiri orku & finn að þetta er fljótt að koma. Fyrstu skrefin inn í líkamsræktarstöðina eftir svona langantíma voru erfiðari en ég hélt. Ég er svo tilbúin í þetta núna að það er ekki fyndið. Ég er alveg í svona ham & læt ekkert stoppa mig.Þegar ég kemst ekki í ræktina þá er lítið mál að gera æfingar hérna heima.
Í dag langaði mig að sýna ykkur nýju Ultra Boost skóna frá Adidas sem Stella McCartney hannar fyrir merkið. Þeir eru sérstaklegaþægilegir & mér líður eins & ég sé á tánum þegar ég er í þeim. Eigum við svo eitthvað að ræða hvað þeir eru ótrúlega flottir?
Skórnir eru með 100% boosti.
Ég fór í Sportvörur í Bæjarlind & fékk nokkur æfingatæki hjá þeim sem er frábært að nota hérna heima.
Það sem ég fékk var æfingabolti, dýna, handlóð & ketilbjalla!
Ég get ekki beðið eftir að byrja styrkjast & sjá árangur!
Í dag langaði mig að tala um frábæru barnavítamínin frá Nature’s plus sem býður upp á fjölbreytt bætiefni fyrir börn. Með Animal Parade línunni getur þú treyst því sem foreldri að barnið þitt er að fá það allra besta. Ekki skemmir fyrirað allar töflurnar eru mótaðar sem dýr sem vekur lukku & eru þar að auki bragðgóðar tuggutöflur.
Vítamínin eru að sjálfsögðu unnin úr hreinum, náttúrlegum næringarríkum blöndum, sérhönnuðum með þarfir barnsins í huga.
Barnavítamínin fást í öllum apótekum & heilsuvörubúðum.
Á morgun er Ísabella mín að byrja í fimleikum & þess vegna finnst mér ennþá mikilvægara að hún sé dugleg að borða hollan mat & taka vítamín!
Ég valdi D3-vítamín & Barnafjölvítamín.
Ég þarf heldur betur að hugsa um heilsuna líka þar sem ég er að byrja í einkaþjálfun í næstu viku! Mig langar að byggja mig upp & þess vegna er ég að breyta mataræðinu til hins betra.
Svona leit t.d. morgunmaturinn minn út í morgun!
Glúteinlaus hafragrautur með Hnetublöndu, Súper Omega Fræblöndu & Trönuberjum.
Úr þessum hráefnum.
Ég hef verið að prófa verðlauna bætiefnið Life Drink frá Terranova í dágóðan tíma núna en þetta er fullkominn næringardrykkurí byrjun dags eða bara þegar þér hentar. þetta er s.s. duft sem þú getur blandað í hvaða vökva sem er.
Lifedrink inniheldur:
➺ Bauna og hrísgrjónaprótein – nauðsynleg fyrir uppbyggingu og viðhald líkamans.➺ 10 tegundir frostþurrkaðra jurta og grænmetis – með áhrifaríkum og öflugum innihaldsefnum.➺ 10 tegundir berja – stútfull af andoxunarefnum og virkum jurtaefnum.➺ Omega 3, 6 og 9 – lífsnauðsynlegar fitusýrur.➺ Spirulinu og klórellu þörunga – breitt litróf vítamína, steinefna og amínósýra.➺ Reishi og shiitake sveppi – lækningasveppir með mikla virkni.➺ 5 tegundir góðgerla fyrir meltinguna – sérstaklega unnir og mjög virkir.➺ 11 tegundir meltingarensíma – fyrir eðlilegt niðurbrot og nýtingu fæðu.➺ Virkt hrísgrjónaklíð – hámarkar virkni og næringu.
Ég hef einnig verið að taka inn Omega 3 6 7 & 9 frá Terranova. Þessi olía er dásamleg fyrir húðina & alla líkamsstarfsemi.Olían er unnin úr jurtaríkinu & án allra aukaefna, eins og allar vörur Terranova sem fást í apótekum & heilsuvörubúðum.
Gleðilegt nýtt ár ;* Ég vona að þið hafið skemmt ykkur vel um áramótin & að 2017 verði fullt af gleði, ást & góðri heilsu.Gamlárskvöld var bara fínt í alla staði en í stað þess að horfa á eitthvað show hérna á hótelinu þá fór ég upp á hótelherbergiað horfa á áramótaskaupið. Það var ekki alveg minn húmor en samt alveg ágætt! Nýja árið byrjar vel & við erum búin aðbralla margt skemmtilegt síðustu daga. Hérna eru nokkrar myndir af því sem við höfum verið að gera:)
Þessi fallegi páfagaukur kom í heimsókn í sundlaugargarðinn.
Ísabella var mjög spennt fyrir þessu:)
Ég & Ísabella mín að njóta sólarinnar!
Fallegust <3
Elska þig!
Í barnalauginni..
Í gær fórum við á ströndina..
og fengum okkur ís..
Það styttist í að við förum heim en það eru bara 4 dagar eftir með deginum í dag! Eins gott að nýta þá vel:)
Ég vona að þið eigið góðan dag!
Ég er svo spennt fyrir gjöfunum sem ég ætla að gefa í dag en í þetta skiptið ætla ég að gleðja 18 lesendur í samstarfivið Guinot á Íslandi. Guinot er háþróað, franskt snyrtivörumerki sem hefur notið vinsælda
um allan heim frá því égbyrjaði að nota snyrtivörur & reyndar töluvert mikið lengur. Guinot vörurnar eru þekktar fyrir að vera sérstaklegaárangursríkar en þær eru seldar á fjölmörgum snyrtistofum um land allt. Einnig er boðið upp á andlitsmeðferðir afýmsu tagi þar sem Guinot vörurnar eru notaðar. Í samstarfi við margar af bestu snyrtistofum landsins ætla ég að gefa15 Eye Logic augnmeðferðir sem er slakandi sérmeðferð fyrir augun í þremur þrepum.
Nr. 1 Jónun – eykur úrgangs-efnalosun, hindrar þrota, dregur úr dökkum baugum & styrkir húðina. Nr. 2 Nudd – með augnsérumi sem stinnir & lyftir.
Nr. 3 Augnmaski – frumuendurnýjandi & lyftandi. Ég ætla einnig að gefa 3 gjafakassa með Guinot snyrtivörum.Þannig í pottinum eru samtals 18 vinningar!
Í gjafakassanum er:
Hydra Finish – Litað dagkrem með tvíþætta virkni sem gefur húðinni kröftugan raka & fallega áferð.
Hydra Démaquillant Yeux – Rakagel sem fjarlægir augnfarða á svipstundu á auðveldan & mildan hátt en sefar & róar augnsvæðið um leið.
Eye Fresh Créme – Frískandi augnkrem sem kemur í veg fyrir þrota & dökka bauga í kringum augun.
Masque Yeux – Hrukkueyðandi maski sem minnkar baugamyndun, sléttir broshrukkur & hefur vatnslosandi áhrif á þrútin augnlok.
Hér er listi yfir þær snyrtistofur sem gefa gjafabréf:
Snyrtistofan Ágústa, Snyrtistofan Gyðjan, Snyrtistofan Hrund, Þema snyrtistofa, Snyrtistofan Ársól, Snyrtistofan Garðatorgi, GK snyrtistofan, Snyrtistofan Guinot-MC, Snyrtistofan Lipurtá, Dekurstofan – Gefur 2 gjafabréf, Abaco Heilsulind, Snyrtistofa Ólafar, Snyrtistofan Lind, Snyrtistofa Marínu.
Ég hef verið að nota augnkremið & augnmaskann í nokkrar vikur núna & það er greinilega sjáanlegur árangur!Augnkremið er í sérstaklega þægilegum umbúðum eins & sést á myndinni hér að ofan.
Mig langar svo sannarlega að gleðja eins marga lesendur & hægt er en ég dreg út 18 vinningshafa næstkomandi fimmtudag 1. desember.
Hér er hægt að taka þátt í leiknum
Sölustaðir Guinot á höfuðborgarsvæðinu eru:
Snyrtistofan Gyðjan, Snyrtistofan Hrund, Snyrtistofan Ágústa, Snyrtistofan Garðatorgi, Dekurstofan, Snyrtistofan Ársól, Guinot-MC snyrtistofan, GK snyrtistofan, Snyrtistúdió Önnu Maríu, Þema snyrtistofa, Snyrtistofan Lipurtá, Snyrtistofa Marínu.
Sölustaðir Guinot á landsbyggðinni eru:
Snyrtistofan Lind – Sunnuhlíð 12 Akureyri, Abaco Heilsulind – Hrísalundi 1 Akureyri, Snyrtistofan Sif – Kvistahlíð 2 Sauðárkróki,Snyrtistofa Ólafar – Austurvegi 9 Selfossi.
Í dag langaði mig að sýna ykkur nýju æfingafötin mín frá adidas. Ég fékk mér þennan jakka á sumarútsölunni hjá þeim,sem er ennþá í fullum gangi. Jakkinn heitir Supernova Storm & er á 40% afslætti inni á adidas.is.
Ég er ótrúlega ánægðmeð sniðið á honum & liturinn er æði!
Buxurnar eru úr mjúku & þægilegu efni & henta vel til útihlaupa eða í ræktina.
ENERGY BOOST 3 skórnir eru hinir fullkomnu hlaupaskór. Þeir eru laufléttir & botninn á þeim er sérstaklega mjúkur.
Dress nr. 2 eru þessar buxur & bolur sem ég féll alveg fyrir. Buxurnar eru einnig á 40% afslætti inni á adidas.is
Dress nr. 3 er þessi samfestingur frá adidas. Hann er úr mjög sérstöku efni & það er svona eins & maður sé ekki í neinu.Hann er í alvöru það þægilegur!
Ég mæli með að þið kíkið á útsöluna hjá adidas & gerið góð kaup!
Ég mæli með að þið kíkið á útsöluna hjá adidas & gerið góð kaup!
Ég vona að þið eigið góðan dag:)
Í dag er ég mjög spennt að segja ykkur frá HH Simonsen krullujárninu sem ég eignaðist um daginn. Ég er mikill aðdáandiHH Simonsen járnanna en þau eru þó nokkur. Járnið sem ég notaði núna heitir ROD VS4 & gefur hárinu mjúka liði & hentareinstaklega vel fyrir þær sem vilja fá hreyfingu í hárið án þess að hafa það of krullað!
Ég byrjaði á því að þvo hárið með OI-línunni frá Davines en línan er unnin úr náttúrulegum efnum & roucou olíu sem gefur hárinugóðan raka & mýkt. Auk þess er hún rík af beta-carotene sem hefur uppbyggilegan mátt & eykur vöxt hársins. Áður en ég blés háriðnotaði ég OI-All In One Milk sem gerir hárið silkikennt & glansandi. Næst setti ég Volume Boosting Mousse í rakt hárið sem gefurþví mikla fyllingu, þannig að það virkar mun þykkara.
Hárblásarinn er einnig frá HH Simonsen en hann er virkilega öflugur ásamt því að vera sá fallegasti sem ég hef séð!
Áður en ég byrja að krulla hárið spreyja ég Dry Texturizer spreyji í hvern lokk fyrir sig. Þetta sprey er eins konar samblanda afhárlakki & þurrsjampói & hentar einstaklega vel með krullujárninu. Þegar ég er búin að krulla allt hárið, hvolfi ég því & spreyjanóg af Dry Texturizer spreyji í það allt. Í lokin finnst mér algjört must að greiða létt úr öllum lokkunum með mjúkum hárbursta.
Í samstarfi við HH Simonsen ætla ég að gefa 2 lesendum ROD VS4 krullujárnið & yndislegu vörurnar frá Davines.
Hægt er að taka þátt í leiknum HÉR
Það er alltaf jafn gott að koma heim til sín eftir að hafa verið í útlöndum:) Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast & upplifa nýja hluti en á sama tíma er ég ofsalega heimakær!
Um daginn kíktum við í Grasagarðinn & nutum veðurblíðunnar. Ég tók nokkrar myndir af hjartagullinu mínu í leiðinni. Eftir það fórum við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn að skoða öll dýrin sem sumum fannst ótrúlega gaman!
Í sumar er markmiðið að gera eins mikið af skemmtilegum hlutum & hægt er. Í dag fórum við t.d. í fjárhúsið & sáum 6 lömb fæðast. Það var alveg magnað!
Ísabella hitti vinkonu sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum & fannst það ekkert lítið skemmtilegt, eins & sést hér:)
Kíkja á fuglana..
Ég vona að helgin ykkar verði góð!
Hérna eru nokkrar fleiri myndir af sumarfríinu okkar á Tenerife:)
Það er svo notalegt að vera hérna í sól og hita!
Hjartagullið mitt!
Alltaf gaman í Siam Mall:)
Sérstaklega á leiksvæðinu!
Það var brjálað að gera hjá Ísabellu á ströndinni að setja sand ofan í fötuna, ná í vatn & hella úr.Þetta var endurtekið sirka 100 sinnum & svo steinsofnaði hún eftir allt fjörið!
Sumarlega blómabandið hennar Ísabellu er frá Krílaprjál & er sérstaklega krúttlegt
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni! Ég vona að þið eigið góðan dag:)
Það er búið að vera ótrúlega ljúft að vera hérna á Tenerife & skemmtileg dagskrá á hverjum degi hjá okkur mæðgum. Við erum búnar að fara í dýragarðinn, leika á ströndinni, rölta um í hitanum & fá okkur ís, svo e-ð sé nefnt.
Ísabella segir HOLA við alla sem hún hittir.. það er einum of fyndið! Henni finnst sérstaklega gaman að leika á ströndinni.
Ég gladdist mikið þegar ég frétti að WOW air væri byrjað að fljúga frá Íslandi til Tenerife. WOW air býður lægsta verðið & þar sem flugmiðinn hjá þeim kostar minna getur maður farið oftar erlendis:)
Ísabella með ömmu sinni <3 Þær eru bestu vinkonur!
Kósý að sitja í kerrunni & horfa á lífið:) Kerran er létt & þægileg sem hentar vel í útlöndum en hún fæst hjá I am Happy.
Jarðarberjaís er í miklu uppáhaldi hjá minni.. hún er alveg með það á hreinu hvað hann kostar marga peninga!
Nammi namm.. svo gott!
Á morgun ætla ég að setja inn fleiri myndir úr ferðinni:) Þangað til næst.
Ég hlakka svo mikið til á morgun en þá erum við mæðgur (ég, Ísabella & mamma) að fara í stelpuferð til Tenerife.
Það verður yndislegt að komast í sól & hita en síðast þegar við fórum þangað var Ísabella mín bara 8. mánaða.
Í dag hef ég verið að skoða hvað er skemmtilegt að gera á meðan við erum úti & þá rakst ég á einn flottan dýragarð sem heitir Loro Parque. Í garðinum er hægt að sjá allskonar dýr & ég veit að Ísabella á eftir að skemmta sér vel þar, enda elskar hún öll dýr!
Annars höfum við verið að pakka í dag & fara í gegnum öll sumarfötin.Ég kom einnig við í Lindex & verslaði ofurkrúttleg bikini & sólgleraugu handa Ísabellu.
Ég fattaði allt í einu að ég var aldrei búin að setja inn myndir af barnaherberginu eftir breytingarnar en ég ákvað að setja spegil á milli skápanna sem stækkar herbergið um helming. Það er ótrúlegt hvað speglar geta gert mikið en ég fékk þennan í Glerborg. Það voru s.s. skápar á öllum veggnum & ég reif miðjuna út & lét smíða þennan bekk á myndinni, ásamt því að setja spegil fyrir ofan hann.Þetta léttir mikið á herberginu & gerir það bjartara.
Myndin af fílnum hér að neðan er frá Amikat.Eins & ég hef talað um áður þá hafa vatnslituðu myndirnar eftir Írisi Halldórsdóttur heillað mig upp úr skónum.Amikat myndirnar fást í Epal Skeifunni og netversluninni SirkusShop.Hér er hægt að skoða allar fallegu myndirnar sem eru í boði:http://amikat.is/
Tjaldið er frá I am Happy Barnavöruverslun.
Ég hef þetta ekki lengra að sinni.. heyrumst næst frá Tenerife <3
Ísabella mín er að fara á kostum þessa dagana. Það er stundum algjört bíó að horfa á hana en í dag sagði hún t.d. “Guð minn góður… mér brá!!” & greip um hjartað á sér þegar dyrabjallan hringdi. Núna koma ný orð á hverjum degi & það er betra að vanda það sem maður segir í kringum hana.. hún grípur allt! Í dag prófaði Ísabella hjólið sitt í fyrsta skipti utandyra & henni fannst það svaka stuð. Við eigum pottþétt eftir að hjóla mikið í sumar en það er alltaf svo hressandi & skemmtilegt.
Hjólið fékk hún í afmælisgjöf en það er mjög vandað & stöðugt. Þar sem sumarið er komið & bestu mánuðir ársins framundan þá ætla ég að vera með gjafaleik í samstarfi við Byko & gefa eitt barnahjól í lit að eigin vali.
Stuð á minni!
Ég dreg út vinningshafa á föstudaginn eða þann 6. maí kl. 20.
Hérna eru fleiri myndir úr afmælinu frá því í gær:)
Poppkorn er alltaf vinsælt í barnaafmælum
Litaþemað í afmælinu var fjólublátt, bleikt, hvítt & silfur.
Boðskortið í afmælið & merkimiðana hér að neðan gerði snillingurinn hún Íris Erna hjá Krumma. Íris er ótrúlega hugmyndarík stelpa & ég mæli hiklaust með henni ef ykkur vantar grafískan hönnuðtil þess að láta útbúa boðskort eða ef það eru einhver stærri verkefni.
Prentmet sáu um að framkalla allar myndir fyrir mig en eins & ég hef talað um áður þá eru litirnir hjá þeim sérstaklega bjartir & fallegir.
Inniblysið var mega töff & fæst í Partýbúðinni, ásamt blöðrunum, stjörnupinnunum, Pom poms-inu & popppokunum.
Þegar ég var að leita að veitingum fyrir afmælið þá rakst ég á þetta fallega kransahjarta hjá Okkar bakarí í Garðabæ. Kransakakan var ofsalega góð & ótrúlega falleg með bleikum blómum & fiðrildum.
Framhald af þessari færslu má skoða hér að ofan:) Þangað til næst..
Það sem vakti hvað mesta lukku var súkkulaðibrunnurinn hér að neðan. Hann er ótrúlega sniðugur í afmælum, brúðkaupum, skírnarveislum eða fermingum. Það er hægt að velja um ljóst súkkulaði (eins & ég var með), dökkt súkkulaði eða hvítt. Einnig er hægt að lita hvítt súkkulaði í öllum regnbogans litum & vera þá t.d. með bleikt súkkulaði. Brunnana er hægt að leigja hjá R Helgason & þeir útvega einnig meðlæti til þess að dýfa í súkkulaðið. Hvort sem það eru ávextir, sykurpúðar eða mini kleinuhringir. Allt eftir óskum hvers & eins. Krakkarnir voru alveg sjúkir í þetta en það sem heillaði mig mest var að súkkulaðið sem fylgdi með er frá Belgíu & eitt það allra besta sem ég hef smakkað.
Litli prakkarinn minn <3
Ofur krúttlegir vinir <3
Ísabellu var boðið í afmælisbíltúr!
Mæður & börn..
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni! Ég vona að þið eigið góðan dag:)
Í gær héldum við afmælisveislu handa Ísabellu & fengum vini & ættingja í heimsókn.Dagurinn var frábær í alla staði & afmælisbarnið naut sín í botn!
Afmælisborðið..
Afmælisstelpan mín..
2. ára afmælistertan..
Hún bragðaðist einstaklega vel..
Mamma, Ísabella & ég..
Á morgun ætla ég að setja inn fleiri myndir úr afmælinu:) Þangað til næst.
Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegra páska <3
Dásamlegir dagar að baki hérna á Eskifirði & ég fer endurnærð heim aftur í næstu viku, eftir alla þessa útiveru. Ég bjóst svo sannarlega ekki við þessari veðurblíðu sem við fengum á skíðunum síðustu tvo daga. Ég óskaði þess heitt að fá smá sól & mér varð heldur betur að ósk minni!
Fallegi fjörðurinn í yndislegu veðri!
Unnar að taka myndir!
Oddskarð!
Ég gæti vel hugsað mér að gera þetta hverja einustu helgi, allan ársins hring!
Ísabella stóð sig ótrúlega vel á skíðunum & kom mömmu sinni heldur betur á óvart.Hún sagði bara meiri skíði, meiri skíði um leið & við komum niður brekkuna!
Duglega stelpan mín <3
Ég prófaði að sleppa henni neðst í brekkunni á degi tvö í nokkrar sekúndur & það gekk bara vel!
Mamma hress að venju!
Svo var haldið áfram nokkrar ferðir!
Ég, Ísabella & mamma eftir frábæran dag í alla staði!
Þangað til næst:)
Í gær var alveg frábært veður til skíðaiðkunar og ég notaði tækifærið og prófaði nýju skíðin mín sem stóðu algjörlega undir væntingum.Planið er að fara austur á skíði um páskana eða nánar tiltekið í Oddskarð sem er uppáhalds skíðasvæðið mitt á landinu.Ég er einnig búin að finna lítil og krúttleg skíði handa Ísabellu og langar að leyfa henni að prófa að fá tilfinningu fyrir þessu sporti.Ég held að hún eigi eftir að elska útiveruna og allt action-ið í kringum þetta.Samt sem áður ætla ég aldeilis ekki að sleppa henni einni strax enda verður hún að vera orðin örlítið stærri.
Verslunin Íslensku Alparnir selja Atomic skíði í miklu úrvali en ég valdi mér Atomic Cloud 11.
Skíðaskóna valdi ég við skíðin vegna þess að þeir eru sérstaklega mjúkir og þægilegir.
Ég er hrifnust af Atomic skíðum enda gæðin sérstaklega góð!
Ég vona að þið eigið góðan dag!:)
Í dag langaði mig að sýna ykkur nýju fötin mín úr Kastaníu. Ég fékk mér þennan æðislega mjúka og hlýja trefil, ásamt hatti, kápu, skóm og veski í stíl. Ég hafði hugsað mér að nota þetta dress mikið í jólastússinu það sem eftir er af desember!
Síðustu daga hef ég verið að gera jólalegt og kósý hérna heima.Mig langaði að sýna ykkur nokkrar myndir af jólaheimilinu mínu.
Byrjum á jólatrénu, en það verslaði ég í Bandaríkjunum og ShopUSA á Íslandi sendu það heim fyrir mig á met tíma. ShopUSA virkar þannig að þú skráir þig sem notanda hjá þeim og færð heimilisfangið þeirra í Bandaríkjunum.Næst skráir þú vörukaupin á vefsíðunni þeirra og Pósturinn kemur með pakkann heim að dyrum hjá þér. Virkilega einfalt og þægilegt.
Jólatréið:)
Jólagjöf handa Ísabellu minni <3
Ég vona að þið eigið góðan dag:)
Þar sem ég er byrjuð að blogga inn á Gott í matinn síðuna, þá langar mig að setja af stað nýjan og skemmtilegan gjafaleik. Að þessu sinni ætla ég að gefa veglega gjafakörfu sem inniheldur Gott í matinn vörur sem ég nota mjög mikið í mínar uppskriftir. Þetta eru íslenskar gæðavörur frá MS og ef þú skráir þig í netklúbbinn þeirra, færðu sendar uppskriftir á tveggja vikna fresti sem er virkilega þægilegt og sniðugt til þess að fá góðar hugmyndir.
Í gjafakörfunni eru dásamlegir ostar sem smakkast einfaldlega betur í desember, ásamt rjóma, sultu, kexi, fallegum ostahnífum, svuntu, viskustykki og ofnhanska.
Ég ætla að draga út 5 heppna sem fá Gott í matinn jólakörfur miðvikudaginn 9. desember kl. 20:00.
31. júlí 2015
Síðasti dagur júlí mánaðar var í gær & er sá allra skemmtilegasti á hverju ári.Mér finnst alltaf jafn spennandi að opna pakkana & efast um að það eldist af mér. Gærdagurinn var alveg frábær með mínum nánustu & Unnar dekraði við mig. Um kvöldið fórum við fjölskyldan út að borða á Hótel Húsafell & maturinn var alveg upp á 10.
Þessa fallegu rósaköku pantaði ég hjá Beauty by Avon & hún var sérstaklega bragðgóð. Kökurnar hennar eru algjör listaverk & henta við mörg tilefni, t.d. í afmæli, brúðkaup, fermingu eða skírn. Hægt er að panta rósakökurnar í öllum regnbogans litum.
Ég, mamma & Ísabella Birta í stuði á afmælisdaginn minn <3
Fallegust <3
Þangað til næst:)