ALAVIS
December 21, 2018

Lagt á borð með Bast

Í dag langaði mig að sýna ykkur nokkrar vörur úr versluninni Bast í Kringlunni. Verslunin býður upp á fallegar vörur fyrir heimilið frá heimsþekktum framleiðendum. Í Bast er mikið úrval af glæsilegum borðbúnaði frá Bitz en ég valdi mér þessa ljósgráu diska og skálar í stíl. Bitz er hannað af hinum danska Christian Bitz.

Borðbúnaðurinn frá Bitz er sérstaklega vinsæll þessa dagana en mér finnst fallegt að blanda saman grófu matarstelli á móti fínlegum hlutum. Borðbúnaðurinn má fara í uppþvottavél sem og bakara- og örbylgjuofn en þó ekki hærra en 220°C.

Kristalsglösin eru einnig úr versluninni Bast og eru alveg gullfalleg!

Þessi fallega vatnskanna frá Nuance er úr ryðfríu stáli og heldur vatninu ísköldu. Hún er með sigti fyrir klaka sem er sérstaklega þægilegt. Roots kertastjakinn frá Morsö er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér enda einstaklega jólalegur!

Könnuna og stjakann má einnig finna í Bast í Kringlunni.

Ég vona að þið eigið góðan dag..

July 3, 2018

Gjafaleikur

Það er virkilega gaman að segja frá því að Dúka er að opna nýja og stórglæsilega gjafavöru- og lífsstílsverslun í Smáralind þann 5 júlí næstkomandi. Það verður stórskemmtilegt opnunarpartýi á fimmtudaginn frá kl. 16:30 - 21:00 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, tónlist og gleði. Einnig verður 20% afsláttur af öllum vörum í opnunarpartýinu + veglegir afslættir af völdum vörum út sunnudaginn (6-9 júlí). 

Fyrstu 200 viðskiptavinir Dúka (Smáralind) fá Omaggio glervasa að auki.
Mig var lengi vel búið að langa í chrome lampann frá Kartell og var búin að vera með augastað á honum í töluverðan tíma. Ég var með samskonar lampa í svörtum lit en var alltaf aðeins hrifnari af chrome litnum. Þessi skín klárlega skærar. Í dúka verður nú hægt að finna Kartell búð í búð (shop in shop) & stóraukið vöruúrval á barnagjöfum.
Í gær fékk ég að kíkja við í nýju Dúka versluninni í Smáralind og ég held það sé alveg óhætt að segja að þessi verslun verður sú allra flottasta fyrir heimilið.
Ég er svo heilluð af þessum lömpum!!
Ég er dolfallin yfir þessum stólum.. mig langar svo ótrúlega mikið í þá!! Mér finnst mottan líka koma mjög vel út með þessu setti.
Hversu fallegir!!
Væri líka alveg til í þessa náttlampa!!

Í tilefni þess að Dúka er að opna nýja stórglæsilega verslun ætla ég í samstarfi við þau að gefa heppnum lesanda chrome lampa frá Kartell að verðmæti 52.900 kr

Til þess að taka þátt í leiknum þarf að gera eftirfarandi:

➺ Líka við alavis.is á instagram ➺ HÉR

➺ LÍKA VIÐ Dúka á Facebook ➺ Hér

➺ Merkja einn vin sem hefur áhuga á fallegri hönnun ➺ Hér

Ég dreg út vinningshafa á sunnudaginn eða þann 8. júlí næstkomandi.

December 6, 2017

Santa Claus is Coming to Town

Ég er búin að jólaskreyta hérna heima en það er allt svo miklu hlýlegra eftir að jólaljósin komu. Ég er alin upp við að skreyta jólatréð á þorláksmessu en síðustu ár hef ég alltaf skreytt í byrjun desember til þess að njóta jólanna ennþá lengur.
Desember er einn af þremur uppáhalds mánuðunum mínum en það er eitthvað sjarmerandi við jólaljós, jólatónlist og jólamat!:) Núna vantar bara alvöru jólasnjó!
Ég er sérstaklega hrifin af hnetubrjótum og er eiginlega byrjuð að safna þeim! Ég er búin að kaupa mér þrjá og einn bleikan inn í herbergið hjá Ísabellu.
Aðventukransinn minn í ár var mjög einfaldur!
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. ég vona að þið séuð að njóta desember mánaðar!
Load more posts
September 27, 2019

Play time

Þegar við Ísabella mín förum út þá vil hún undantekningarlaust taka með sér allt sitt hafurtask. Svona eins og hún sé að flytja! Þess vegna var hún alveg hoppandi kát með að fá þennan fallega, vatnshelda bakpoka að gjöf. Bakpokinn er frá versluninni Hrafnagull sem selur umhverfisvæn barnaleikföng, laus við öll skaðleg efni. Hann á pottþétt eftir að koma að góðum notum næstkomandi mánuði í öllum veðrum! :)

Bakpokarnir koma í tveimur stærðum og mismunandi litum. Hægt er að skoða úrvalið HÉR.

Hægt er að nota afsláttarkóðann alavis.is til þess að fá 20% afslátt af öllum bakpokum, böngsum og hringlum inni á hrafnagull.is út miðvikudaginn 2. október.

Ég vona að þið eigið góða helgi!

September 18, 2019

"I have enough shoes" - said no woman ever!

Um daginn eignaðist ég þessa nýju skó frá Calvin Klein. Ég er alltaf að verða meira og meira hrifin af þeim en þeir eru auðvitað alls ekkert plain. Þeir eru ótrúlega mjúkir og þægilegir og passa vel við svartar buxur sem og gallabuxur. Skórnir eru einnig til alveg svartir og fást í Steinari Waage.

Hægt er að skoða stærðir og verð á skónum HÉR.

August 24, 2019

cinderella is proof that a pair of shoes can change your life!

Í síðustu viku fór ég í Steinar Waage í Kringlunni og valdi mér þessa fallegu skó frá merkinu Piano. Mig vantaði einmitt svona skó fyrir haustið en þeir koma bæði í svörtu og vínrauðu. Ég er nánast búin að nota þá daglega við allskonar outfit frá því ég fékk þá og finnst þeir eiginlega alveg geggjaðir.

"OH, I DON´T NEED ANOTHER PAIR OF SHOES".. SAID NO WOMAN EVER.

Skórnir eru úr ekta leðri og kosta 19.995.-

Núna er kominn tími til að kveðja sumarið og taka á móti haustinu í öllu sínu veldi. Þetta sumar er búið að vera yndislegt í alla staði og mitt besta frá upphafi.

July 22, 2019

Afmælisveisla

Á laugardaginn hélt ég upp á afmælið mitt hérna heima í Garðabæ og var kvöldið virkilega skemmtilegt í alla staði. Það var mikið hlegið, dansað og borðað! Ég læt nokkrar myndir fylgja en ég gleymi þessu kvöldi seint!

Auðvitað var myndataka!

Þessi blóm eru svo sumarleg og sæt. Ég einfaldlega elska allt við sumarið!

Ég er aldrei að pissa á mig úr hlátri nema í kringum hana Önnu Ýr mína. Hún er bara hrikalega orðheppin og fyndin mannvera sem tekur lífinu ekki allt of alvarlega. Það gerðist ósjaldan á Tenerife í síðasta mánuði að ég grenjaði bókstaflega úr hlátri út af henni. Sérstaklega þegar við vorum komnar með svefngalsa! :D

Fallega afmæliskakan mín var frá Sætum syndum. Ég valdi vanillubotna með saltkaramellu og smjörkremi. Ég er einstaklega hrifin af þessari samsetningu! Mig langaði í marmaraköku með makkarónum og var ekkert lítið glöð þegar ég sá þessa í kassanum. Hún var alveg eins og ég hafði óskað mér. Algjört listaverk hjá þeim og svo bragðgóð eins og alltaf.

Það er fastur liður að hafa myndabox frá Selfie.is í öllum afmælisveislum. Mér finnst þetta svo sniðug lausn til þess að varðveita minningar á einfaldan hátt. Þá getur fólk bara tekið sjálft myndir og ég þarf ekki að vera með myndavélina mína á lofti allt kvöldið. Þetta hentar mér sérstaklega vel þar sem ég vil helst festa allt á filmu til þess að rifja upp síðar. Selfie.is voru að fá glænýtt myndabox sem ég fékk að vígja. Það er án efa flottasta boxið sem þeir hafa verið með að mínu mati. Þetta er s.s. spegill+myndavél en það er hægt að sjá myndir inni á Instgram-inu mínu undir "Highlight" og "Afmælið mitt". Ég valdi þennan fallega bakgrunn fyrir afmælið sem er sérstaklega sumarlegur og passaði vel við.

Allar veitingarnar sem ég bauð upp á í afmælinu (fyrir utan afmæliskökuna) voru úr Nettó.

Eigið ljómandi góðan dag!